„Það er einhver stórkostlegur misskilningur hjá stjórnarandstöðunni“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. apríl 2020 12:07 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra. Vísir/Egill Samgönguráðherra sakar stjórnarandstöðuna um fjarstæðukenndar yfirlýsingar og stórkostlegan misskilning vegna máls sem átti að vera á dagskrá þingfundar í vikunni er varðar samvinnuverkefni í vegaframkvæmdum. Þótt frumvarpið sé ekki lagt fram sem sérstakt viðbragð við kórónuveirufaraldrinum lítur ráðherra á það sem hluta af viðspyrnu fyrir íslenskt efnahagslíf. Á dagskrá þingfundar á miðvikudaginn voru sjö mál frá ríkisstjórninni sem ekki tengjast beinlínis viðbrögðum stjórnvalda við kórónuveirufaraldrinum. Stjórnarandstaðan lýsti verulegri óánægju með þetta sem endaði með því að forseti Alþingis tók öll mál af dagskrá, líka óundirbúinn fyrirspurnatíma og umræðu um störf þingsins, og sleit þingfundi. Sjá einnig: „Hann vissi nákvæmlega í hvað stefndi“ Eitt þeirra stjórnarmála sem var á dagskrá er frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, sem varðar samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir. Með því er gert ráð fyrir að Vegagerðinni verði heimilt að semja við einkaaðila um sex tiltekin verkefni í vegagerð og kveðið er á um heimild til að heimta veggjöld. Það var einkum þetta frumvarp sem stjórnarandstaðan var óhress með að sett væri á dagskrá enda sé málið umdeilt í öllum flokkum. Sigurður Ingi segist hissa á framgöngu stjórnarandstöðunnar. „Það er einhver stórkostlegur misskilningur hjá stjórnarandstöðunni. Þetta mál er framhald af Hvalfjarðagangamódelinu. Margir hafa litið á það, og þar á meðal ríkisstjórnin, að þetta er hluti af viðspyrnunni eftir Covid og þess vegna alveg fjarstæðukenndar yfirlýsingar sem að stjórnarandstaðan var með í kringum þetta mál,“ segir Sigurður Ingi. Þess ber þó að geta að óánægja stjórnarandstöðunnar snýr ekki aðeins að þessu máli sem slíku heldur einnig því hvernig forseti Alþingis hefur haldið á málum við skipulag dagskrár þingfunda. Með því að setja önnur mál á dagskrá en sérstök Covid-19 mál hafi hann svikið samkomulag um að aðeins slík mál ættu að vera í forgangi. Það hafi bætt gráu ofan á svart að eitt þeirra mála hafi verið veggjaldafrumvarp samgönguráðherra. „Ég eiginlega botna ekkert í hugsunarhætti þeirra gagnvart því. Þarna er verið að fara í viðspyrnu til þess að fara í frekari verkefni. Ávinningurinn af því er augljós, ekki sýst fyrir þann sem notar framkvæmdina alveg eins og Hvalfjarðarmódelið var,“ segir Sigurður Ingi. Alþingi Samgöngur Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir Steingrím vera að „gera eitthvað af sér“ þegar hann segist gera eitthvað „í fullri vinsemd“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að þegar Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segist gera eitthvað „í fullri vinsemd“ sé hann að gera eitthvað af sér. Hann telji betra að sleppa þingfundi alveg en að hrúga einhverjum stjórnarmálum inn í nefndir.“ 16. apríl 2020 20:00 „Ég get ekki borið ábyrgð á hegðun þingmanna“ Steingrímur J. Sigfússon, þingforseti segist ekki geta borið ábyrgð á hegðun annarra þingmanna og því hafi hann ekki séð annan kost í stöðunni en að slíta þingfundi í morgun. 16. apríl 2020 21:20 Taldi þingmenn og skammaði forseta Alþingis sem sleit þingfundi eftir örfáar mínútur Þingfundur sem hófst klukkan hálf ellefu í morgun var slegin af aðeins nokkrum mínútum eftir að hann hófst í morgun. 16. apríl 2020 11:12 Tvöföldun Hvalfjarðarganga og Sundabraut meðal verkefna sem boðuð eru í frumvarpi Sigurðar Inga Áætlað er sex svokölluð samvinnuverkefni í vegagerð geti skapað allt að fjögur þúsund ársverk. 18. mars 2020 16:24 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Samgönguráðherra sakar stjórnarandstöðuna um fjarstæðukenndar yfirlýsingar og stórkostlegan misskilning vegna máls sem átti að vera á dagskrá þingfundar í vikunni er varðar samvinnuverkefni í vegaframkvæmdum. Þótt frumvarpið sé ekki lagt fram sem sérstakt viðbragð við kórónuveirufaraldrinum lítur ráðherra á það sem hluta af viðspyrnu fyrir íslenskt efnahagslíf. Á dagskrá þingfundar á miðvikudaginn voru sjö mál frá ríkisstjórninni sem ekki tengjast beinlínis viðbrögðum stjórnvalda við kórónuveirufaraldrinum. Stjórnarandstaðan lýsti verulegri óánægju með þetta sem endaði með því að forseti Alþingis tók öll mál af dagskrá, líka óundirbúinn fyrirspurnatíma og umræðu um störf þingsins, og sleit þingfundi. Sjá einnig: „Hann vissi nákvæmlega í hvað stefndi“ Eitt þeirra stjórnarmála sem var á dagskrá er frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, sem varðar samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir. Með því er gert ráð fyrir að Vegagerðinni verði heimilt að semja við einkaaðila um sex tiltekin verkefni í vegagerð og kveðið er á um heimild til að heimta veggjöld. Það var einkum þetta frumvarp sem stjórnarandstaðan var óhress með að sett væri á dagskrá enda sé málið umdeilt í öllum flokkum. Sigurður Ingi segist hissa á framgöngu stjórnarandstöðunnar. „Það er einhver stórkostlegur misskilningur hjá stjórnarandstöðunni. Þetta mál er framhald af Hvalfjarðagangamódelinu. Margir hafa litið á það, og þar á meðal ríkisstjórnin, að þetta er hluti af viðspyrnunni eftir Covid og þess vegna alveg fjarstæðukenndar yfirlýsingar sem að stjórnarandstaðan var með í kringum þetta mál,“ segir Sigurður Ingi. Þess ber þó að geta að óánægja stjórnarandstöðunnar snýr ekki aðeins að þessu máli sem slíku heldur einnig því hvernig forseti Alþingis hefur haldið á málum við skipulag dagskrár þingfunda. Með því að setja önnur mál á dagskrá en sérstök Covid-19 mál hafi hann svikið samkomulag um að aðeins slík mál ættu að vera í forgangi. Það hafi bætt gráu ofan á svart að eitt þeirra mála hafi verið veggjaldafrumvarp samgönguráðherra. „Ég eiginlega botna ekkert í hugsunarhætti þeirra gagnvart því. Þarna er verið að fara í viðspyrnu til þess að fara í frekari verkefni. Ávinningurinn af því er augljós, ekki sýst fyrir þann sem notar framkvæmdina alveg eins og Hvalfjarðarmódelið var,“ segir Sigurður Ingi.
Alþingi Samgöngur Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir Steingrím vera að „gera eitthvað af sér“ þegar hann segist gera eitthvað „í fullri vinsemd“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að þegar Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segist gera eitthvað „í fullri vinsemd“ sé hann að gera eitthvað af sér. Hann telji betra að sleppa þingfundi alveg en að hrúga einhverjum stjórnarmálum inn í nefndir.“ 16. apríl 2020 20:00 „Ég get ekki borið ábyrgð á hegðun þingmanna“ Steingrímur J. Sigfússon, þingforseti segist ekki geta borið ábyrgð á hegðun annarra þingmanna og því hafi hann ekki séð annan kost í stöðunni en að slíta þingfundi í morgun. 16. apríl 2020 21:20 Taldi þingmenn og skammaði forseta Alþingis sem sleit þingfundi eftir örfáar mínútur Þingfundur sem hófst klukkan hálf ellefu í morgun var slegin af aðeins nokkrum mínútum eftir að hann hófst í morgun. 16. apríl 2020 11:12 Tvöföldun Hvalfjarðarganga og Sundabraut meðal verkefna sem boðuð eru í frumvarpi Sigurðar Inga Áætlað er sex svokölluð samvinnuverkefni í vegagerð geti skapað allt að fjögur þúsund ársverk. 18. mars 2020 16:24 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Segir Steingrím vera að „gera eitthvað af sér“ þegar hann segist gera eitthvað „í fullri vinsemd“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að þegar Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segist gera eitthvað „í fullri vinsemd“ sé hann að gera eitthvað af sér. Hann telji betra að sleppa þingfundi alveg en að hrúga einhverjum stjórnarmálum inn í nefndir.“ 16. apríl 2020 20:00
„Ég get ekki borið ábyrgð á hegðun þingmanna“ Steingrímur J. Sigfússon, þingforseti segist ekki geta borið ábyrgð á hegðun annarra þingmanna og því hafi hann ekki séð annan kost í stöðunni en að slíta þingfundi í morgun. 16. apríl 2020 21:20
Taldi þingmenn og skammaði forseta Alþingis sem sleit þingfundi eftir örfáar mínútur Þingfundur sem hófst klukkan hálf ellefu í morgun var slegin af aðeins nokkrum mínútum eftir að hann hófst í morgun. 16. apríl 2020 11:12
Tvöföldun Hvalfjarðarganga og Sundabraut meðal verkefna sem boðuð eru í frumvarpi Sigurðar Inga Áætlað er sex svokölluð samvinnuverkefni í vegagerð geti skapað allt að fjögur þúsund ársverk. 18. mars 2020 16:24