Innlent

Staðfestum smitum fjölgar um 60

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Hjúkrunarfræðingur í hlífðarfatnaði að störfum.
Hjúkrunarfræðingur í hlífðarfatnaði að störfum. Vísir/vilhelm

Fjöldi þeirra sem greinst hafa með kórónuveiruna hér á landi er nú 648. Er þetta fjölgun um 60 smit frá því í gær þegar fjöldi smita var 588.

Smituðum fjölgaði um 20 milli sólarhringa í gær og hafði fjölgaði um 95 milli daga þar áður.

Alls voru 357 sýni tekin á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í gær. Hlutfall smitaðra af þeim sýnum er því um 17 prósent.

Alls hafa verið tekin um 10.650 sýni og um 8200 manns er nú í sóttkví, auk þess sem tæplega 600 eru í einangrun. 13 manns eru á sjúkrahúsi og 51 hefur náð sér eftir að hafa greinst með veiruna. Þá hafa tæplega 1600 manns lokið sóttkví.

Spálíkan Háskóla Íslands, sem reynir að áætla þróun faraldursins hér á landi, hefur ekki tekið breytingum frá því í gær. Það gerir enn ráð fyrir að í lok apríl 2020 hafi líklega um 2.500 manns á Íslandi verið greindir með veiruna en talan gæti náð tæplega 6.000 manns samkvæmt svartsýnustu spá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×