Álag á líkamann: Hvernig er vinnuaðstaðan heima hjá þér? Rakel Sveinsdóttir skrifar 27. mars 2020 07:00 Sara Lind Brynjólfsdóttir segir að slæm vinnuaðstaða og streita geti gert fólk útsettari fyrir því að gömul og ný vandamál taki sig upp í líkamanum. Vísir/Vilhelm Sara Lind Brynjólfsdóttir segir mikilvægt að fólk hugi vel að vinnuaðstöðunni heima nú þegar svo margir vinna í fjarvinnu. „Sérstaklega núna þegar við vitum ekki hversu langan tíma við þurfum að vinna heima,“ segir Sara Lind. Að hennar sögn geta gömul og ný vandamál sprottið upp ef ekki er hugað nægilega vel að vinnuaðstöðunni, ekki síst nú þegar mikil streita er í umhverfinu vegna kórónuveirunnar. Hvoru tveggja, vinnuaðstaðan og streitan, getur gert okkur útsettari fyrir vandamálum eins og verkjum í hálsi, höfði, herðum, mjóbaki og mjöðmum“ segir Sara Lind og bætir við „Þetta er hægara sagt en gert því það eru ekki allir með sérstaka aðstöðu til að vinna við, eldhúsborð kannski ekki í ákjósanlegri hæð og fleira.“ Líkamsbeitingin: Fimm mikilvæg atriði Sara Lind er með MPH próf í lýðheilsuvísindum frá HÍ, B.Sc. próf í sjúkraþjálfun frá HÍ og er stofnandi Netsjúkraþjálfunar. Sara starfar líka í forvarnarteymi VIRK. Að sögn Söru Lindar er mikilvægast að fólk vinni ekki upp í sófa eða upp í rúmi enda sé fólk fljótt að átta sig á því að það er verulega þreytandi til lengdar og ekki til þess fallið að gera líkamanum gott. Hér eru nokkur góð ráð fyrir fólk í fjarvinnu sem Sara Lind leiðir okkur í gegnum. 1. Vinnuaðstaðan Koma sér fyrir eins góðri vinnuaðstöðu og hægt er miðað við aðstæður hvers og eins. 2. Borðið Sitja við skrifborð eða eldhúsborð. 3. Tölvuskjárinn Stilla tölvuskjá: Efri brúnin á tölvuskjá á að vera í beinni sjónlínu þegar að við horfum á tölvuskjáinn. Einfalt ráð til þess er að setja bækur undir fartölvuna eða tölvuskjáinn þannig að hann verði í réttri hæð. „Þetta atriði skiptir máli því það hjálpar okkur að þurfa ekki stöðugt að vera að huga að því hvernig líkamsstaðan okkar er og gerir það að verkum að við erum líklegri til að ná að halda góðri stöðu við tölvuna“ segir Sara Lind. 4. Að forðast að stífna í hálsi og herðum Gott er að miða við að það sé meira en 90 gráðu horn á olnbogum. Það er hugsað til að forðast það að stífna upp í hálsi og herðum. Einnig er mælt með að hafa stuðning undir olnboga. 5. Setstaðan Setstaðan er sérstaklega mikilvæg og í myndbandinu sem sjá má hér að neðan eru frekari leiðbeiningar. Í setstöðunni þurfum við meðal annars að huga að eftirfarandi atriðum. Mynda 90 gráðu horn við mjöðm til að forðast það að detta í kryppu í mjóbakinu Sitja vel upp á setbeinum og toga jafnvel rasskinnarnar aðeins aftur til að ná því Hafa fótfestu á gólfi eða á fótskemli og forðast að krossleggja fætur Virkja kviðinn og opna brjóstkassann til að forðast að mjóbakið leiti í fettu Mikilvægt er þó að ná að slaka í ofangreindum stöðum, sem er mikilvægara en að ná að halda hinni fullkomnu stöðu,“ segir Sara Lind. Fólk þarf líka að passa vel upp á að standa upp á 30 mínútna fresti segir Sara Lind „og þá er góð regla að leiðrétta alltaf stöðuna þegar sest er aftur við tölvuna,“ bætir hún við. Klippa: Svona á setustaðan að vera Sara Lind bendir einnig á að ýmiss góð ráð fyrir stoðkerfisvandamál má finna á vefsíðunni velvirk.is. Heilsa Fjarvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Góðu ráðin Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Sara Lind Brynjólfsdóttir segir mikilvægt að fólk hugi vel að vinnuaðstöðunni heima nú þegar svo margir vinna í fjarvinnu. „Sérstaklega núna þegar við vitum ekki hversu langan tíma við þurfum að vinna heima,“ segir Sara Lind. Að hennar sögn geta gömul og ný vandamál sprottið upp ef ekki er hugað nægilega vel að vinnuaðstöðunni, ekki síst nú þegar mikil streita er í umhverfinu vegna kórónuveirunnar. Hvoru tveggja, vinnuaðstaðan og streitan, getur gert okkur útsettari fyrir vandamálum eins og verkjum í hálsi, höfði, herðum, mjóbaki og mjöðmum“ segir Sara Lind og bætir við „Þetta er hægara sagt en gert því það eru ekki allir með sérstaka aðstöðu til að vinna við, eldhúsborð kannski ekki í ákjósanlegri hæð og fleira.“ Líkamsbeitingin: Fimm mikilvæg atriði Sara Lind er með MPH próf í lýðheilsuvísindum frá HÍ, B.Sc. próf í sjúkraþjálfun frá HÍ og er stofnandi Netsjúkraþjálfunar. Sara starfar líka í forvarnarteymi VIRK. Að sögn Söru Lindar er mikilvægast að fólk vinni ekki upp í sófa eða upp í rúmi enda sé fólk fljótt að átta sig á því að það er verulega þreytandi til lengdar og ekki til þess fallið að gera líkamanum gott. Hér eru nokkur góð ráð fyrir fólk í fjarvinnu sem Sara Lind leiðir okkur í gegnum. 1. Vinnuaðstaðan Koma sér fyrir eins góðri vinnuaðstöðu og hægt er miðað við aðstæður hvers og eins. 2. Borðið Sitja við skrifborð eða eldhúsborð. 3. Tölvuskjárinn Stilla tölvuskjá: Efri brúnin á tölvuskjá á að vera í beinni sjónlínu þegar að við horfum á tölvuskjáinn. Einfalt ráð til þess er að setja bækur undir fartölvuna eða tölvuskjáinn þannig að hann verði í réttri hæð. „Þetta atriði skiptir máli því það hjálpar okkur að þurfa ekki stöðugt að vera að huga að því hvernig líkamsstaðan okkar er og gerir það að verkum að við erum líklegri til að ná að halda góðri stöðu við tölvuna“ segir Sara Lind. 4. Að forðast að stífna í hálsi og herðum Gott er að miða við að það sé meira en 90 gráðu horn á olnbogum. Það er hugsað til að forðast það að stífna upp í hálsi og herðum. Einnig er mælt með að hafa stuðning undir olnboga. 5. Setstaðan Setstaðan er sérstaklega mikilvæg og í myndbandinu sem sjá má hér að neðan eru frekari leiðbeiningar. Í setstöðunni þurfum við meðal annars að huga að eftirfarandi atriðum. Mynda 90 gráðu horn við mjöðm til að forðast það að detta í kryppu í mjóbakinu Sitja vel upp á setbeinum og toga jafnvel rasskinnarnar aðeins aftur til að ná því Hafa fótfestu á gólfi eða á fótskemli og forðast að krossleggja fætur Virkja kviðinn og opna brjóstkassann til að forðast að mjóbakið leiti í fettu Mikilvægt er þó að ná að slaka í ofangreindum stöðum, sem er mikilvægara en að ná að halda hinni fullkomnu stöðu,“ segir Sara Lind. Fólk þarf líka að passa vel upp á að standa upp á 30 mínútna fresti segir Sara Lind „og þá er góð regla að leiðrétta alltaf stöðuna þegar sest er aftur við tölvuna,“ bætir hún við. Klippa: Svona á setustaðan að vera Sara Lind bendir einnig á að ýmiss góð ráð fyrir stoðkerfisvandamál má finna á vefsíðunni velvirk.is.
Heilsa Fjarvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Góðu ráðin Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira