Víðir stoltur af Íslendingum sem mega þó ekki slaka á Sylvía Hall skrifar 18. apríl 2020 15:26 Frá fundi dagsins. Mynd/Lögreglan Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segist stoltur af þeim árangri sem Íslendingar hafa náð í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Allir hafi lagt sitt af mörkum og langflestir fylgt fyrirmælum yfirvalda. „Ég er mjög stoltur af því hvernig við sem samfélag höfum tekið á þessu verkefni. Þó svo að hægt sé að tína upp einstaka tilfelli þar sem hefði mátt gera betur þá er það þannig með öll okkar mannanna verk að við getum alltaf gert betur og við getum alltaf lært eitthvað,“ sagði Víðir í dag, aðspurður hvort hann væri enn á þeirri skoðun að við værum að standa okkur vel í sóttvarnaraðgerðum. „Í þessu samhengi erum við búin að gera góða hluti og ég held að árangurinn af faraldrinum hingað til hafi sýnt það.“ Hann segir þó mikilvægt að fólk sýni þolinmæði og muni að 4. maí er ekki kominn. Þau hafi fullan skilning á því að fólki sé létt en það megi ekki slaka á núna. „Við erum búin að vera í mjög ströngum aðgerðum og það eru margir búnir að leggja gríðarlega mikið á sig; fólk á hjúkrunarheimilum ekki fengið heimsóknir og fólk að missa vinnuna og allt það. Maður skilur það vel að fólki sé pínu létt og þar af leiðandi vilji slaka aðeins á og verði pínulítið kærulausara. Nú þurfum við að draga djúpt andann og halda áfram á þessari vegferð sem við höfum verið,“ segir Víðir. Enginn hefur áhuga á bakslagi Víðir segir árangurinn hingað til góðan og því þurfum við að passa að hann verði ekki til einskis. Samkomubann sé enn í gildi þó stefnt sé að því að aflétta einhverjum takmörkunum 4. maí. „Ég held það sé ekki nokkur áhugi, alveg sama hvern maður spyr að því, á því að við fáum eitthvert bakslag og þurfum að fara að grípa til frekari aðgerða eða þá í versta falli að við sjáum aukningu aftur á gjörgæslu eða fleira fólk veikist meira.“ Hann segir þó fulla ástæðu til þess að vera stolt af árangrinum hingað til. Það sé þó mikilvægara eftir 4. maí að fólk haldi einbeitingunni. „Við munum geta gert meira eftir 4. maí en það eru enn þá rúmar tvær vikur þangað til og við verðum að halda einbeitingu þangað til og eftir það ekki síður. Það verður líka mikil áskorun þegar skólarnir eru komnir á fullt og margt í samfélaginu mun endurspegla það að við séum farin að leyfa okkur meira, en þá kallar það enn þá frekar á í maí að við höldum einbeitingunni og pössum fyrir hvað við erum búin að berjast fyrir allar þessar vikur og alla þessa daga og allan þennan tíma – allt sem við erum búin að fórna nú þegar.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Svona var 48. upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. 18. apríl 2020 13:12 Smitum fjölgaði um sex milli daga Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.760 hér á landi. 18. apríl 2020 13:00 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segist stoltur af þeim árangri sem Íslendingar hafa náð í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Allir hafi lagt sitt af mörkum og langflestir fylgt fyrirmælum yfirvalda. „Ég er mjög stoltur af því hvernig við sem samfélag höfum tekið á þessu verkefni. Þó svo að hægt sé að tína upp einstaka tilfelli þar sem hefði mátt gera betur þá er það þannig með öll okkar mannanna verk að við getum alltaf gert betur og við getum alltaf lært eitthvað,“ sagði Víðir í dag, aðspurður hvort hann væri enn á þeirri skoðun að við værum að standa okkur vel í sóttvarnaraðgerðum. „Í þessu samhengi erum við búin að gera góða hluti og ég held að árangurinn af faraldrinum hingað til hafi sýnt það.“ Hann segir þó mikilvægt að fólk sýni þolinmæði og muni að 4. maí er ekki kominn. Þau hafi fullan skilning á því að fólki sé létt en það megi ekki slaka á núna. „Við erum búin að vera í mjög ströngum aðgerðum og það eru margir búnir að leggja gríðarlega mikið á sig; fólk á hjúkrunarheimilum ekki fengið heimsóknir og fólk að missa vinnuna og allt það. Maður skilur það vel að fólki sé pínu létt og þar af leiðandi vilji slaka aðeins á og verði pínulítið kærulausara. Nú þurfum við að draga djúpt andann og halda áfram á þessari vegferð sem við höfum verið,“ segir Víðir. Enginn hefur áhuga á bakslagi Víðir segir árangurinn hingað til góðan og því þurfum við að passa að hann verði ekki til einskis. Samkomubann sé enn í gildi þó stefnt sé að því að aflétta einhverjum takmörkunum 4. maí. „Ég held það sé ekki nokkur áhugi, alveg sama hvern maður spyr að því, á því að við fáum eitthvert bakslag og þurfum að fara að grípa til frekari aðgerða eða þá í versta falli að við sjáum aukningu aftur á gjörgæslu eða fleira fólk veikist meira.“ Hann segir þó fulla ástæðu til þess að vera stolt af árangrinum hingað til. Það sé þó mikilvægara eftir 4. maí að fólk haldi einbeitingunni. „Við munum geta gert meira eftir 4. maí en það eru enn þá rúmar tvær vikur þangað til og við verðum að halda einbeitingu þangað til og eftir það ekki síður. Það verður líka mikil áskorun þegar skólarnir eru komnir á fullt og margt í samfélaginu mun endurspegla það að við séum farin að leyfa okkur meira, en þá kallar það enn þá frekar á í maí að við höldum einbeitingunni og pössum fyrir hvað við erum búin að berjast fyrir allar þessar vikur og alla þessa daga og allan þennan tíma – allt sem við erum búin að fórna nú þegar.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Svona var 48. upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. 18. apríl 2020 13:12 Smitum fjölgaði um sex milli daga Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.760 hér á landi. 18. apríl 2020 13:00 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Svona var 48. upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. 18. apríl 2020 13:12
Smitum fjölgaði um sex milli daga Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.760 hér á landi. 18. apríl 2020 13:00