Innlent

Farþegarýmum strætisvagna verður skipt upp

Andri Eysteinsson skrifar
visir-img
Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson

Ákveðið hefur verið að farþegarýmum í strætisvögnum höfuðborgarsvæðið verði skipt upp í tvennt. Sá háttur verður hafður á að borði verður strengdur fyrir fremsta hluta vagnanna til þess að aðskilja svæði bílstjóra vagnsins og svæði farþega.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó Bs. Þar segir einnig að farþegar muni halda áfram að ganga inn í vagninn um mið- eða afturdyr vagnsins og geta greitt fargjaldið með því að sýna bílstjóra strætókort eða strætóappið.

Þá verður sérstökum bráðabirgðabauk komið fyrir á farþegasvæði vagnsins fyrir þá sem vilja greiða fargjald með peningum eða strætómiðum.

Farþegar eru þó hvattir til að nota strætókort eða strætóappið til að fækka snertiflötum í vagninum, slíkt verður uppi á teningnum þar til að samkomubanni lýkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×