Efling frestar verkfalli vegna veirunnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. mars 2020 09:17 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Samninganefnd Eflingar gagnvart Sambandi íslenskra sveitarfélaga (SÍS) hefur frestað verkfallsaðgerðum frá og með morgundeginum, 25. mars 2020. Aðgerðirnar taka til allra félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og Sveitarfélaginu Ölfus en verkfallið hófst mánudaginn 9. mars klukkan tólf á hádegi. Síðan verkfallið hófst hefur lítið sem ekkert gengið í kjaraviðræðum Eflingar og sveitarfélaganna og var síðasti fundur í deilunni á mánudaginn í síðustu viku. Búið er að boða til fundar í deilunni klukkan 10 í dag samkvæmt dagskrá á vef ríkissáttasemjara. Greint er frá frestun verkfallsins í tilkynningu frá Eflingu þar sem meðfylgjandi er eftirfarandi yfirlýsing frá samninganefnd félagsins: Covid-19 faraldurinn hefur leitt til mikillar óvissu á öllum sviðum samfélagins, meðal annars í starfsemi stofnana þar sem okkar félagsmenn vinna. Í því ástandi teljum við skynsamlegast að fresta verkfallsaðgerðum þangað til faraldurinn er liðinn hjá. Við höfum átt samráð við okkar félagsmenn um þessa ákvörðun og tökum hana með stuðningi þeirra. Við munum aldrei taka annað í mál en að félagar okkar hjá Kópavogi, Seltjarnesbæ og víðar fái kjarabætur sambærilegar þeim sem var í kjarasamningum Eflingar við ríkið og Reykjavíkurborg. Við erum tilbúin að hefja verkfallsaðgerðir af krafti á nýjan leik þegar faraldurinn hefur gengið yfir og það er eindregin stuðningur meðal félagsmanna okkar fyrir því. Þá höfum við móttekið afgerandi samstöðuyfirlýsingu frá félögum okkar hjá Reykjavíkurborg. Við erum því reiðubúin að mæta fílefld í verkfallsaðgerðir innan nokkurra vikna, mögulega í umfangsmeiri og beittari mynd en hingað til. SÍS var tilkynnt bréfleiðis í dag um ákvörðun samninganefndarinnar. Er verkfalli aflýst frá og með kl 00:01 á morgun, miðvikudag 25. mars 2020, og félagsmönnum Eflingar hjá umræddum sveitarfélögum heimilað að ganga til reglubundinna starfa samkvæmt ráðningarsamningum frá þeim tíma. „Félagsmenn okkar vinna flestir hverjir við grunnþjónustu og við umönnun og þeir skilja mjög vel hvað veirufaldurinn þýðir fyrir samfélagið. Þeir hafa sýnt mikla ábyrgð vegna faraldursins, til dæmis með því að veita rúmar verkfallsundanþágur,“ er haft eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, í tilkynningu. „Sveitarfélögin hafa hins vegar kosið að nýta sér faraldurinn á einstaklega ómerkilegan hátt til að hamla eðlilegum framgangi viðræðna. Skömm Sambands íslenskra sveitarfélaga er mikil. Ósvífni þeirra breytir því þó ekki að félagsmenn okkar hjá Kópavogi og hinum sveitarfélögunum munu fá sínar eðlilegu kjarabætur,“ segir Sólveig Anna. Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaramál Verkföll 2020 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Samninganefnd Eflingar gagnvart Sambandi íslenskra sveitarfélaga (SÍS) hefur frestað verkfallsaðgerðum frá og með morgundeginum, 25. mars 2020. Aðgerðirnar taka til allra félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og Sveitarfélaginu Ölfus en verkfallið hófst mánudaginn 9. mars klukkan tólf á hádegi. Síðan verkfallið hófst hefur lítið sem ekkert gengið í kjaraviðræðum Eflingar og sveitarfélaganna og var síðasti fundur í deilunni á mánudaginn í síðustu viku. Búið er að boða til fundar í deilunni klukkan 10 í dag samkvæmt dagskrá á vef ríkissáttasemjara. Greint er frá frestun verkfallsins í tilkynningu frá Eflingu þar sem meðfylgjandi er eftirfarandi yfirlýsing frá samninganefnd félagsins: Covid-19 faraldurinn hefur leitt til mikillar óvissu á öllum sviðum samfélagins, meðal annars í starfsemi stofnana þar sem okkar félagsmenn vinna. Í því ástandi teljum við skynsamlegast að fresta verkfallsaðgerðum þangað til faraldurinn er liðinn hjá. Við höfum átt samráð við okkar félagsmenn um þessa ákvörðun og tökum hana með stuðningi þeirra. Við munum aldrei taka annað í mál en að félagar okkar hjá Kópavogi, Seltjarnesbæ og víðar fái kjarabætur sambærilegar þeim sem var í kjarasamningum Eflingar við ríkið og Reykjavíkurborg. Við erum tilbúin að hefja verkfallsaðgerðir af krafti á nýjan leik þegar faraldurinn hefur gengið yfir og það er eindregin stuðningur meðal félagsmanna okkar fyrir því. Þá höfum við móttekið afgerandi samstöðuyfirlýsingu frá félögum okkar hjá Reykjavíkurborg. Við erum því reiðubúin að mæta fílefld í verkfallsaðgerðir innan nokkurra vikna, mögulega í umfangsmeiri og beittari mynd en hingað til. SÍS var tilkynnt bréfleiðis í dag um ákvörðun samninganefndarinnar. Er verkfalli aflýst frá og með kl 00:01 á morgun, miðvikudag 25. mars 2020, og félagsmönnum Eflingar hjá umræddum sveitarfélögum heimilað að ganga til reglubundinna starfa samkvæmt ráðningarsamningum frá þeim tíma. „Félagsmenn okkar vinna flestir hverjir við grunnþjónustu og við umönnun og þeir skilja mjög vel hvað veirufaldurinn þýðir fyrir samfélagið. Þeir hafa sýnt mikla ábyrgð vegna faraldursins, til dæmis með því að veita rúmar verkfallsundanþágur,“ er haft eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, í tilkynningu. „Sveitarfélögin hafa hins vegar kosið að nýta sér faraldurinn á einstaklega ómerkilegan hátt til að hamla eðlilegum framgangi viðræðna. Skömm Sambands íslenskra sveitarfélaga er mikil. Ósvífni þeirra breytir því þó ekki að félagsmenn okkar hjá Kópavogi og hinum sveitarfélögunum munu fá sínar eðlilegu kjarabætur,“ segir Sólveig Anna. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Verkföll 2020 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira