Bandaríska karlatímaritið mun hætta að koma út á prenti með vorinu. Í tilkynningu frá framkvæmdastjóra segir að útbreiðsla kórónuveirunnar hafi flýtt þeirri umræðu sem hafi þegar átt sér stað innan fyrirtækisins um framtíð prentútgáfunnar.
Playboy kom fyrst út á prenti fyrir 66 árum en það var Hugh Hefner sem var forsprakki blaðsins um margra áratuga skeið. Hann lést árið 2017, þá 91 árs að aldri.
Útgáfan hefur því staðið í um 66 ár, en ákvörðun hefur nú verið tekin um að tölublaðið sem verður gefið út í vor verði það síðasta í Bandaríkjunum sem kemur út á prenti.
Ben Kohn, framkvæmdastjóri Playboy Enterprises, sagði í bréfi sem birtist á miðvikudaginn að fyrirtækið hafi íhugað að hætta útgáfu á prenti um nokkurt skeið en að með útbreiðslu kórónuveirunnar hafi truflun orðið bæði á framleiðslu efnis og eftirspurn. Því hafi ákvörðuninni um að hætta prentútgáfu verið flýtt.
Fyrsta tölublað Playboy kom út í desember 1953 þar sem Marilyn Monroe sat fyrir á myndinni sem var á forsíðu.