Í dag átti samkvæmt áætlun að fljúga fjörutíu og fjórar ferðir til áfangastaða í Norður-Ameríku og Evrópu frá Keflavíkurflugvelli en þrjátíu og fjórum þessara brottfara var aflýst. Þá var reiknað með flugi frá fjörutíu og fjórum áfangastöðum til Keflavíkurflugvallar í dag en þrjátíu og þremur af þeim hefur verið aflýst.
Utanríkisráðuneytið hvatti þá Íslendinga í gær sem enn eru staddir í öðrum löndum að snúa heim hið fyrsta ef það væri á annað borð áætlan þeirra að koma heim til Íslands því millilandaflug gæti lagst algerlega af um mánaðamótin. Í dag er áætlað flug til átta áfangastaða frá Keflavíkurflugvelli.
Á hádegi hafði Icelandair flogið til fjögurra áfangastaða, Easy Jet til tveggja og SAS og British Airways til sitt hvors staðarins. Síðdegis flýgur Icelandair til Boston og WIZZ Air til London Luton.
Á hádegi höfðu flugvélar lent frá sex áfangastöðum á Keflavíkurflugvelli, tvær frá Icelandair, tvær frá Easy Jet og ein frá British Airways og önnur frá SAS. Frá klukkan 15:20 er reiknað með komum flugvéla frá fimm áfangastöðum.
Hér fyrir neðan má sjá stöðu brottfara og koma á Keflavíkurflugvelli í dag.
Flug 22 mars
Brottfarir: 44 áætlaðar/ 10 ýmist farnar eða á áætlun
07:25 Frankfurt - Icelandair, FARIN
07:35 Stokkhólmur - Icelandair, FARIN
07:40 London Heathrow - Icelandair, FARIN
07:40 Amsterdam - Icelandair, FARIN
11:30 Manchester - Easy Jet, FARIN
11:45 Bristol - Easy Jet, FARIN
11:55 Osló - SAS, FARIN
12:25 London Heathrow - British Airways, FARIN
17:15 Boston - Icelandair, Á ÁÆTLUN
18;45 London Luton - WIZZ Air, Á ÁÆTLUN
Komur: 44 áætlaðar / 11 ýmis komnar eða á áætlun
06:05 New York JFK - Icelandair, KOMIN
06:05 Boston - Icelandair, KOMIN
10.45 Manchester - Easy Jet, KOMIN
11:05 Bristol - Easy Jet, KOMIN
11:15 Osló - SAS, KOMIN
11:30 London Heathrow - British Airways, KOMIN
15:20 Amsterdam - Icelandair, Á ÁÆTLUN
15:20 Stokkhólmur - Icelandair, Á ÁÆTLUN
15:30 London Heathrow - Icelandair, Á ÁÆTLUN
15:45 Frankfurt - Icelandair, Á ÁÆTLUN
18:00 London Luton - WIZZ Air, Á ÁÆTLUN