Fann fyrir smitskömm eftir að hafa farið sýkt út á meðal fólks Nadine Guðrún Yaghi og Eiður Þór Árnason skrifa 24. mars 2020 20:42 Þórey Edda Elísdóttir býr á Hvammstanga en hún og eiginmaður hennar urðu bæði fyrir því óláni að smitast af kórónuveirunni. Vísir Ólympíufarinn Þórey Edda Elísdóttir sem er með COVID-19 segist finna fyrir smitskömm eftir að hafa farið sýkt út á meðal fólks án þess að vita að hún væri smituð. Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að ekki standi til að setja á samgöngubann. Farþegafjöldinn í Herjólfi hafi þó hrunið. Í morgun var fyrsta smitið af völdum kórónuveirunnar staðfest á Austurlandi og nú eru smit komin upp í öllum heilbrigðisumdæmum. 30 eru smitaðir á Suðurnesjum, 74 á Suðurlandi, átta á Norðurlandi eystra, 14 á Norðurlandi vestra, einn á Vestfjörðum og fjórir á Vesturlandi. 41 smit hafa verið staðfest í Vestmannaeyjum og 500 manns eru í sóttkví en afar fáir eru á ferli í Vestmannaeyjum þessa daganna. „Við búumst náttúrulega ekki við því að það hægist mikið á þessu. Við erum núna með einhvern tugi sýna í rannsókn og eigum alveg von á því að fá einhver jákvæð smit staðfest þaðan. Ástæða þess er fyrst og fremst sú að þetta eru aðilar sem eru nánir aðstandendur þeirra sem þegar hafa verið greindir smitaðir,“ sagði Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum. Ekki standi til að setja á útgöngu- eða samgöngubann. „Það hefur eiginlega gerst af sjálfu sér, farþegafjöldinn í Herjólfi hefur náttúrulega alveg hrunið en það er nú samt mikilvægt fyrir okkur Vestmanneyinga að skipið sigli alltaf.“ Fjórtán hafa verið greindir með veiruna í Húnaþingi vestra og eru um 300 manns í sóttkví. Ólympíufarinn Þórey Edda Elísdóttir býr á Hvammstanga en hún og eiginmaður hennar eru smituð. Þau vita ekki hvernig og það kom þeim á óvart. Þórey er Íslandsmethafi í stangarstökki og situr nú í framkvæmdastjórn ÍSÍ. Þórey fann aðallega fyrir líkamlegri þreytu sem hún tengdi við útivist. Maðurinn hennar fékk hita í einn dag í byrjun síðustu viku en varð svo hressari. Hann fékk greiningu á föstudag eftir að sonur þeirra veiktist. Í millitíðinni fór Þórey á meðal fólks. „Í rauninni fékk ég bara smá áfall, því að ég var búin að fara í búð og mér fannst ég hafa brugðist svolítið samfélaginu mínu. Ég hafi kannski mögulega ef ég væri nú með þetta líka smitað einhvern annan og ég upplifði smá smitskömm,“ sagði Þórey í samtali við fréttastofu. Hún voni innilega að hún hafi ekki smitað neinn. Allir íbúar Húnaþings vestra sæta nú tímabundinni úrvinnslusóttkví. „Við erum svosem vön eftir veturinn að vera í einhverju svona skrítnu ástandi. Það er búið að vera mikið óveður hérna, lokaðir skólar og fáir á ferli svolítið oft í vetur en þegar sólin glampar úti þá er þetta svolítið skrítið“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Húnaþing vestra Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Ólympíufarinn Þórey Edda Elísdóttir sem er með COVID-19 segist finna fyrir smitskömm eftir að hafa farið sýkt út á meðal fólks án þess að vita að hún væri smituð. Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að ekki standi til að setja á samgöngubann. Farþegafjöldinn í Herjólfi hafi þó hrunið. Í morgun var fyrsta smitið af völdum kórónuveirunnar staðfest á Austurlandi og nú eru smit komin upp í öllum heilbrigðisumdæmum. 30 eru smitaðir á Suðurnesjum, 74 á Suðurlandi, átta á Norðurlandi eystra, 14 á Norðurlandi vestra, einn á Vestfjörðum og fjórir á Vesturlandi. 41 smit hafa verið staðfest í Vestmannaeyjum og 500 manns eru í sóttkví en afar fáir eru á ferli í Vestmannaeyjum þessa daganna. „Við búumst náttúrulega ekki við því að það hægist mikið á þessu. Við erum núna með einhvern tugi sýna í rannsókn og eigum alveg von á því að fá einhver jákvæð smit staðfest þaðan. Ástæða þess er fyrst og fremst sú að þetta eru aðilar sem eru nánir aðstandendur þeirra sem þegar hafa verið greindir smitaðir,“ sagði Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum. Ekki standi til að setja á útgöngu- eða samgöngubann. „Það hefur eiginlega gerst af sjálfu sér, farþegafjöldinn í Herjólfi hefur náttúrulega alveg hrunið en það er nú samt mikilvægt fyrir okkur Vestmanneyinga að skipið sigli alltaf.“ Fjórtán hafa verið greindir með veiruna í Húnaþingi vestra og eru um 300 manns í sóttkví. Ólympíufarinn Þórey Edda Elísdóttir býr á Hvammstanga en hún og eiginmaður hennar eru smituð. Þau vita ekki hvernig og það kom þeim á óvart. Þórey er Íslandsmethafi í stangarstökki og situr nú í framkvæmdastjórn ÍSÍ. Þórey fann aðallega fyrir líkamlegri þreytu sem hún tengdi við útivist. Maðurinn hennar fékk hita í einn dag í byrjun síðustu viku en varð svo hressari. Hann fékk greiningu á föstudag eftir að sonur þeirra veiktist. Í millitíðinni fór Þórey á meðal fólks. „Í rauninni fékk ég bara smá áfall, því að ég var búin að fara í búð og mér fannst ég hafa brugðist svolítið samfélaginu mínu. Ég hafi kannski mögulega ef ég væri nú með þetta líka smitað einhvern annan og ég upplifði smá smitskömm,“ sagði Þórey í samtali við fréttastofu. Hún voni innilega að hún hafi ekki smitað neinn. Allir íbúar Húnaþings vestra sæta nú tímabundinni úrvinnslusóttkví. „Við erum svosem vön eftir veturinn að vera í einhverju svona skrítnu ástandi. Það er búið að vera mikið óveður hérna, lokaðir skólar og fáir á ferli svolítið oft í vetur en þegar sólin glampar úti þá er þetta svolítið skrítið“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Húnaþing vestra Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira