Neuer argur vegna leka hjá Bayern Sindri Sverrisson skrifar 19. apríl 2020 13:00 Manuel Neuer á æfingu hjá Bayern 6. apríl. Þjóðverjar gera sér vonir um að geta hafið keppni í þýsku 1. deildinni að nýju í maí þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn. VÍSIR/EPA Manuel Neuer, hinn 34 ára gamli markvörður og fyrirliði Bayern München, á í viðræðum við félagið um nýjan samning og kveðst pirraður yfir því að verið sé að leka upplýsingum um viðræðurnar í fjölmiðla. „Það hefur aldrei neinu verið lekið í öllum viðræðum sem ég hef átt við félagið á tíma mínum hérna. En núna eru sífellt að birtast í fjölmiðlum atriði úr viðræðum okkar, sem oft eru ekki sannleikanum samkvæmt. Þetta angrar mig. Þetta er ekki eitthvað sem ég hef átt að venjast hjá Bayern,“ sagði Neuer við Bild. Neuer vill halda kyrru fyrir hjá Bayern en ekki hefur enn náðst samkomulag. Samkvæmt Bild vill Neuer fimm ára samning sem myndi færa honum 20 milljónir evra á ári í laun. Thomas Kroth, umboðsmaður hans, neitar því og sagði að ekki yrðu gerðar kröfur sem myndu koma félaginu illa í kórónuveirukrísunni. Fari svo að Neuer skrifi ekki undir nýjan samning við Bayern er talið að hann gæti verið í sigti félaga í ensku úrvalsdeildinni. Þrátt fyrir að hlé sé á þýsku 1. deildinni vegna kórónuveirunnar og mikil óvissa ríkt síðustu vikur þá hefur Bayern gert nýja samninga við Thomas Müller og þjálfarann Hansi Flick, sem gilda til ársins 2023. Bayern fær nýjan markvörð í sumar þegar hinn ungi Alexander Nuebel kemur frá Schalke. Nuebel, sem er 23 ára, hefur samkvæmt fjölmiðlum verið lofað að spila að minnsta kosti 10 leiki á tímabili. Neuer vill þó ekki meina að stöðu hans sem aðalmarkvarðar sé ógnað. „Svo lengi sem að ég stend mig þá spila ég. Það er það sem ég geng út frá,“ sagði Neuer við Bild. Þýski boltinn Tengdar fréttir Fékk háa sekt fyrir að mæta á röngum bíl á æfingu Kingsley Coman þurfti að biðjast afsökunar og greiða 50.000 evru sekt, tæplega 8 milljónir króna, fyrir að mæta á röngum bíl á æfingu Bayern München. 18. apríl 2020 11:30 Bayern hefur æfingar í dag Leikmenn Bayern Munich snúa aftur til æfinga í dag, þó aðeins í fámennum hópum. Er þetta í samræmi við þau viðmið sem þýska knattspyrnusambandið setti en lið máttu byrja æfa í gær, sunnudaginn 5. apríl. 6. apríl 2020 07:00 Flick stýrir Bayern til 2023 Hansi Flick hefur skrifað undir framlengingu á samningi sínum við þýska stórveldið Bayern Munchen. Gildir samningur hans nú til ársins 2023. 3. apríl 2020 17:15 Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Golf Fleiri fréttir Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Sjá meira
Manuel Neuer, hinn 34 ára gamli markvörður og fyrirliði Bayern München, á í viðræðum við félagið um nýjan samning og kveðst pirraður yfir því að verið sé að leka upplýsingum um viðræðurnar í fjölmiðla. „Það hefur aldrei neinu verið lekið í öllum viðræðum sem ég hef átt við félagið á tíma mínum hérna. En núna eru sífellt að birtast í fjölmiðlum atriði úr viðræðum okkar, sem oft eru ekki sannleikanum samkvæmt. Þetta angrar mig. Þetta er ekki eitthvað sem ég hef átt að venjast hjá Bayern,“ sagði Neuer við Bild. Neuer vill halda kyrru fyrir hjá Bayern en ekki hefur enn náðst samkomulag. Samkvæmt Bild vill Neuer fimm ára samning sem myndi færa honum 20 milljónir evra á ári í laun. Thomas Kroth, umboðsmaður hans, neitar því og sagði að ekki yrðu gerðar kröfur sem myndu koma félaginu illa í kórónuveirukrísunni. Fari svo að Neuer skrifi ekki undir nýjan samning við Bayern er talið að hann gæti verið í sigti félaga í ensku úrvalsdeildinni. Þrátt fyrir að hlé sé á þýsku 1. deildinni vegna kórónuveirunnar og mikil óvissa ríkt síðustu vikur þá hefur Bayern gert nýja samninga við Thomas Müller og þjálfarann Hansi Flick, sem gilda til ársins 2023. Bayern fær nýjan markvörð í sumar þegar hinn ungi Alexander Nuebel kemur frá Schalke. Nuebel, sem er 23 ára, hefur samkvæmt fjölmiðlum verið lofað að spila að minnsta kosti 10 leiki á tímabili. Neuer vill þó ekki meina að stöðu hans sem aðalmarkvarðar sé ógnað. „Svo lengi sem að ég stend mig þá spila ég. Það er það sem ég geng út frá,“ sagði Neuer við Bild.
Þýski boltinn Tengdar fréttir Fékk háa sekt fyrir að mæta á röngum bíl á æfingu Kingsley Coman þurfti að biðjast afsökunar og greiða 50.000 evru sekt, tæplega 8 milljónir króna, fyrir að mæta á röngum bíl á æfingu Bayern München. 18. apríl 2020 11:30 Bayern hefur æfingar í dag Leikmenn Bayern Munich snúa aftur til æfinga í dag, þó aðeins í fámennum hópum. Er þetta í samræmi við þau viðmið sem þýska knattspyrnusambandið setti en lið máttu byrja æfa í gær, sunnudaginn 5. apríl. 6. apríl 2020 07:00 Flick stýrir Bayern til 2023 Hansi Flick hefur skrifað undir framlengingu á samningi sínum við þýska stórveldið Bayern Munchen. Gildir samningur hans nú til ársins 2023. 3. apríl 2020 17:15 Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Golf Fleiri fréttir Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Sjá meira
Fékk háa sekt fyrir að mæta á röngum bíl á æfingu Kingsley Coman þurfti að biðjast afsökunar og greiða 50.000 evru sekt, tæplega 8 milljónir króna, fyrir að mæta á röngum bíl á æfingu Bayern München. 18. apríl 2020 11:30
Bayern hefur æfingar í dag Leikmenn Bayern Munich snúa aftur til æfinga í dag, þó aðeins í fámennum hópum. Er þetta í samræmi við þau viðmið sem þýska knattspyrnusambandið setti en lið máttu byrja æfa í gær, sunnudaginn 5. apríl. 6. apríl 2020 07:00
Flick stýrir Bayern til 2023 Hansi Flick hefur skrifað undir framlengingu á samningi sínum við þýska stórveldið Bayern Munchen. Gildir samningur hans nú til ársins 2023. 3. apríl 2020 17:15