Menning

Tekur við starfi safn­stjóra Lista­safns Einars Jóns­sonar

Atli Ísleifsson skrifar
Alma Dís Kristinsdóttir.
Alma Dís Kristinsdóttir. Mennta- og menningarmálaráðuneytið.

Alma Dís Kristinsdóttir hefur verið ráðin til að taka við starfi safnstjóra Listasafns Einars Jónssonar. Hún tekur við starfinu þann 1. maí næstkomandi.

Í tilkynningu á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins kemur fram að Alma Dís hafi lokið doktorsprófi í safnafræði frá Háskóla Íslands 2019.

„Hún er með mastersgráðu í menntunarfræðum og BFA próf í hönnun frá Massachussetts College of Art í Boston. AlmaDís starfar sem verkefnastjóri safnfræðslu hjá Borgarsögusafni Reykjavíkur og sinnir kennslu í deild Félags-, mann- og þjóðfræði við Háskóla Íslands. Hún var áður forstöðumaður Byggðasafns Snæfellinga og Hnappdæla í Stykkishólmi. Þá starfaði hún sem verkefnastjóri við Listasafn Reykjavíkur um árabil, vann einnig við Listasafnið á Akureyri og Denver Art Museum í Colorado í Bandaríkjunum.“

Viðfangsefni safnsins er að rannsaka, varðveita og miðla verkum Einars Jónssonar myndhöggvara og þeim menningararfi sem tengist lífi hans og list.

„Safnið er til húsa í Hnitbjörgum á Skólavörðuholti og samanstendur af sýningarsölum á tveimur hæðum, íbúð listamannsins í turni hússins og höggmyndagarði með 26 afsteypum af verkum hans. Listasafnið er hið fyrsta sem opnað var almenningi hér á landi árið 1923 og er því einstakt í sögulegu tilliti,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×