Okkar plan hélt og synd að leikurinn fari ekki fram Sindri Sverrisson skrifar 21. mars 2020 09:00 Kristinn V. Jóhannsson á Laugardalsvelli í vikunni. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Þetta er búið að kosta sitt og það er synd að leikurinn fari ekki fram,“ segir Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri á Laugardalsvelli, en honum og hans fólki hefur tekist að gera völlinn kláran fyrir leik Íslands og Rúmeníu sem nú hefur verið frestað. Ljóst var að erfitt yrði að hafa Laugardalsvöll, sem er gamall og illa hannaður, tilbúinn fyrir EM-umspil í þessum mánuði. Með því að fá hitadúk frá Bretlandi til að leggja yfir völlinn virtist þó sem að það myndi takast. Vegna kórónuveirunnar var leikur Íslands og Rúmeníu hins vegar færður til og á hann nú að fara fram 4. júní. Kristinn segir vinnu vetrarins ekki alla fyrir bí og bar sig vel þegar Arnar Björnsson heimsótti hann í þættinum Sportið í dag. „Það var langur aðdragandi að þessari niðurstöðu. Maður bjóst við þessu. Þetta hefur verið mikill rússíbani síðustu 2-3 vikur í öllu skipulagi. Nú er komin niðurstaða og við verðum bara að læra af þessum vetri. Við tökum heilmargt jákvætt úr honum og því hvernig við gerðum hlutina. Okkar plan var á áætlun og mitt starfsfólk getur verið stolt af því að skila því verki eftir skrýtinn og langan vetur. Það verður væntanlega hlýrra í júní þegar við spilum,“ sagði Kristinn, og bætti við: „Við getum ekki farið í páskafrí strax. Núna erum við bara að pakka saman en við höldum áfram að fylgjast með honum og sjáum til þess að hann verði spilhæfur í júní.“ Klippa: Vallarstjóri Laugardalsvallar um pylsuna KSÍ EM 2020 í fótbolta Laugardalsvöllur Tengdar fréttir Ísland og Rúmenía mætast 4. júní Búið er raða leikjunum um sæti á EM 2021 á nýjar dagsetningar. 20. mars 2020 14:04 Byrjun fótboltatímabilsins frestað fram í miðjan maí Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum í dag að fresta byrjun Íslandsmótsins og bikarkeppninnar í fótbolta. Nú er áætlað að keppni í þessum mótum hefjist um miðjan maí. 19. mars 2020 19:41 EM verður haldið á næsta ári Evrópumót karla í fótbolta verður haldið á næsta ári. 17. mars 2020 12:35 Hitapulsan blásin upp | „Sé enga ástæðu til að þetta klikki“ Í dag var hitadúkur lagður yfir Laugardalsvöll til að losa um frost og kulda á grasi vallarins, sem verið hefur snævi þakinn síðustu vikur. Það er mikilvægur liður í að gera völlinn kláran fyrir stórleik Íslands og Rúmeníu 26. mars í umspili um sæti á EM karla. 6. mars 2020 19:00 Þurftu að taka pulsuna af Laugardalsvelli í dag Hitatjaldið er ekki lengur yfir Laugardalsvellinum en það var óvænt tekið af vellinum í dag. 19. mars 2020 16:08 Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Fleiri fréttir Blaðamannafundur Íslands: Farið yfir málin fyrir Frakkaleikinn Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands Sjá meira
„Þetta er búið að kosta sitt og það er synd að leikurinn fari ekki fram,“ segir Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri á Laugardalsvelli, en honum og hans fólki hefur tekist að gera völlinn kláran fyrir leik Íslands og Rúmeníu sem nú hefur verið frestað. Ljóst var að erfitt yrði að hafa Laugardalsvöll, sem er gamall og illa hannaður, tilbúinn fyrir EM-umspil í þessum mánuði. Með því að fá hitadúk frá Bretlandi til að leggja yfir völlinn virtist þó sem að það myndi takast. Vegna kórónuveirunnar var leikur Íslands og Rúmeníu hins vegar færður til og á hann nú að fara fram 4. júní. Kristinn segir vinnu vetrarins ekki alla fyrir bí og bar sig vel þegar Arnar Björnsson heimsótti hann í þættinum Sportið í dag. „Það var langur aðdragandi að þessari niðurstöðu. Maður bjóst við þessu. Þetta hefur verið mikill rússíbani síðustu 2-3 vikur í öllu skipulagi. Nú er komin niðurstaða og við verðum bara að læra af þessum vetri. Við tökum heilmargt jákvætt úr honum og því hvernig við gerðum hlutina. Okkar plan var á áætlun og mitt starfsfólk getur verið stolt af því að skila því verki eftir skrýtinn og langan vetur. Það verður væntanlega hlýrra í júní þegar við spilum,“ sagði Kristinn, og bætti við: „Við getum ekki farið í páskafrí strax. Núna erum við bara að pakka saman en við höldum áfram að fylgjast með honum og sjáum til þess að hann verði spilhæfur í júní.“ Klippa: Vallarstjóri Laugardalsvallar um pylsuna
KSÍ EM 2020 í fótbolta Laugardalsvöllur Tengdar fréttir Ísland og Rúmenía mætast 4. júní Búið er raða leikjunum um sæti á EM 2021 á nýjar dagsetningar. 20. mars 2020 14:04 Byrjun fótboltatímabilsins frestað fram í miðjan maí Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum í dag að fresta byrjun Íslandsmótsins og bikarkeppninnar í fótbolta. Nú er áætlað að keppni í þessum mótum hefjist um miðjan maí. 19. mars 2020 19:41 EM verður haldið á næsta ári Evrópumót karla í fótbolta verður haldið á næsta ári. 17. mars 2020 12:35 Hitapulsan blásin upp | „Sé enga ástæðu til að þetta klikki“ Í dag var hitadúkur lagður yfir Laugardalsvöll til að losa um frost og kulda á grasi vallarins, sem verið hefur snævi þakinn síðustu vikur. Það er mikilvægur liður í að gera völlinn kláran fyrir stórleik Íslands og Rúmeníu 26. mars í umspili um sæti á EM karla. 6. mars 2020 19:00 Þurftu að taka pulsuna af Laugardalsvelli í dag Hitatjaldið er ekki lengur yfir Laugardalsvellinum en það var óvænt tekið af vellinum í dag. 19. mars 2020 16:08 Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Fleiri fréttir Blaðamannafundur Íslands: Farið yfir málin fyrir Frakkaleikinn Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands Sjá meira
Ísland og Rúmenía mætast 4. júní Búið er raða leikjunum um sæti á EM 2021 á nýjar dagsetningar. 20. mars 2020 14:04
Byrjun fótboltatímabilsins frestað fram í miðjan maí Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum í dag að fresta byrjun Íslandsmótsins og bikarkeppninnar í fótbolta. Nú er áætlað að keppni í þessum mótum hefjist um miðjan maí. 19. mars 2020 19:41
EM verður haldið á næsta ári Evrópumót karla í fótbolta verður haldið á næsta ári. 17. mars 2020 12:35
Hitapulsan blásin upp | „Sé enga ástæðu til að þetta klikki“ Í dag var hitadúkur lagður yfir Laugardalsvöll til að losa um frost og kulda á grasi vallarins, sem verið hefur snævi þakinn síðustu vikur. Það er mikilvægur liður í að gera völlinn kláran fyrir stórleik Íslands og Rúmeníu 26. mars í umspili um sæti á EM karla. 6. mars 2020 19:00
Þurftu að taka pulsuna af Laugardalsvelli í dag Hitatjaldið er ekki lengur yfir Laugardalsvellinum en það var óvænt tekið af vellinum í dag. 19. mars 2020 16:08