Tölurnar sýna lítið smit á meðal barna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. mars 2020 14:23 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að ekki sé sjáanlegt verulegt smit af kórónuveirunni á milli barna hér á landi. Þetta sýni nýjustu tölur bæði frá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans sem greinir sýni vegna veirunnar og frá Íslenskri erfðagreiningu sem er að skima fyrir veirunni. Þannig hafa þrjú börn yngri en 10 ára greinst á Landspítalanum af þeim 268 börnum sem tekin hafa verið sýni frá. Þá hefur ekkert barn greinst með veiruna hjá Íslenskri erfðagreiningu en þar hafa sýni úr meira en 400 börnum verið skimuð. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar sem hófst venju samkvæmt upp úr klukkan 14 í dag. Með vísan í þessar tölur sagði hann því að umræða um mikið smit hjá börnum og skólum væri ekki að raungerast núna, hvað svo sem síðar verði. Sagði Þórólfur það mjög góðar fréttir hversu lítið smit sé á meðal barna. Alls ellefu börn undir tíu ára aldri greinst með veiruna frá upphafi faraldursins hér á landi Samkvæmt tölfræðiupplýsingum á vefnum covid.is hafa ellefu börn yngri en tíu ára greinst með kórónuveiruna á Íslandi. Vísir óskaði eftir upplýsingum frá embætti landlæknis um muninn á þessum tölum, það er þeim þremur börnum sem Þórólfur talaði um á fundinum og svo þeim ellefu sem talin eru á vefnum. Samkvæmt upplýsingum frá embætti landlæknis eru þau þrjú börn sem sóttvarnalæknir nefndi ákveðið úrtak úr fjölda sýna síðustu daga. Það sem tekur við núna sé að skoða allan hópinn og þann heildarfjölda sýna sem tekinn hefur verið hjá börnum yngri en 10 ára, en alls hafa ellefu börn úr þessum aldurshópi greinst með veiruna frá upphafi faraldursins hérlendis. Sú tala sé rétt á covid.is. Við upphaf upplýsingafundarins kom Þórólfur einnig inn á það hversu fá ný tilfelli hafa greinst síðasta sólarhringinn; í gær voru staðfest smit 568 en í dag eru þau 588 samkvæmt upplýsingasíðunni covid.is. Til samanburðar fjölgaði staðfestum tilfellum um 95 frá laugardegi til sunnudags. Þórólfur sagði erfitt að útskýra þessa fækkun á milli daga en kvaðst hallast að því að um væri að ræða dagbundna sveiflu. Þá kynni fækkunin að skýrast af því að færri sýni voru tekin í gær heldur en dagana á undan. Fram kom í máli Þórólfs að nú væru alls þrettán inniliggjandi á spítalanum vegna veirunnar en enginn á gjörgæslu. Sjö hefðu verið útskrifaðir af spítalanum. Þórólfur sagði að faraldurinn væri enn í vexti hér á landi en þó ekki mjög miklum. Hins vegar þyrfti að taka lengra tímabil, nokkra daga í einu, til að hægt væri að tala um hvort faraldurinn væri í miklum eða litlum vexti. Fréttin var uppfærð kl. 15:45 með nánari upplýsingum um heildarfjölda þeirra barna undir tíu ára aldri sem greinst hafa með veiruna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Fleiri fréttir „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að ekki sé sjáanlegt verulegt smit af kórónuveirunni á milli barna hér á landi. Þetta sýni nýjustu tölur bæði frá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans sem greinir sýni vegna veirunnar og frá Íslenskri erfðagreiningu sem er að skima fyrir veirunni. Þannig hafa þrjú börn yngri en 10 ára greinst á Landspítalanum af þeim 268 börnum sem tekin hafa verið sýni frá. Þá hefur ekkert barn greinst með veiruna hjá Íslenskri erfðagreiningu en þar hafa sýni úr meira en 400 börnum verið skimuð. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar sem hófst venju samkvæmt upp úr klukkan 14 í dag. Með vísan í þessar tölur sagði hann því að umræða um mikið smit hjá börnum og skólum væri ekki að raungerast núna, hvað svo sem síðar verði. Sagði Þórólfur það mjög góðar fréttir hversu lítið smit sé á meðal barna. Alls ellefu börn undir tíu ára aldri greinst með veiruna frá upphafi faraldursins hér á landi Samkvæmt tölfræðiupplýsingum á vefnum covid.is hafa ellefu börn yngri en tíu ára greinst með kórónuveiruna á Íslandi. Vísir óskaði eftir upplýsingum frá embætti landlæknis um muninn á þessum tölum, það er þeim þremur börnum sem Þórólfur talaði um á fundinum og svo þeim ellefu sem talin eru á vefnum. Samkvæmt upplýsingum frá embætti landlæknis eru þau þrjú börn sem sóttvarnalæknir nefndi ákveðið úrtak úr fjölda sýna síðustu daga. Það sem tekur við núna sé að skoða allan hópinn og þann heildarfjölda sýna sem tekinn hefur verið hjá börnum yngri en 10 ára, en alls hafa ellefu börn úr þessum aldurshópi greinst með veiruna frá upphafi faraldursins hérlendis. Sú tala sé rétt á covid.is. Við upphaf upplýsingafundarins kom Þórólfur einnig inn á það hversu fá ný tilfelli hafa greinst síðasta sólarhringinn; í gær voru staðfest smit 568 en í dag eru þau 588 samkvæmt upplýsingasíðunni covid.is. Til samanburðar fjölgaði staðfestum tilfellum um 95 frá laugardegi til sunnudags. Þórólfur sagði erfitt að útskýra þessa fækkun á milli daga en kvaðst hallast að því að um væri að ræða dagbundna sveiflu. Þá kynni fækkunin að skýrast af því að færri sýni voru tekin í gær heldur en dagana á undan. Fram kom í máli Þórólfs að nú væru alls þrettán inniliggjandi á spítalanum vegna veirunnar en enginn á gjörgæslu. Sjö hefðu verið útskrifaðir af spítalanum. Þórólfur sagði að faraldurinn væri enn í vexti hér á landi en þó ekki mjög miklum. Hins vegar þyrfti að taka lengra tímabil, nokkra daga í einu, til að hægt væri að tala um hvort faraldurinn væri í miklum eða litlum vexti. Fréttin var uppfærð kl. 15:45 með nánari upplýsingum um heildarfjölda þeirra barna undir tíu ára aldri sem greinst hafa með veiruna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Fleiri fréttir „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Sjá meira