Körfubolti

Fyrsti NBA-leikmaðurinn sem greindist með veiruna hættur að finna lykt

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rudy Gobert hefur verið valinn varnarmaður ársins í NBA tvö ár í röð.
Rudy Gobert hefur verið valinn varnarmaður ársins í NBA tvö ár í röð. vísir/getty

Rudy Gobert, fyrsti leikmaðurinn í NBA-deildinni í körfubolta sem greindist með kórónuveiruna, er hættur að finna lykt. Frakkinn greindi frá þessu á Twitter.

Eftir að Gobert greindist með kórónuveiruna var tímabilinu í NBA frestað um óákveðinn tíma.

Allir leikmenn Utah Jazz eru í sóttkví og Donovan Mitchell er einnig með kórónuveiruna.

Eftir að Gobert greindist með kórónuveiruna rifjuðu fjölmiðlar vestanhafs upp uppákomu á blaðamannafundi þar sem Frakkinn lék sér að því að snerta alla hljóðnema á borðinu fyrir framan hann. Gobert vildi þar með sanna að hann væri ekki hræddur við veiruna.

Þá bárust fréttir af því að hann hefði hegðað sér með mjög óábyrgum hætti í búningsklefa Utah. Gobert baðst seinna afsökunar á fíflalátunum sem hann sýndi.

Gobert hefur verið valinn besti varnarmaður NBA-deildarinnar undanfarin tvö tímabil. Hann hefur leikið með Utah frá 2013 og á ferli sínum í NBA er hann með 11,7 stig, 11,0 fráköst og 2,2 varin skot að meðaltali í leik.


Tengdar fréttir

„Hjálpaðu okkur Kevin Durant“

Læknar vilja fá áhrifavalda úr íþróttaheiminum með sér í lið til að reyna sannfæra unga fólkið um alvarleika útbreiðslu kórónuveirunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×