Stöðumælaverðir láta kórónuveiru ekki stoppa sig Jakob Bjarnar skrifar 25. mars 2020 15:31 Þó nú sé nóg af stæðum, Reykjavík er orðin hálfgerð draugaborg í kjölfar útbreiðslu kórónuveirunnar, þá halda stöðumælaverðir ótrauðir sínu striki. visir/jakob Þjóðin er lögst í híði vegna kórónuveirunnar, varla er maður á stjái en ein er þó sú stétt sem lætur ástandið ekki trufla sig: Stöðumælaverðir. Margur maðurinn furðar sig á því hversu ötullega þeir ganga fram í ljósi aðstæðna. Einn viðmælandi Vísis sagðist hafa lagt bíl sínum við Skólavörðustíg milli klukkan fimm og sex í gær. Fyrir utan heimili sitt. Hann sagðist bara ekki hafa látið sér til hugar koma að stöðumælaverðir væru á vappi við þessar aðstæður, nóg af stæðum og varla kráka á kreiki. En, seinna um kvöldið, þegar hann þurfti að bregða sér af bæ var sektarmiði undir rúðuþurrkunni. Allt í fullum gangi hjá Bílastæðasjóði Albert Heimisson er deildarstjóri hjá Bílastæðasjóði. Hann segir starfsemina óbreytta frá því sem verið hefur og allt í fullum gangi. Enginn stöðumælavörður er í sóttkví en þeir eru alls 16. „Allt óbreytt hjá okkur. Það er náttúrlega minna um bíla þannig að ekki er eins mikið að gera eins og áður. En, við höldum okkar striki þar til annað verður ákveðið.“ Sölvi Snær hefur fylgst með stöðumælavörðum undanfarna daga og segir þá ekki slá slöku við. Nú er ekki mikill skortur á stæðum. Megintilgangurinn með rekstri sjóðsins er að stýra nýtingu bílastæða í því skyni að útvega gestum og viðskiptavinum vel staðsett skammtímastæði þar sem nauðsyn krefur, segir um tilgang sjóðsins á heimasíðu Bílastæðasjóðs. Sem fer jafnframt með eftirlit með bifreiðastöðum í því skyni að greiða fyrir umferð gangandi jafnt sem akandi vegfarenda. Hefur ekkert komið til tals að breyta um stefnu í ljósi aðstæðna? „Ekki okkar að ákveða það. Það eru væntanlega borgaryfirvöld sem ákveða hvaða starfsemi er lögð niður og þess háttar. Við tökum ekki ákvörðun um það einir og sér,“ segir Albert. Þar halda þeir sínu striki þar til annað kemur í ljós. Allir eiga að vera heima, líka stöðumælaverðir Ýmsir borgarbúar furða sig hins vegar á þessu. Sölvi Snær Magnússon sölustjóri er einn þeirra en hann hefur fylgst með vöskum stöðumælavörðum að undanförnu. Hann segir háðslega á Facebooksíðu sinni: „Það er trausvekjandi að sjá þegar barist er fyrir hverri krónu hjá smáum sem stórum fyrirtækjum í miðborginni að borgin standi vaktina af fullum þunga og bílastæðaverðir sekti eins og enginn sé morgundagurinn.“ Sigurveig Káradóttir Miðborgarbúi og matgæðingur með meiru spyr á sinni Facebook-síðu hvort ekki sé bara í lagi að gefa stöðumælavörðum frí? Nóg sé af lausum stæðum og varla ráðlegt að nota greiðsluvélar. „Fólk hefur um margt annað að hugsa á þessum tímum. Nú á þetta ekki að vera ætla sem tekjulind, stöðumælasektir heldur til að losa fyrr um stæði og slíkt.“ Petrína Sæunn Úlfarsdóttir leggur orð í belg á síðu Sigurveigar og segir: „Nú eiga bara ALLIR að vera heima, líka stöðumælaverðir.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Stjórnsýsla Bílar Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Þjóðin er lögst í híði vegna kórónuveirunnar, varla er maður á stjái en ein er þó sú stétt sem lætur ástandið ekki trufla sig: Stöðumælaverðir. Margur maðurinn furðar sig á því hversu ötullega þeir ganga fram í ljósi aðstæðna. Einn viðmælandi Vísis sagðist hafa lagt bíl sínum við Skólavörðustíg milli klukkan fimm og sex í gær. Fyrir utan heimili sitt. Hann sagðist bara ekki hafa látið sér til hugar koma að stöðumælaverðir væru á vappi við þessar aðstæður, nóg af stæðum og varla kráka á kreiki. En, seinna um kvöldið, þegar hann þurfti að bregða sér af bæ var sektarmiði undir rúðuþurrkunni. Allt í fullum gangi hjá Bílastæðasjóði Albert Heimisson er deildarstjóri hjá Bílastæðasjóði. Hann segir starfsemina óbreytta frá því sem verið hefur og allt í fullum gangi. Enginn stöðumælavörður er í sóttkví en þeir eru alls 16. „Allt óbreytt hjá okkur. Það er náttúrlega minna um bíla þannig að ekki er eins mikið að gera eins og áður. En, við höldum okkar striki þar til annað verður ákveðið.“ Sölvi Snær hefur fylgst með stöðumælavörðum undanfarna daga og segir þá ekki slá slöku við. Nú er ekki mikill skortur á stæðum. Megintilgangurinn með rekstri sjóðsins er að stýra nýtingu bílastæða í því skyni að útvega gestum og viðskiptavinum vel staðsett skammtímastæði þar sem nauðsyn krefur, segir um tilgang sjóðsins á heimasíðu Bílastæðasjóðs. Sem fer jafnframt með eftirlit með bifreiðastöðum í því skyni að greiða fyrir umferð gangandi jafnt sem akandi vegfarenda. Hefur ekkert komið til tals að breyta um stefnu í ljósi aðstæðna? „Ekki okkar að ákveða það. Það eru væntanlega borgaryfirvöld sem ákveða hvaða starfsemi er lögð niður og þess háttar. Við tökum ekki ákvörðun um það einir og sér,“ segir Albert. Þar halda þeir sínu striki þar til annað kemur í ljós. Allir eiga að vera heima, líka stöðumælaverðir Ýmsir borgarbúar furða sig hins vegar á þessu. Sölvi Snær Magnússon sölustjóri er einn þeirra en hann hefur fylgst með vöskum stöðumælavörðum að undanförnu. Hann segir háðslega á Facebooksíðu sinni: „Það er trausvekjandi að sjá þegar barist er fyrir hverri krónu hjá smáum sem stórum fyrirtækjum í miðborginni að borgin standi vaktina af fullum þunga og bílastæðaverðir sekti eins og enginn sé morgundagurinn.“ Sigurveig Káradóttir Miðborgarbúi og matgæðingur með meiru spyr á sinni Facebook-síðu hvort ekki sé bara í lagi að gefa stöðumælavörðum frí? Nóg sé af lausum stæðum og varla ráðlegt að nota greiðsluvélar. „Fólk hefur um margt annað að hugsa á þessum tímum. Nú á þetta ekki að vera ætla sem tekjulind, stöðumælasektir heldur til að losa fyrr um stæði og slíkt.“ Petrína Sæunn Úlfarsdóttir leggur orð í belg á síðu Sigurveigar og segir: „Nú eiga bara ALLIR að vera heima, líka stöðumælaverðir.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Stjórnsýsla Bílar Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira