Ráðleggja Manchester United mönnum að skoða leiki Frakka á HM 2018 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. mars 2020 14:00 Paul Pogba með heimsbikarinn sem hann vann með franska landsliðinu sumarið 2018. Getty/ David Ramos Miðja Manchester United gæti verið virkilega spennandi á næsta tímabili takist mönnum á Old Trafford að kveikja á Paul Pogba og fá hann til að vinna vel með nýju stjörnunni Bruno Fernandes. Bruno Fernandes hefur slegið í gegn á fyrstu mánuðum sínum hjá Manchester United og á sama tíma og Paul Pogba situr sem fastast á meiðslalistanum. Paul Pogba var á förum frá félaginu en það er komið eitthvað annað hljóð í kappann nú þegar hefur birt yfir öllu á Old Trafford eftir gott gengi að undanförnu. Verði Paul Pogba áfram er lykilatriði að hann nái sér aftur á strik og sýni meiri stöðugleika en hann hefur gert síðustu ár í búningi Manchester United. EXPLAINED: How Man Utd could learn from France's 2018 World Cup-winning team in order to fit Paul Pogba and Bruno Fernandes in the same side. The similarities are striking... but the problems might be the same. #SquawkaTalker— Squawka Football (@Squawka) March 19, 2020 Miðja með þá Paul Pogba og Bruno Fernandes hlýtur að vera spennandi kostur fyrir stuðningsmenn Manchester United. En hver á að vera aðalmaðurinn og hver á að taka af sér aukahlutverkið? Ekki geta þeir báðir verið í holunni og ekki er heldur gott að festa þá báða niður á miðjunni. Framtíðarmiðja Manchester United var umræðuefni í hlaðvarpsþætti Squawka og þar reyndu menn að svara spurningunni hvort að miðja með Pogba og Fernandes geti talist vera sú besta í ensku úrvalsdeildinni. Menn eru almennt bjartsýnir með sóknarleik Manchester United með þá Paul Pogba og Bruno Fernandes en hafa meiri áhyggjur af varnarleiknum og leikina á móti sterkari liðunum. Þar þyrfti möguleika að færa Bruno Fernandes enn framar á völlinn. Manchester United hefur ekki tapað leik með Bruno Fernandes innanborðs og Fred hefur vaxið mikið í sínu hlutverki að undanförnu. Þá er stærsta spurningin hvernig er hægt að koma Pogba inn í hlutina án þess að taka frá hinum. Hlaðvarpsmenn Squawka ráðleggja Manchester United mönnum meðal annars að horfa á leiki franska landsliðsins frá HM í Rússlandi 2018 og hvernig franska landsliðinu tókst að fá það besta frá Paul Pogba. Hjá franska liðinu er N'Golo Kanté náttúurlega gríðarlega mikilvægur til að vinna boltann inn á miðjunni. Hann spilar aftast á miðju franska liðsins. Þetta hlutverki gæti farið til manna eins og Fred, Scott McTominay og Nemanja Matić. Paul Pogba spilaði hægra megin við N'Golo Kanté sem er almennt ekki talin vera hans besta staða. Pogba var samt sannur leikstjórnandi franska liðsins en spilaði mun aftar en hann hefur gert hjá Manchester United. Pogba yrði áfram í því hlutverki sem kom svo vel út hjá United. Bruno Fernandes yrði þá í svipuðu hlutverki eins og Antoine Griezmann hjá franska landsliðinu á HM 2018 þar sem Griezmann skaut bæði oftast á markið og skapaði flest færi fyrir félaga sína. Hér fyrir neðan má heyra þessa fróðlegu umræðu um miðju Manchester United sem hefst eftir 45 mínútur. Enski boltinn Tengdar fréttir Pogba verður áfram á Old Trafford á næstu leiktíð Paul Pogba verður leikmaður Manchester United á næstu leiktíð ef marka má orð Ole Gunnar Solskjær, þjálfara liðsins, í gær. 13. mars 2020 15:00 Rio segir að United verði að fara taka ákvörðun varðandi Pogba Rio Ferdinand, fyrrum leikmaður Manchester United, segir að félagið þurfi að taka ákvörðun hvort að það ætli að halda Paul Pogba eða ekki. 6. mars 2020 12:30 Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Fleiri fréttir Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Sjá meira
Miðja Manchester United gæti verið virkilega spennandi á næsta tímabili takist mönnum á Old Trafford að kveikja á Paul Pogba og fá hann til að vinna vel með nýju stjörnunni Bruno Fernandes. Bruno Fernandes hefur slegið í gegn á fyrstu mánuðum sínum hjá Manchester United og á sama tíma og Paul Pogba situr sem fastast á meiðslalistanum. Paul Pogba var á förum frá félaginu en það er komið eitthvað annað hljóð í kappann nú þegar hefur birt yfir öllu á Old Trafford eftir gott gengi að undanförnu. Verði Paul Pogba áfram er lykilatriði að hann nái sér aftur á strik og sýni meiri stöðugleika en hann hefur gert síðustu ár í búningi Manchester United. EXPLAINED: How Man Utd could learn from France's 2018 World Cup-winning team in order to fit Paul Pogba and Bruno Fernandes in the same side. The similarities are striking... but the problems might be the same. #SquawkaTalker— Squawka Football (@Squawka) March 19, 2020 Miðja með þá Paul Pogba og Bruno Fernandes hlýtur að vera spennandi kostur fyrir stuðningsmenn Manchester United. En hver á að vera aðalmaðurinn og hver á að taka af sér aukahlutverkið? Ekki geta þeir báðir verið í holunni og ekki er heldur gott að festa þá báða niður á miðjunni. Framtíðarmiðja Manchester United var umræðuefni í hlaðvarpsþætti Squawka og þar reyndu menn að svara spurningunni hvort að miðja með Pogba og Fernandes geti talist vera sú besta í ensku úrvalsdeildinni. Menn eru almennt bjartsýnir með sóknarleik Manchester United með þá Paul Pogba og Bruno Fernandes en hafa meiri áhyggjur af varnarleiknum og leikina á móti sterkari liðunum. Þar þyrfti möguleika að færa Bruno Fernandes enn framar á völlinn. Manchester United hefur ekki tapað leik með Bruno Fernandes innanborðs og Fred hefur vaxið mikið í sínu hlutverki að undanförnu. Þá er stærsta spurningin hvernig er hægt að koma Pogba inn í hlutina án þess að taka frá hinum. Hlaðvarpsmenn Squawka ráðleggja Manchester United mönnum meðal annars að horfa á leiki franska landsliðsins frá HM í Rússlandi 2018 og hvernig franska landsliðinu tókst að fá það besta frá Paul Pogba. Hjá franska liðinu er N'Golo Kanté náttúurlega gríðarlega mikilvægur til að vinna boltann inn á miðjunni. Hann spilar aftast á miðju franska liðsins. Þetta hlutverki gæti farið til manna eins og Fred, Scott McTominay og Nemanja Matić. Paul Pogba spilaði hægra megin við N'Golo Kanté sem er almennt ekki talin vera hans besta staða. Pogba var samt sannur leikstjórnandi franska liðsins en spilaði mun aftar en hann hefur gert hjá Manchester United. Pogba yrði áfram í því hlutverki sem kom svo vel út hjá United. Bruno Fernandes yrði þá í svipuðu hlutverki eins og Antoine Griezmann hjá franska landsliðinu á HM 2018 þar sem Griezmann skaut bæði oftast á markið og skapaði flest færi fyrir félaga sína. Hér fyrir neðan má heyra þessa fróðlegu umræðu um miðju Manchester United sem hefst eftir 45 mínútur.
Enski boltinn Tengdar fréttir Pogba verður áfram á Old Trafford á næstu leiktíð Paul Pogba verður leikmaður Manchester United á næstu leiktíð ef marka má orð Ole Gunnar Solskjær, þjálfara liðsins, í gær. 13. mars 2020 15:00 Rio segir að United verði að fara taka ákvörðun varðandi Pogba Rio Ferdinand, fyrrum leikmaður Manchester United, segir að félagið þurfi að taka ákvörðun hvort að það ætli að halda Paul Pogba eða ekki. 6. mars 2020 12:30 Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Fleiri fréttir Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Sjá meira
Pogba verður áfram á Old Trafford á næstu leiktíð Paul Pogba verður leikmaður Manchester United á næstu leiktíð ef marka má orð Ole Gunnar Solskjær, þjálfara liðsins, í gær. 13. mars 2020 15:00
Rio segir að United verði að fara taka ákvörðun varðandi Pogba Rio Ferdinand, fyrrum leikmaður Manchester United, segir að félagið þurfi að taka ákvörðun hvort að það ætli að halda Paul Pogba eða ekki. 6. mars 2020 12:30