Fyrsta smitið af kórónuveirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum var staðfest á Austurlandi í morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi.
Þar með hefur komið upp smit í öllum heilbrigðisumdæmum, eins og fram kom á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Hinn smitaði er í einangrun og ekki mikið veikur. Samkvæmt hefðbundnu verklagi er nú unnið að smitrakningu af hálfu smitrakningateymis sóttvarnalæknis og ríkislögreglustjóra.