Reiknað með allt að sjö prósenta atvinnuleysi á þessu ári Heimir Már Pétursson skrifar 25. mars 2020 18:30 Í sviðsmyndum sem Seðlabankinn birti í dag er gert ráð fyrir að atvinnuleysi geti orðið allt að sjö prósent á þessu ári. Gengið er út frá því að ferðamenn verði allt að 90 prósent færri það sem eftir lifir árs en á sama tímabili í fyrra. Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans segir að staða og horfur í efnahagsmálum hafi breyst mikið á undraskömmum tíma. „Þessi farsótt er að valda því að það er að verða verulegur samdráttur í heimsbúskapnum. Bæði farsóttin og aðgerðir stjórnvalda til að hemja hana hafa valdið því að framleiðslukeðjur víða um heim eru í uppnámi og dregið hefur úr framleiðslugetu og framboði á vöru og þjónustu,“ sagði Þórarinn þegar hann fór yfir stöðu mála á kynningarfundi í dag. Þá hafi líka dregið verulega úr eftirspurn á heimsvísu. Þótt ekki standi til að birta þjóðhags- og verðbólguspá Seðlabankas fyrr en í maí setur bankinn fram tvær sviðsmyndir þar sem reynt er að leggja mat á mögulega framvindu miðað við ákveðnar forsendur. Þar er stuðst við þjóðhagslíkan bankans með ákveðnum forsendum sem megi rekja til afleiðinga farsóttarinnar. Í báðum sviðsmyndum er gert ráð fyrir að ferðamönnum fækki um 90 prósent á næstu mánuðum samanborið við árið í fyrra. Atvinnuleysi gæti orðið allt að 7 prósent á þessu ári miðað við dekkri sviðsmynd Seðlabankans.Grafík: Seðlabanki Íslands Í grunnspá peningastefnunefndar fyrir þetta ár var reiknað með að atvinnuleysi yrði 4,2 prósent á þessu ári. Í mildari sviðsmynd Seðlabankans frá í dag er hins vegar búist við aðþað verði 5,7 prósent og í þeirri dekkri að atvinnuleysið fari upp í 7 prósent. En til samanburðar varð atvinnuleysi hér á landi eftir hrun mest rúmlega 9 prósent. Einkaneysla dregst mikið saman á þessu ári samkvæmt samkvæmt sviðsmyndum Seðlabankans. Seðlabankastjóri segir fjármuni hins vegar ekki hverfa og segja megi að neyslunni hafi verið frestað.Grafík: Seðlabanki Íslands. Í grunnspá bankans ríkti bjartsýni um vöxt einkaneyslu á þessu ári og því spáð að hún yrði 2,4 prósent. Í mildari sviðsmyndinni er hins vegar gert ráð fyrir að hún dragist saman um 1,1 prósent og 3,8 prósent í þeirri dekkri. Ef það yrði raunin myndi einkaneysla dragast saman um 6,2 prósentur frrá árinu 2019. Allar væntingar um lítilsháttar hagvöxt á þessu ári eru brostnar og líklegt talið að hann geti orið neikvæður upp 4,8 prósent.Grafík: Seðlabanki Íslands. Allar væntingar um hagvöxt á þessu ári eru líka foknar út í veður og vind. Miðað við sögulega mikinn hagvöxt á undanförnum árum var reiknað með hóflegum hagvexti upp á 0,8 prósent á þessu ári í grunnspá Seðlabankans. En í mildari sviðsmynd bankans nú verður hagvöxtur í fyrsta skipti í mörg ár neikvæður um 2,4 prósent en 4,8 prósent í dekkri myndinni, sem yrði gífurlega mikill umsnúningur frá frá fyrra ári eða upp á 5,5 prósentur. Það ríkir aftur á móti bjartsýni í Seðlabankanum varðandi þróun verðbólgunnar og er það meðal annars skýrt með áhrifum aðgerða stjórnvalda, mikilli lækkun olíuverðs á heimsmarkaði og minni eftirspurn eftir vöru og þjónustu. Verðbólgu horfur hafa batnað ef eitthvað er frá því sem gengið var útfrá í grunnspá peningastefnunefndar Seðlabankans í febrúar.Grafík: Seðlabanki Íslands. Í mildari sviðsmynd Seðlabankans er reiknað með að verðbólga verði 1,5 prósent á þessu ári, eða o,4 prósentum minni en spáð var í grunnspá bankans. Í dekkri sviðsmyndinni er svo reiknað með að verðbólgan verði heldur lægri, eða 1,4 prósent. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri ítrekaði á kynningarfundinum í dag að þessar sviðsmyndir væru aðeins tilraun til að reyna að átta sig á horfum í efnahagsmálum. Ekki væri um að ræða þjóðhagsspá sem eiins og áður sagði verður ekki lögð fram fyrr en í maí. Ásgeir segir að þá verði búið að reikna allar aðgerðir stjórnvalda og bankans inn í spána sem ætti að gefa raunhæfari mynd af stöðu mála. Seðlabankinn Vinnumarkaður Efnahagsmál Tengdar fréttir Seðlabankinn bakkar ríkissjóð upp til að tryggja hag fyrirtækja og heimila Seðlabankinn ætlar að kaupa ríkisskuldabréf fyrir allt að 150 milljarða á þessu ári til að tryggja greiðslugetu ríkissjóðs. Þetta er í fyrsta skipti sem bankinn kaupir ríkisskuldabréf og er aðgerðinni ætlað að byggja undir stefnu bankans í vaxtamálum þannig að heimili og fyrirtæki hafi til lengri tíma aðgang að lágum vaxtakjörum. 25. mars 2020 12:14 Svona var blaðamannafundur Seðlabankans um horfur í efnahagsmálum 25. mars 2020 09:30 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Í sviðsmyndum sem Seðlabankinn birti í dag er gert ráð fyrir að atvinnuleysi geti orðið allt að sjö prósent á þessu ári. Gengið er út frá því að ferðamenn verði allt að 90 prósent færri það sem eftir lifir árs en á sama tímabili í fyrra. Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans segir að staða og horfur í efnahagsmálum hafi breyst mikið á undraskömmum tíma. „Þessi farsótt er að valda því að það er að verða verulegur samdráttur í heimsbúskapnum. Bæði farsóttin og aðgerðir stjórnvalda til að hemja hana hafa valdið því að framleiðslukeðjur víða um heim eru í uppnámi og dregið hefur úr framleiðslugetu og framboði á vöru og þjónustu,“ sagði Þórarinn þegar hann fór yfir stöðu mála á kynningarfundi í dag. Þá hafi líka dregið verulega úr eftirspurn á heimsvísu. Þótt ekki standi til að birta þjóðhags- og verðbólguspá Seðlabankas fyrr en í maí setur bankinn fram tvær sviðsmyndir þar sem reynt er að leggja mat á mögulega framvindu miðað við ákveðnar forsendur. Þar er stuðst við þjóðhagslíkan bankans með ákveðnum forsendum sem megi rekja til afleiðinga farsóttarinnar. Í báðum sviðsmyndum er gert ráð fyrir að ferðamönnum fækki um 90 prósent á næstu mánuðum samanborið við árið í fyrra. Atvinnuleysi gæti orðið allt að 7 prósent á þessu ári miðað við dekkri sviðsmynd Seðlabankans.Grafík: Seðlabanki Íslands Í grunnspá peningastefnunefndar fyrir þetta ár var reiknað með að atvinnuleysi yrði 4,2 prósent á þessu ári. Í mildari sviðsmynd Seðlabankans frá í dag er hins vegar búist við aðþað verði 5,7 prósent og í þeirri dekkri að atvinnuleysið fari upp í 7 prósent. En til samanburðar varð atvinnuleysi hér á landi eftir hrun mest rúmlega 9 prósent. Einkaneysla dregst mikið saman á þessu ári samkvæmt samkvæmt sviðsmyndum Seðlabankans. Seðlabankastjóri segir fjármuni hins vegar ekki hverfa og segja megi að neyslunni hafi verið frestað.Grafík: Seðlabanki Íslands. Í grunnspá bankans ríkti bjartsýni um vöxt einkaneyslu á þessu ári og því spáð að hún yrði 2,4 prósent. Í mildari sviðsmyndinni er hins vegar gert ráð fyrir að hún dragist saman um 1,1 prósent og 3,8 prósent í þeirri dekkri. Ef það yrði raunin myndi einkaneysla dragast saman um 6,2 prósentur frrá árinu 2019. Allar væntingar um lítilsháttar hagvöxt á þessu ári eru brostnar og líklegt talið að hann geti orið neikvæður upp 4,8 prósent.Grafík: Seðlabanki Íslands. Allar væntingar um hagvöxt á þessu ári eru líka foknar út í veður og vind. Miðað við sögulega mikinn hagvöxt á undanförnum árum var reiknað með hóflegum hagvexti upp á 0,8 prósent á þessu ári í grunnspá Seðlabankans. En í mildari sviðsmynd bankans nú verður hagvöxtur í fyrsta skipti í mörg ár neikvæður um 2,4 prósent en 4,8 prósent í dekkri myndinni, sem yrði gífurlega mikill umsnúningur frá frá fyrra ári eða upp á 5,5 prósentur. Það ríkir aftur á móti bjartsýni í Seðlabankanum varðandi þróun verðbólgunnar og er það meðal annars skýrt með áhrifum aðgerða stjórnvalda, mikilli lækkun olíuverðs á heimsmarkaði og minni eftirspurn eftir vöru og þjónustu. Verðbólgu horfur hafa batnað ef eitthvað er frá því sem gengið var útfrá í grunnspá peningastefnunefndar Seðlabankans í febrúar.Grafík: Seðlabanki Íslands. Í mildari sviðsmynd Seðlabankans er reiknað með að verðbólga verði 1,5 prósent á þessu ári, eða o,4 prósentum minni en spáð var í grunnspá bankans. Í dekkri sviðsmyndinni er svo reiknað með að verðbólgan verði heldur lægri, eða 1,4 prósent. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri ítrekaði á kynningarfundinum í dag að þessar sviðsmyndir væru aðeins tilraun til að reyna að átta sig á horfum í efnahagsmálum. Ekki væri um að ræða þjóðhagsspá sem eiins og áður sagði verður ekki lögð fram fyrr en í maí. Ásgeir segir að þá verði búið að reikna allar aðgerðir stjórnvalda og bankans inn í spána sem ætti að gefa raunhæfari mynd af stöðu mála.
Seðlabankinn Vinnumarkaður Efnahagsmál Tengdar fréttir Seðlabankinn bakkar ríkissjóð upp til að tryggja hag fyrirtækja og heimila Seðlabankinn ætlar að kaupa ríkisskuldabréf fyrir allt að 150 milljarða á þessu ári til að tryggja greiðslugetu ríkissjóðs. Þetta er í fyrsta skipti sem bankinn kaupir ríkisskuldabréf og er aðgerðinni ætlað að byggja undir stefnu bankans í vaxtamálum þannig að heimili og fyrirtæki hafi til lengri tíma aðgang að lágum vaxtakjörum. 25. mars 2020 12:14 Svona var blaðamannafundur Seðlabankans um horfur í efnahagsmálum 25. mars 2020 09:30 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Seðlabankinn bakkar ríkissjóð upp til að tryggja hag fyrirtækja og heimila Seðlabankinn ætlar að kaupa ríkisskuldabréf fyrir allt að 150 milljarða á þessu ári til að tryggja greiðslugetu ríkissjóðs. Þetta er í fyrsta skipti sem bankinn kaupir ríkisskuldabréf og er aðgerðinni ætlað að byggja undir stefnu bankans í vaxtamálum þannig að heimili og fyrirtæki hafi til lengri tíma aðgang að lágum vaxtakjörum. 25. mars 2020 12:14