Tími fyrir samvinnu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 23. mars 2020 16:58 Við upplifum um þessar mundir tíma sem fá eflaust marga kafla í veraldarsögunni, tíma sem munu hafa áhrif á daglegt líf okkar um nokkra hríð. Við megum ekki faðmast og kyssast, ekki halda fjölmenn matarboð fjölskyldu og vina, verðum að halda okkur í tveggja metra fjarlægð frá öðrum. Þetta reynir á okkur öll en er nauðsynlegt til að brjóta keðju veirunnar og stöðva útbreiðslu hennar. Við erum öll almannavarnir. Válynd veður Kórónuveirufaraldurinn bætist við erfiðan vetur hér á Íslandi þar sem veðrið hefur minnt rækilega á sig með stórhríðum og snjóflóðum. Ríkisstjórnin hefur þegar brugðist við þeim veikleikum sem opinberuðust í óveðrinu. Við höfðum einnig lagt grunninn að miklu átaki í fjárfestingum hins opinbera til að mæta fyrirsjáanlegri efnahagslægð. Þær áætlanir eru mikilvægar nú þegar við horfum fram á hrun vegna útbreiðslu veirunnar og þeirra aðgerða sem þjóðir heims hafa ráðist í til að verja heilsu fólks. Kröftug viðspyrna Ríkisstjórnin hefur nú kynnt fyrstu aðgerðir sínar til að verja heimili og fyrirtæki vegna efnahagslegra áhrifa kórónuveirunnar en eflaust þarf meira að koma til svo við náum kröftugri viðspyrnu. Hluti af aðgerðunum eru 20 milljarða fjárfestingar ríkisins og opinberra fyrirtækja en þær munu á þessu ári bætast við áður boðaðar framkvæmdir. Fjárfestingaáætlunin er fjölbreytt og tekur til fjölmargra sviða. Stór hluti hennar er stórátak í samgöngum í viðbót við þau 27 milljarða verkefni sem þegar hafði verið ákveðið að bjóða út. Lífsgæði og samgöngur Samgöngur eru mikilvægur þáttur í lífsgæðum okkar, ekki síst þeirra sem búa í hinum dreifðu byggðum. Mikilvægasta markmiðið með samgöngubótum er að draga úr slysum á fólki. Önnur markmið sem höfð eru að leiðarljósi eru að draga úr útblæstri og tengja samfélög um allt land og styrkja byggðir. Öll él birtir um síðir Ég efast ekki eina mínútu um að við komumst í gegnum þetta ef við stöndum saman. Við mætum þessum vanda af yfirvegun og æðruleysi eins og stórhríðunum sem við þekkjum vel. Öll él birtir um síðir. Það kemur vor og það kemur sól og daginn lengir. Við höfum áður tekist á við erfiðleika og staðið sterkari eftir. Við getum gert það aftur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Jóhannsson Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Sjá meira
Við upplifum um þessar mundir tíma sem fá eflaust marga kafla í veraldarsögunni, tíma sem munu hafa áhrif á daglegt líf okkar um nokkra hríð. Við megum ekki faðmast og kyssast, ekki halda fjölmenn matarboð fjölskyldu og vina, verðum að halda okkur í tveggja metra fjarlægð frá öðrum. Þetta reynir á okkur öll en er nauðsynlegt til að brjóta keðju veirunnar og stöðva útbreiðslu hennar. Við erum öll almannavarnir. Válynd veður Kórónuveirufaraldurinn bætist við erfiðan vetur hér á Íslandi þar sem veðrið hefur minnt rækilega á sig með stórhríðum og snjóflóðum. Ríkisstjórnin hefur þegar brugðist við þeim veikleikum sem opinberuðust í óveðrinu. Við höfðum einnig lagt grunninn að miklu átaki í fjárfestingum hins opinbera til að mæta fyrirsjáanlegri efnahagslægð. Þær áætlanir eru mikilvægar nú þegar við horfum fram á hrun vegna útbreiðslu veirunnar og þeirra aðgerða sem þjóðir heims hafa ráðist í til að verja heilsu fólks. Kröftug viðspyrna Ríkisstjórnin hefur nú kynnt fyrstu aðgerðir sínar til að verja heimili og fyrirtæki vegna efnahagslegra áhrifa kórónuveirunnar en eflaust þarf meira að koma til svo við náum kröftugri viðspyrnu. Hluti af aðgerðunum eru 20 milljarða fjárfestingar ríkisins og opinberra fyrirtækja en þær munu á þessu ári bætast við áður boðaðar framkvæmdir. Fjárfestingaáætlunin er fjölbreytt og tekur til fjölmargra sviða. Stór hluti hennar er stórátak í samgöngum í viðbót við þau 27 milljarða verkefni sem þegar hafði verið ákveðið að bjóða út. Lífsgæði og samgöngur Samgöngur eru mikilvægur þáttur í lífsgæðum okkar, ekki síst þeirra sem búa í hinum dreifðu byggðum. Mikilvægasta markmiðið með samgöngubótum er að draga úr slysum á fólki. Önnur markmið sem höfð eru að leiðarljósi eru að draga úr útblæstri og tengja samfélög um allt land og styrkja byggðir. Öll él birtir um síðir Ég efast ekki eina mínútu um að við komumst í gegnum þetta ef við stöndum saman. Við mætum þessum vanda af yfirvegun og æðruleysi eins og stórhríðunum sem við þekkjum vel. Öll él birtir um síðir. Það kemur vor og það kemur sól og daginn lengir. Við höfum áður tekist á við erfiðleika og staðið sterkari eftir. Við getum gert það aftur.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar