„Ef það er tímabundinn skortur á kókaíni þá framleiða menn amfetamín í staðinn“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. mars 2020 10:48 Karl Steinar Valsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar. Vísir/baldur Lögregla vaktar sérstaklega brot inni á heimilum og netglæpi í samkomubanninu sem nú stendur yfir vegna faraldurs kórónuveiru. Þá sér lögregla fram á aukna innlenda framleiðslu ólöglegra efna á meðan innflutningur þeirra liggur niðri. Þetta kom fram í máli Karls Steinars Valssonar, yfirlögregluþjóns hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í umræðuþættinum Bítinu á Bylgjunni, Stöð 2 og Vísi í morgun. Samkomubann tók gildi hér á landi mánudaginn 16. mars og reglur um það voru hertar nú í vikunni. Þannig mega ekki fleiri en 20 nú koma saman á landinu öllu. Þá hefur fyrirtækjum víða verið lokað og fólk vinnur mikið heima. Ólöglegur veiruvarningur dúkkar upp á netinu Karl Steinar sagði að enn væri of snemmt til að segja til um hvort orðið hefðu miklar breytingar á brotastarfsemi og störfum lögreglu í samkomubanninu. Vissulega hefði hægt á ákveðnum málum sem tengjast umferðinni, og þá mætti búast við að innbrotum fjölgi í fyrirtæki, auk þess sem brot innan heimilisins og á netinu væru sérstaklega vöktuð. „Það eru mjög margir að vinna að heiman og því getur náttúrulega fylgt að brot sem framin eru á heimilinu, þeim fjölgi. Við erum ekki beint búin að sjá það en við erum að fylgjast mjög vel með því, bæði heimilisofbeldi og eins brot gegn börnum og annað slíkt,“ sagði Karl Steinar. „Það eru auðvitað netbrotin sem við erum líka að fylgjast gaumgæfilega með. Fólk er að versla mikið á netinu og gera alla skapaða hluti á netinu heiman frá sér sem það var ekki að gera í sama mæli. Það eru að dúkka upp þúsundir af vefsíðum sem eru að bjóða þér alls kyns varnartæki til að koma í veg fyrir að þú fáir smit. Það er verið að bjóða varning sem er náttúrulega ekkert löggiltur eða neitt slíkt. Þannig að það er ýmislegt sem er í boði núna sem var ekki í boði.“ Klippa: Bítið - Karl Steinar Valsson Skyndineysla á djamminu lögst af Greint var frá því í Fréttablaðinu í morgun að kókaín væri á þrotum í landinu þar sem innflutningur á ólöglegum fíkniefnum hafi nær stöðvast, samfara snarfækkun í fólksflutningum til landsins. Karl Steinar kvað fíkniefnaþáttinn grundvallaratriði í skipulagðri brotastarfsemi. Þar væru mestu fjármunirnir og þegar skortur blasti við væru menn fljótir að hefja framleiðslu á efnunum sjálfir. „Og það er kannski það sem menn tala um að muni líklega gerast varðandi fíkniefnaþáttinn. Ef það er tímabundinn skortur á kókaíni þá framleiða menn amfetamín í staðinn. Það er auðvitað það sem við höfum verið að sjá mjög mikið,“ sagði Karl Steinar. „Brotahóparnir finna sér leiðir. Þetta er tímabundið ástand hjá þeim að geta ekki flutt efni með einhverjum hætti í litlum mæli með flugi. En það eru auðvitað siglingar áfram til Íslands. […] En það má heldur ekki horfa fram hjá því að hluti af neyslunni hefur verið að eiga sér stað, svona skyndineysla sem er að eiga sér stað á skemmtistöðum um helgar, og tengt því. En nú er það að mestu leyti að leggjast af, þannig að eftirspurnin hlýtur að breytast með einhverjum hætti, þó að ég treysti mér ekki hér og nú að segja hvernig.“ Fíkn Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sjö í sömu fjölskyldu smituð þar af hjartveik kona og níu mánaða barn Óhætt er að segja að kórónuveiran hafi komið með látum inn í líf reykvískrar fjölskyldu á dögunum þegar sjö fjölskyldumeðlimir reyndust sýktir af veirunni. Þar á meðal er níu mánaða gamalt barn, ein barnshafandi, hjartveik kona og astmasjúklingur. 26. mars 2020 10:00 Fresta álagningu vanrækslugjalda vegna skoðunar ökutækja um mánuð Álagningu vanrækslugjalds þann 1. apríl vegna skoðunar ökutækja verður frestað um einn mánuð til 1. maí vegna COVID-19 faraldursins. 26. mars 2020 09:02 Taugatrekkjandi þeysireið læknanema yfir lokuð landamæri lauk í sóttkví heima á Íslandi Á fimmta tug íslenskra læknanema í Slóvakíu er líklega enn að ná sér niður eftir stressandi ferðalag yfir lokuð landamæri til að ná flugi heim til Íslands aðfaranótt þriðjudags 26. mars 2020 07:30 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Lögregla vaktar sérstaklega brot inni á heimilum og netglæpi í samkomubanninu sem nú stendur yfir vegna faraldurs kórónuveiru. Þá sér lögregla fram á aukna innlenda framleiðslu ólöglegra efna á meðan innflutningur þeirra liggur niðri. Þetta kom fram í máli Karls Steinars Valssonar, yfirlögregluþjóns hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í umræðuþættinum Bítinu á Bylgjunni, Stöð 2 og Vísi í morgun. Samkomubann tók gildi hér á landi mánudaginn 16. mars og reglur um það voru hertar nú í vikunni. Þannig mega ekki fleiri en 20 nú koma saman á landinu öllu. Þá hefur fyrirtækjum víða verið lokað og fólk vinnur mikið heima. Ólöglegur veiruvarningur dúkkar upp á netinu Karl Steinar sagði að enn væri of snemmt til að segja til um hvort orðið hefðu miklar breytingar á brotastarfsemi og störfum lögreglu í samkomubanninu. Vissulega hefði hægt á ákveðnum málum sem tengjast umferðinni, og þá mætti búast við að innbrotum fjölgi í fyrirtæki, auk þess sem brot innan heimilisins og á netinu væru sérstaklega vöktuð. „Það eru mjög margir að vinna að heiman og því getur náttúrulega fylgt að brot sem framin eru á heimilinu, þeim fjölgi. Við erum ekki beint búin að sjá það en við erum að fylgjast mjög vel með því, bæði heimilisofbeldi og eins brot gegn börnum og annað slíkt,“ sagði Karl Steinar. „Það eru auðvitað netbrotin sem við erum líka að fylgjast gaumgæfilega með. Fólk er að versla mikið á netinu og gera alla skapaða hluti á netinu heiman frá sér sem það var ekki að gera í sama mæli. Það eru að dúkka upp þúsundir af vefsíðum sem eru að bjóða þér alls kyns varnartæki til að koma í veg fyrir að þú fáir smit. Það er verið að bjóða varning sem er náttúrulega ekkert löggiltur eða neitt slíkt. Þannig að það er ýmislegt sem er í boði núna sem var ekki í boði.“ Klippa: Bítið - Karl Steinar Valsson Skyndineysla á djamminu lögst af Greint var frá því í Fréttablaðinu í morgun að kókaín væri á þrotum í landinu þar sem innflutningur á ólöglegum fíkniefnum hafi nær stöðvast, samfara snarfækkun í fólksflutningum til landsins. Karl Steinar kvað fíkniefnaþáttinn grundvallaratriði í skipulagðri brotastarfsemi. Þar væru mestu fjármunirnir og þegar skortur blasti við væru menn fljótir að hefja framleiðslu á efnunum sjálfir. „Og það er kannski það sem menn tala um að muni líklega gerast varðandi fíkniefnaþáttinn. Ef það er tímabundinn skortur á kókaíni þá framleiða menn amfetamín í staðinn. Það er auðvitað það sem við höfum verið að sjá mjög mikið,“ sagði Karl Steinar. „Brotahóparnir finna sér leiðir. Þetta er tímabundið ástand hjá þeim að geta ekki flutt efni með einhverjum hætti í litlum mæli með flugi. En það eru auðvitað siglingar áfram til Íslands. […] En það má heldur ekki horfa fram hjá því að hluti af neyslunni hefur verið að eiga sér stað, svona skyndineysla sem er að eiga sér stað á skemmtistöðum um helgar, og tengt því. En nú er það að mestu leyti að leggjast af, þannig að eftirspurnin hlýtur að breytast með einhverjum hætti, þó að ég treysti mér ekki hér og nú að segja hvernig.“
Fíkn Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sjö í sömu fjölskyldu smituð þar af hjartveik kona og níu mánaða barn Óhætt er að segja að kórónuveiran hafi komið með látum inn í líf reykvískrar fjölskyldu á dögunum þegar sjö fjölskyldumeðlimir reyndust sýktir af veirunni. Þar á meðal er níu mánaða gamalt barn, ein barnshafandi, hjartveik kona og astmasjúklingur. 26. mars 2020 10:00 Fresta álagningu vanrækslugjalda vegna skoðunar ökutækja um mánuð Álagningu vanrækslugjalds þann 1. apríl vegna skoðunar ökutækja verður frestað um einn mánuð til 1. maí vegna COVID-19 faraldursins. 26. mars 2020 09:02 Taugatrekkjandi þeysireið læknanema yfir lokuð landamæri lauk í sóttkví heima á Íslandi Á fimmta tug íslenskra læknanema í Slóvakíu er líklega enn að ná sér niður eftir stressandi ferðalag yfir lokuð landamæri til að ná flugi heim til Íslands aðfaranótt þriðjudags 26. mars 2020 07:30 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Sjö í sömu fjölskyldu smituð þar af hjartveik kona og níu mánaða barn Óhætt er að segja að kórónuveiran hafi komið með látum inn í líf reykvískrar fjölskyldu á dögunum þegar sjö fjölskyldumeðlimir reyndust sýktir af veirunni. Þar á meðal er níu mánaða gamalt barn, ein barnshafandi, hjartveik kona og astmasjúklingur. 26. mars 2020 10:00
Fresta álagningu vanrækslugjalda vegna skoðunar ökutækja um mánuð Álagningu vanrækslugjalds þann 1. apríl vegna skoðunar ökutækja verður frestað um einn mánuð til 1. maí vegna COVID-19 faraldursins. 26. mars 2020 09:02
Taugatrekkjandi þeysireið læknanema yfir lokuð landamæri lauk í sóttkví heima á Íslandi Á fimmta tug íslenskra læknanema í Slóvakíu er líklega enn að ná sér niður eftir stressandi ferðalag yfir lokuð landamæri til að ná flugi heim til Íslands aðfaranótt þriðjudags 26. mars 2020 07:30