Samningur undirritaður í kjaradeilu í álverinu í Straumsvík og verkfalli frestað Kjartan Kjartansson skrifar 18. mars 2020 18:57 Álverið í Straumsvík þar sem verkfallsaðgerðir starfsmanna áttu að hefjast í næstu viku. Þeim hefur nú verið frestað. Vísir/Vilhelm Fulltrúar starfsmanna ISAL, álversins í Straumsvík, og Samtaka atvinnulífsins skrifuðu undir nýjan kjarasamning í dag. Boðuðum verkfallsaðgerðum sem áttu að hefjast í næstu viku hefur verið frestað um tvær vikur. Reinhold Richter, aðaltrúnaðarmaður starfsmanna ISAL, staðfestir að samningar hafi náðst í samtali við Vísi. Um er að ræða sama samning og legið hefur fyrir frá 24. janúar. Rio Tinto, móðurfélag álversins í Straumsvík, veitti stjórnendum þess hér á landi ekki leyfi til að skrifa undir samninginn á þeim tíma. Fyrstu verkfallsaðgerðir starfsmanna áttu að hefjast þriðjudaginn 24. mars. Þeim hefur nú verið frestað um tvær vikur á meðan starfsmenn greiða atkvæði um samninginn. Atkvæðagreiðslan fer fram dagana 25.- 27. mars og ættu úrslit að liggja fyrir sama dag og henni lýkur. Fimm stéttarfélög eiga aðild að samningnum: Verkalýðsfélagið Hlíf, VR, Rafiðnaðarsambandið, VM - félag vélstjóra og málmtæknimanna og FIT – félag iðn- og tæknigreina. Reinhold segir að þau muni vinna kynningarpakka um efni samningsins sameiginlega en þangað til geti hann ekki upplýst um innihald hans. Samningurinn byggi þó á sömu forsendum og þeir sem hafa verið gerðir í kjölfar lífskjarasamningsins. Á vefsíðu Hlífar kemur fram að samningurinn gildi frá 1. júní 2019 til 31. mars 2021. Samningurinn byggi í öllum meginatriðum á kjarasamningnum sem var gerður í janúar en við hann hafi verið bætt leiðréttingum á ýmsu þar sem laun starfsfólks álversins hafi dregist aftur úr öðrum samningum frá 2015. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum af vefsíðu Hlífar. Stóriðja Hafnarfjörður Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Sjá meira
Fulltrúar starfsmanna ISAL, álversins í Straumsvík, og Samtaka atvinnulífsins skrifuðu undir nýjan kjarasamning í dag. Boðuðum verkfallsaðgerðum sem áttu að hefjast í næstu viku hefur verið frestað um tvær vikur. Reinhold Richter, aðaltrúnaðarmaður starfsmanna ISAL, staðfestir að samningar hafi náðst í samtali við Vísi. Um er að ræða sama samning og legið hefur fyrir frá 24. janúar. Rio Tinto, móðurfélag álversins í Straumsvík, veitti stjórnendum þess hér á landi ekki leyfi til að skrifa undir samninginn á þeim tíma. Fyrstu verkfallsaðgerðir starfsmanna áttu að hefjast þriðjudaginn 24. mars. Þeim hefur nú verið frestað um tvær vikur á meðan starfsmenn greiða atkvæði um samninginn. Atkvæðagreiðslan fer fram dagana 25.- 27. mars og ættu úrslit að liggja fyrir sama dag og henni lýkur. Fimm stéttarfélög eiga aðild að samningnum: Verkalýðsfélagið Hlíf, VR, Rafiðnaðarsambandið, VM - félag vélstjóra og málmtæknimanna og FIT – félag iðn- og tæknigreina. Reinhold segir að þau muni vinna kynningarpakka um efni samningsins sameiginlega en þangað til geti hann ekki upplýst um innihald hans. Samningurinn byggi þó á sömu forsendum og þeir sem hafa verið gerðir í kjölfar lífskjarasamningsins. Á vefsíðu Hlífar kemur fram að samningurinn gildi frá 1. júní 2019 til 31. mars 2021. Samningurinn byggi í öllum meginatriðum á kjarasamningnum sem var gerður í janúar en við hann hafi verið bætt leiðréttingum á ýmsu þar sem laun starfsfólks álversins hafi dregist aftur úr öðrum samningum frá 2015. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum af vefsíðu Hlífar.
Stóriðja Hafnarfjörður Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Sjá meira