Vaxandi neyð hjá öryrkjum vegna veirunnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. mars 2020 16:06 Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ. ÖBÍ Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, segir að aldrei fyrr hafi það verið mikilvægara að fatlað fólk fái þá aðstoð sem það þarf og að örorkulífeyrir tryggi mannsæmandi líf. „Ég hef í dag tekið við símtölum frá fólki í sárri neyð og hingað hefur komið grátandi fólk sem á ekki fyrir mat á sama tíma og hjálparstofnanir hafa þurft að loka. Það er náttúrulega skammarlegt að fátækt fái að þrífast í samfélagi okkar, en núna snýst þetta um svo miklu meira,“ segir Þuríður Harpa í fréttatilkynningu. Hún hefur eftir Catalinu Devandas, sérstökum skýrslugjafa hjá Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna, sem segir að lítið hafi verið gert til að veita fötluðu fólki stuðning og upplýsingar, svo hægt sé að vernda það meðan faraldurinn gengur yfir. „Fötluðu fólki finnst það afskipt,” segir Devandas. „Það getur verið ógjörningur fyrir þá sem reiða sig á stuðning annarra til daglegra athafna svo sem að nærast, klæðast og þrífast, að fylgja sóttvarnarleiðum eins og sóttkví og að viðhalda fjarlægð.” Hún segir þennan stuðning lífsnauðsynlegan og að ríki heims verði að grípa til viðeigandi aðgerða til að tryggja áframhaldandi stuðning í því neyðarástandi sem nú ríki. Þá hefur NPA miðstöðin sent beiðni til Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra þess efnis að starfsfólk í NPA þjónustu verði á lista yfir þær starfstéttir sem fá forgang að þjónustu leik- og grunnskóla til að geta sinnt störfum sínum fyrir fatlað fólk sem nýtur NPA þjónustu. Ekki þurfi að fara mörgum orðum um mikilvægi þess. Catalina Devandas leggur einnig áherslu á afkomutryggingar fatlaðs fólks. „Aukinn fjárhagsstuðningur er líka bráðnauðsynlegur til að draga úr þeirri hættu að fatlað fólk og fjölskyldur þeirra dragist inn í meiri fátækt eða meiri hættu,” segir Devandas. Hún leggur áherslu á að ríki heims hafi ríkari ábyrgð að gegna gagnvart fötluðu fólki sökum þeirra innbyggðu mismununar sem fatlað fólk býr við. Catalina Devandes hvetur einnig aðildarríki Sameinuðu þjóðanna til að hafa samráð við samtök fatlaðs fólks og hafa þau við borðið í allri vinnu við viðbrögðum við því sóttvarnarástandi sem nú ríkir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Félagsmál Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Fleiri fréttir Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Sjá meira
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, segir að aldrei fyrr hafi það verið mikilvægara að fatlað fólk fái þá aðstoð sem það þarf og að örorkulífeyrir tryggi mannsæmandi líf. „Ég hef í dag tekið við símtölum frá fólki í sárri neyð og hingað hefur komið grátandi fólk sem á ekki fyrir mat á sama tíma og hjálparstofnanir hafa þurft að loka. Það er náttúrulega skammarlegt að fátækt fái að þrífast í samfélagi okkar, en núna snýst þetta um svo miklu meira,“ segir Þuríður Harpa í fréttatilkynningu. Hún hefur eftir Catalinu Devandas, sérstökum skýrslugjafa hjá Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna, sem segir að lítið hafi verið gert til að veita fötluðu fólki stuðning og upplýsingar, svo hægt sé að vernda það meðan faraldurinn gengur yfir. „Fötluðu fólki finnst það afskipt,” segir Devandas. „Það getur verið ógjörningur fyrir þá sem reiða sig á stuðning annarra til daglegra athafna svo sem að nærast, klæðast og þrífast, að fylgja sóttvarnarleiðum eins og sóttkví og að viðhalda fjarlægð.” Hún segir þennan stuðning lífsnauðsynlegan og að ríki heims verði að grípa til viðeigandi aðgerða til að tryggja áframhaldandi stuðning í því neyðarástandi sem nú ríki. Þá hefur NPA miðstöðin sent beiðni til Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra þess efnis að starfsfólk í NPA þjónustu verði á lista yfir þær starfstéttir sem fá forgang að þjónustu leik- og grunnskóla til að geta sinnt störfum sínum fyrir fatlað fólk sem nýtur NPA þjónustu. Ekki þurfi að fara mörgum orðum um mikilvægi þess. Catalina Devandas leggur einnig áherslu á afkomutryggingar fatlaðs fólks. „Aukinn fjárhagsstuðningur er líka bráðnauðsynlegur til að draga úr þeirri hættu að fatlað fólk og fjölskyldur þeirra dragist inn í meiri fátækt eða meiri hættu,” segir Devandas. Hún leggur áherslu á að ríki heims hafi ríkari ábyrgð að gegna gagnvart fötluðu fólki sökum þeirra innbyggðu mismununar sem fatlað fólk býr við. Catalina Devandes hvetur einnig aðildarríki Sameinuðu þjóðanna til að hafa samráð við samtök fatlaðs fólks og hafa þau við borðið í allri vinnu við viðbrögðum við því sóttvarnarástandi sem nú ríkir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Félagsmál Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Fleiri fréttir Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Sjá meira