Paulo Dybala er þriðji leikmaður Ítalíumeistara Juventus í fótbolta sem greinist með kórónuveiruna en hann segir líðan sína góða.
Dybala greindi frá því á Instagram að bæði hann og Oriana kærasta hans hefðu greinst með veiruna en að þau væru í mjög góðu ástandi. Argentínumaðurinn hafði áður hafnað því að hann væri smitaður eftir fréttir þess efnis í Síle, Ítalíu og Argentínu.
Hola a todos, quería comunicarles que acabamos de recibir los resultados del test del Covid-19 y tanto Oriana como yo dimos positivo. Por fortuna nos encontramos en perfecto estado. Gracias por sus mensajes y un saludo a todos pic.twitter.com/g1X1Qtx2S3
— Paulo Dybala (@PauDybala_JR) March 21, 2020
Áður höfðu liðsfélagar Dybala, Daniele Rugani og Blaise Matuidi, smitast.