Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Atli Ísleifsson skrifar 21. mars 2020 17:45 Aðgerðastjórn almannavarna hafa hert reglur um samkomubann í Vestmannaeyjum. Allir viðburðir þar sem tíu eða fleiri koma saman eru nú bannaðir. Þetta kemur fram í tilkynningu sem birtist á Facebook-síðu slökkviliðsins í Vestmannaeyjum, en reglurnar taka gildi í dag klukkan 18. Staðfest smit kórónuveirunnar í Vestmannaeyjum eru nú orðin 11 hið minnsta og eru að minnsta kosti 282 Eyjamenn í sóttkví, að því er fram kom í frétt Vísis í gærkvöldi. Hvers kyns viðburðir bannaðir Í tilkynningunni segir að samkomubann í Vestmannaeyjum feli í sér að ráðstefnur, málþing, fundir, skemmtanir svo sem tónleikar, leiksýningar, bíósýningar, íþróttaviðburðir og einkasamkvæmi eru nú bannaðar. Sömu sögu er að segja af kirkjuathöfnum hvers konar, svo sem vegna útfara, giftinga, ferminga og annarra trúarsamkoma. Frekari tilkynningar að vænta „Aðra sambærilega viðburði með 10 einstaklingum eða fleiri. Enn fremur skal tryggt á öllum vinnustöðum og í allri starfsemi að ekki séu á sama tíma fleiri en 10 einstaklingar inni í sama rými, s.s. á veitingastöðum, mötuneytum, kaffihúsum og verslunum. Aðgangur almennings að íþróttamannvirkjum, líkamsræktarstöðvum, skemmtistöðum, spilasölum, spilakössum og söfnum. Starfsemi þar sem nálægð er mikil er bönnuð s.s. hárgreiðslustofur, snyrtistofur, nuddstofur og önnur slík starfsemi. Sjúkraþjálfun nema þegar um mikilvæga endurhæfingar er að ræða og er slíkt þá heimilt með skilyrðum um öflugar sóttvarnaráðstafanir Íþróttastarf barna og fullorðinna þar sem nálægð er minni en tveir metrar og einhver sameiginleg notkun á búnaði er fyrir hendi,“ segir í tilkynningunni, en aðgerðirnar eru gerðar í samráði við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sóttvarnalækni. Frekari tilkynningar verði sendar út síðar í dag. Vestmannaeyjar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Kennari í Grunnskóla Vestmannaeyja greindist með kórónuveirusmit Staðfest smit kórónuveirunnar í Vestmannaeyjum eru nú orðin 11 og eru alls 282 Eyjamenn í sóttkví, þar á meðal bæjarstjórinn Íris Róbertsdóttir. 20. mars 2020 21:34 Sjö nú smitaðir í Eyjum og 133 í sóttkví Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur greint frá því að þar í bæ hafi fimm einstaklingar greinst með veiruna í gær og þar eru staðfest smit því orðin sjö. 19. mars 2020 06:41 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Sjá meira
Aðgerðastjórn almannavarna hafa hert reglur um samkomubann í Vestmannaeyjum. Allir viðburðir þar sem tíu eða fleiri koma saman eru nú bannaðir. Þetta kemur fram í tilkynningu sem birtist á Facebook-síðu slökkviliðsins í Vestmannaeyjum, en reglurnar taka gildi í dag klukkan 18. Staðfest smit kórónuveirunnar í Vestmannaeyjum eru nú orðin 11 hið minnsta og eru að minnsta kosti 282 Eyjamenn í sóttkví, að því er fram kom í frétt Vísis í gærkvöldi. Hvers kyns viðburðir bannaðir Í tilkynningunni segir að samkomubann í Vestmannaeyjum feli í sér að ráðstefnur, málþing, fundir, skemmtanir svo sem tónleikar, leiksýningar, bíósýningar, íþróttaviðburðir og einkasamkvæmi eru nú bannaðar. Sömu sögu er að segja af kirkjuathöfnum hvers konar, svo sem vegna útfara, giftinga, ferminga og annarra trúarsamkoma. Frekari tilkynningar að vænta „Aðra sambærilega viðburði með 10 einstaklingum eða fleiri. Enn fremur skal tryggt á öllum vinnustöðum og í allri starfsemi að ekki séu á sama tíma fleiri en 10 einstaklingar inni í sama rými, s.s. á veitingastöðum, mötuneytum, kaffihúsum og verslunum. Aðgangur almennings að íþróttamannvirkjum, líkamsræktarstöðvum, skemmtistöðum, spilasölum, spilakössum og söfnum. Starfsemi þar sem nálægð er mikil er bönnuð s.s. hárgreiðslustofur, snyrtistofur, nuddstofur og önnur slík starfsemi. Sjúkraþjálfun nema þegar um mikilvæga endurhæfingar er að ræða og er slíkt þá heimilt með skilyrðum um öflugar sóttvarnaráðstafanir Íþróttastarf barna og fullorðinna þar sem nálægð er minni en tveir metrar og einhver sameiginleg notkun á búnaði er fyrir hendi,“ segir í tilkynningunni, en aðgerðirnar eru gerðar í samráði við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sóttvarnalækni. Frekari tilkynningar verði sendar út síðar í dag.
Vestmannaeyjar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Kennari í Grunnskóla Vestmannaeyja greindist með kórónuveirusmit Staðfest smit kórónuveirunnar í Vestmannaeyjum eru nú orðin 11 og eru alls 282 Eyjamenn í sóttkví, þar á meðal bæjarstjórinn Íris Róbertsdóttir. 20. mars 2020 21:34 Sjö nú smitaðir í Eyjum og 133 í sóttkví Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur greint frá því að þar í bæ hafi fimm einstaklingar greinst með veiruna í gær og þar eru staðfest smit því orðin sjö. 19. mars 2020 06:41 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Sjá meira
Kennari í Grunnskóla Vestmannaeyja greindist með kórónuveirusmit Staðfest smit kórónuveirunnar í Vestmannaeyjum eru nú orðin 11 og eru alls 282 Eyjamenn í sóttkví, þar á meðal bæjarstjórinn Íris Róbertsdóttir. 20. mars 2020 21:34
Sjö nú smitaðir í Eyjum og 133 í sóttkví Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur greint frá því að þar í bæ hafi fimm einstaklingar greinst með veiruna í gær og þar eru staðfest smit því orðin sjö. 19. mars 2020 06:41