Jákvæða hliðin á Kóróna veirunni Gísli Halldór Halldórsson skrifar 23. mars 2020 12:00 Síminn hringdi rétt fyrir hádegi, 18. mars. Sýnið frá deginum áður reyndist jákvætt og ég þar af leiðandi með Covid-19. Læknir á Landspítalanum ræddi við mig dágóða stund og lagði mat á stöðuna. Hann upplýsti svo að ég væri metinn í hæsta áhættuflokki, af þremur, vegna undirliggjandi þátta. Guði sé lof – og góðu fólki – fyrir heilbrigðiskerfið Verandi í mesta áhættuhópi fæ ég úrvals þjónustu. Hjúkrunarfræðingar hringja næstum daglega og kanna líðan. Svo má ég hringja ef heilsan versnar snögglega. Hver er ekki þakklátur fyrir að eiga gott heilbrigðiskerfi og dugmikið heilbrigðisstarfsfólk? Ef allt færi á versta veg þá er ennþá nóg pláss á Landsspítalanum – og lausar öndunarvélar. Guði sé lof fyrir það! Vonandi tekst landlækni, sóttvarnalækni og almannavörnum að halda því þannig – með aðstoð almennings. Nú þarf nefnilega almenning til að halda heilbrigðiskerfinu í toppstandi. Miðað við hraðann á útbreiðslu veirunnar víða um heim er ljóst að án skipulegra aðgerða yfirvalda getur farsóttin Covid-19 kafsiglt heilbrigðiskerfi. Ítalir hafa ekki verið aðgerðalausir en þeim hefur þó ekki tekist að gera nóg. Hnitmiðaðar og úthugsaðar aðgerðir sem ákveðnar eru í samvinnu sérfræðinga landlæknis, almannavarna og ráðamanna þjóðarinnar mega sín lítils ef almenningur bregst ekki við og fer eftir þeim í þaula. Það er almenningur sem nú þarf að standa vörð um heilbrigðiskerfið okkar! Saga frá München Dagana 20. og 21. janúar síðastliðinn fundaði 33 ára gamall Þjóðverji með viðskiptakonu frá Shanghai. Hann veiktist 24. janúar, fékk yfir 39 stiga hita daginn eftir en hressist svo og fór til vinnu á ný 27. janúar. Hún veiktist í flugvélinni á leiðinni heim og greindist með Covid-19 þann 26. janúar. Hann var þá kallaður til rannsókna í München, þann 27. janúar, og greindist með Covid-19. Þann 3. mars síðastliðinn var hægt að rekja, með erfðarannsóknum, megnið af öllum tilfellum í Evrópu til ofangreinds atburðar, þar á meðal þau 3000 tilfelli sem þá voru á Ítalíu – frá einu smiti! Þann 20. mars höfðu verið greind 47.021 smit á Ítalíu og 4.032 dauðsföll. Fólkið hér að ofan var algerlega grunlaust á fundum sínum og gat engan veginn varað sig, ekki verður sakast við þau. Sá Íslendingur sem dreifir smiti, vitandi að hann ætti að vera í sóttkví, eða fer óvarlega og gegn fyrirmælum yfirvalda, hefur enga afsökun. Sá hinn sami gæti leitt af sér 1.000 smit – og e.t.v. 7 dauðsföll. Eitt þessara dauðsfalla gæti verið bróðir, afi eða móðir. Það er eins líklegt að hann muni aldrei heyra um sinn þátt í því. Þetta lærist fljótt Í sameiningu getum við kveðið niður þann faraldur sem nú geisar á Íslandi. Ef vel tækist til, með samstilltum viðbrögðum, gætum við aflétt samkomubanni og jafnvel, með ítrustu aðgát, strokið um frjálsara höfuð í nokkra mánuði. Okkar litla og nána samfélag hefur alla burði til þess að kveða niður í fæðingu frekari faraldra sem kunna að brjótast út, en þá þurfa allir Íslendingar að spila með. Viðfangsefnið sem nýja Kóróna veiran hefur lagt okkur til mun verða heimsbyggðinni langvinn glíma. Gera má ráð fyrir að næstu 18 mánuði verði þjóðir heims á tánum, því að á meðan einhver er enn með veiruna getur faraldur brotist út. Væntanlega mun koma fram bóluefni einhvern tíma á næsta ári, þannig að sigur vinnist á Covid-19. Allan þann tíma sem verkefnið tekur, hvort sem það verða 6 mánuðir eða 18, munu tilmæli landlæknis og almannavarna taka breytingum, í ljósi aðstæðna hverju sinni. Þá þurfum við að fylgja þeim tilmælum. Tilmælum sem byggja á vísindum og bestu þekkingu og munu hægt en örugglega sigla okkur á milli skers og báru – torsótta leiðina til hafnar. Við lærum að lifa með höftum sem hverju sinni þarf að setja á samskipti, samkomur og ferðalög. Af æðruleysi finnum við upp nýja siði og venjur sem geta dugað okkur í langri baráttu. Við finnum nýjar leiðir í skólahaldi, heilsurækt, nýsköpun, fjarvinnu, fjarskiptum og mörgu öðru. Við lærum að lifa með ástandinu í öruggri handleiðslu heilbrigðisyfirvalda. Breytumst til hins betra Heimurinn verður aldrei aftur eins og hann var fyrir Covid-19. Það er kannski ágætt, hann hefur breyst til hins betra í margar aldir og getur haldið því áfram um langa tíð. Við erum í miklu betri stöðu í dag en nokkurn tíma áður til að takast á við slíka farsótt. Við eigum enn eftir að útrýma fátækt á Ísland, minnka kolefnislosun, skapa ný störf, í stað annarra sem úreldast, og fleira og fleira. Það er nóg eftir að gera ennþá og ástæðulaust að örvænta þó tækniframfarir eða Covid-19 valdi því að störf breytist – eða jafnvel heilu atvinnugreinarnar. Við brettum upp ermar og tökumst á við ný verkefni, nýjar atvinnugreinar. Fólkið er fjársjóðurinn. Á næstu mánuðum og árum verður það verkefni okkar allra að enduruppgötva tilveruna – sem hefur reyndar alltaf verið verkefni mannkyns. Við finnum upp nýjar leiðir til að koma að gagni en bíðum ekki þess að gamli tíminn komi aftur. Stjórnvöld geta lagst á árarnar með öllu því fólki sem þarf að finna sér nýja iðju og jafnvel vinna frá heimili í lengri eða skemmri tíma – við nýsköpun og í samhentu átaki að skapa nýja og bjarta framtíð. Stjórnvöld geta stuðlað að hvatningu og tekjumöguleikum fyrir allt þetta skapandi og iðjandi fólk. Fyrirtæki í rekstri geta líka leitað leiða til nýsköpunar og til að virkja mannauðinn með nýjum hætti. Lífið heldur áfram Það er allt gott að frétta úr mínum veikindum. Dagurinn í gær, sunnudagur, var reyndar erfiður og maður var örmagna að kvöldi. Í dag er 10. dagur í veikindum og ég er skárri. Annars hef ég verið nokkuð hress lengst af og getað setið við störf alla vikuna. Vegna faraldurs og aðgerða sem honum tengjast er lítill tími til að slaka á. Við erum öll að læra inn á nýjar aðstæður og óþarfi að örvænta þó það taki smá tíma að venjast. Starfsfólk sveitarfélagsins hefur verið samstillt og tekist vel að vinna úr flóknum verkefnum. Skólafólkið okkar hefur sýnt ótrúlegt æðruleysi og hugmyndaauðgi. Eins og margir aðrir er ég búinn að endurskipuleggja heimaskrifstofuna mína og er bjartsýnn á framhaldið. Ég reikna með að ganga aftur út úr húsi í apríl og þá vonandi sem ónæmur maður, ónæmur fyrir smiti af nýju Kóróna veirunni. Betur búinn til að takast á við stór verkefni og að búa til betri heim með ykkur hinum. Höfundur er bæjarstjóri Árborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Halldór Halldórsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Síminn hringdi rétt fyrir hádegi, 18. mars. Sýnið frá deginum áður reyndist jákvætt og ég þar af leiðandi með Covid-19. Læknir á Landspítalanum ræddi við mig dágóða stund og lagði mat á stöðuna. Hann upplýsti svo að ég væri metinn í hæsta áhættuflokki, af þremur, vegna undirliggjandi þátta. Guði sé lof – og góðu fólki – fyrir heilbrigðiskerfið Verandi í mesta áhættuhópi fæ ég úrvals þjónustu. Hjúkrunarfræðingar hringja næstum daglega og kanna líðan. Svo má ég hringja ef heilsan versnar snögglega. Hver er ekki þakklátur fyrir að eiga gott heilbrigðiskerfi og dugmikið heilbrigðisstarfsfólk? Ef allt færi á versta veg þá er ennþá nóg pláss á Landsspítalanum – og lausar öndunarvélar. Guði sé lof fyrir það! Vonandi tekst landlækni, sóttvarnalækni og almannavörnum að halda því þannig – með aðstoð almennings. Nú þarf nefnilega almenning til að halda heilbrigðiskerfinu í toppstandi. Miðað við hraðann á útbreiðslu veirunnar víða um heim er ljóst að án skipulegra aðgerða yfirvalda getur farsóttin Covid-19 kafsiglt heilbrigðiskerfi. Ítalir hafa ekki verið aðgerðalausir en þeim hefur þó ekki tekist að gera nóg. Hnitmiðaðar og úthugsaðar aðgerðir sem ákveðnar eru í samvinnu sérfræðinga landlæknis, almannavarna og ráðamanna þjóðarinnar mega sín lítils ef almenningur bregst ekki við og fer eftir þeim í þaula. Það er almenningur sem nú þarf að standa vörð um heilbrigðiskerfið okkar! Saga frá München Dagana 20. og 21. janúar síðastliðinn fundaði 33 ára gamall Þjóðverji með viðskiptakonu frá Shanghai. Hann veiktist 24. janúar, fékk yfir 39 stiga hita daginn eftir en hressist svo og fór til vinnu á ný 27. janúar. Hún veiktist í flugvélinni á leiðinni heim og greindist með Covid-19 þann 26. janúar. Hann var þá kallaður til rannsókna í München, þann 27. janúar, og greindist með Covid-19. Þann 3. mars síðastliðinn var hægt að rekja, með erfðarannsóknum, megnið af öllum tilfellum í Evrópu til ofangreinds atburðar, þar á meðal þau 3000 tilfelli sem þá voru á Ítalíu – frá einu smiti! Þann 20. mars höfðu verið greind 47.021 smit á Ítalíu og 4.032 dauðsföll. Fólkið hér að ofan var algerlega grunlaust á fundum sínum og gat engan veginn varað sig, ekki verður sakast við þau. Sá Íslendingur sem dreifir smiti, vitandi að hann ætti að vera í sóttkví, eða fer óvarlega og gegn fyrirmælum yfirvalda, hefur enga afsökun. Sá hinn sami gæti leitt af sér 1.000 smit – og e.t.v. 7 dauðsföll. Eitt þessara dauðsfalla gæti verið bróðir, afi eða móðir. Það er eins líklegt að hann muni aldrei heyra um sinn þátt í því. Þetta lærist fljótt Í sameiningu getum við kveðið niður þann faraldur sem nú geisar á Íslandi. Ef vel tækist til, með samstilltum viðbrögðum, gætum við aflétt samkomubanni og jafnvel, með ítrustu aðgát, strokið um frjálsara höfuð í nokkra mánuði. Okkar litla og nána samfélag hefur alla burði til þess að kveða niður í fæðingu frekari faraldra sem kunna að brjótast út, en þá þurfa allir Íslendingar að spila með. Viðfangsefnið sem nýja Kóróna veiran hefur lagt okkur til mun verða heimsbyggðinni langvinn glíma. Gera má ráð fyrir að næstu 18 mánuði verði þjóðir heims á tánum, því að á meðan einhver er enn með veiruna getur faraldur brotist út. Væntanlega mun koma fram bóluefni einhvern tíma á næsta ári, þannig að sigur vinnist á Covid-19. Allan þann tíma sem verkefnið tekur, hvort sem það verða 6 mánuðir eða 18, munu tilmæli landlæknis og almannavarna taka breytingum, í ljósi aðstæðna hverju sinni. Þá þurfum við að fylgja þeim tilmælum. Tilmælum sem byggja á vísindum og bestu þekkingu og munu hægt en örugglega sigla okkur á milli skers og báru – torsótta leiðina til hafnar. Við lærum að lifa með höftum sem hverju sinni þarf að setja á samskipti, samkomur og ferðalög. Af æðruleysi finnum við upp nýja siði og venjur sem geta dugað okkur í langri baráttu. Við finnum nýjar leiðir í skólahaldi, heilsurækt, nýsköpun, fjarvinnu, fjarskiptum og mörgu öðru. Við lærum að lifa með ástandinu í öruggri handleiðslu heilbrigðisyfirvalda. Breytumst til hins betra Heimurinn verður aldrei aftur eins og hann var fyrir Covid-19. Það er kannski ágætt, hann hefur breyst til hins betra í margar aldir og getur haldið því áfram um langa tíð. Við erum í miklu betri stöðu í dag en nokkurn tíma áður til að takast á við slíka farsótt. Við eigum enn eftir að útrýma fátækt á Ísland, minnka kolefnislosun, skapa ný störf, í stað annarra sem úreldast, og fleira og fleira. Það er nóg eftir að gera ennþá og ástæðulaust að örvænta þó tækniframfarir eða Covid-19 valdi því að störf breytist – eða jafnvel heilu atvinnugreinarnar. Við brettum upp ermar og tökumst á við ný verkefni, nýjar atvinnugreinar. Fólkið er fjársjóðurinn. Á næstu mánuðum og árum verður það verkefni okkar allra að enduruppgötva tilveruna – sem hefur reyndar alltaf verið verkefni mannkyns. Við finnum upp nýjar leiðir til að koma að gagni en bíðum ekki þess að gamli tíminn komi aftur. Stjórnvöld geta lagst á árarnar með öllu því fólki sem þarf að finna sér nýja iðju og jafnvel vinna frá heimili í lengri eða skemmri tíma – við nýsköpun og í samhentu átaki að skapa nýja og bjarta framtíð. Stjórnvöld geta stuðlað að hvatningu og tekjumöguleikum fyrir allt þetta skapandi og iðjandi fólk. Fyrirtæki í rekstri geta líka leitað leiða til nýsköpunar og til að virkja mannauðinn með nýjum hætti. Lífið heldur áfram Það er allt gott að frétta úr mínum veikindum. Dagurinn í gær, sunnudagur, var reyndar erfiður og maður var örmagna að kvöldi. Í dag er 10. dagur í veikindum og ég er skárri. Annars hef ég verið nokkuð hress lengst af og getað setið við störf alla vikuna. Vegna faraldurs og aðgerða sem honum tengjast er lítill tími til að slaka á. Við erum öll að læra inn á nýjar aðstæður og óþarfi að örvænta þó það taki smá tíma að venjast. Starfsfólk sveitarfélagsins hefur verið samstillt og tekist vel að vinna úr flóknum verkefnum. Skólafólkið okkar hefur sýnt ótrúlegt æðruleysi og hugmyndaauðgi. Eins og margir aðrir er ég búinn að endurskipuleggja heimaskrifstofuna mína og er bjartsýnn á framhaldið. Ég reikna með að ganga aftur út úr húsi í apríl og þá vonandi sem ónæmur maður, ónæmur fyrir smiti af nýju Kóróna veirunni. Betur búinn til að takast á við stór verkefni og að búa til betri heim með ykkur hinum. Höfundur er bæjarstjóri Árborgar.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun