Mótmæltu fyrirhuguðu ferðabanni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. mars 2020 20:01 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Vísir/Vilhelm Ferðaskrifstofur hafa í samvinnu við Icelandair skipulagt loftbrú til að flytja Íslendinga heim frá Kanaríeyjum í fimmtán flugferðum á fjórum dögum. Íslensk stjórnvöld hafa mótmælt hugmyndum innan Evrópusambandsins um ferðabann innan Schengen svæðisins. Það hefur verið nokkuð rólegt yfir í flugstöðinni Keflavík. Margir þeirra örfáu ferðamanna sem komu til landsins um klukkan tíu í morgun voru með andlitsgrímur. Minnst sautján af þrjátíu og einni fyrirhugaðri brottför hefur til að mynda verið aflýst á tímabilinu frá því um klukkan eitt í nótt til klukkan tíu í kvöld. Ferðaskrifstofa Íslands, Vita og Heimsferðir í samstarfi við Icelandair hafa aftur á móti skipulagt loftbrú frá Kanaríeyjum til Íslands þar sem nú er útgöngubann. Icelandair hyggst fljúga fimmtán ferðir þangað næstu fjóra daga. Reiknað er með að þeir á milli tvö og þrjú þúsund Íslendingar sem staddir eru á Kanaríeyjum á vegum ferðaskrifstofa verði komnir heim á föstudag. Einnig er hafin almenn sala flugferða sem áætlaðar eru á föstudaginn frá Tenerife og Kanarí. Ferðabannið rætt á leiðtogafundi ESB Tillaga framkvæmdastjórnar ESB um tímabundið bann við óþarfa ferðalögum á Scengen-svæðinu var rædd á fundi ríkisstjórnar í Ráðherrabústaðnum í morgun. „Við höfum komið á framfæri ákveðnum mótmælum enda höfum við fylgt vísindalegum sjónarmiðum í öllum okkar ákvörðunum varðandi veiruna til þessa," sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi. „Það kemur ákvörðun sem verður borin undir leiðtogafund í dag og henni verður beint til Íslands," sagði Áslaug en leiðtogafundi Evrópusambandsríkjanna sem fram fór í gegnum fjarfundabúnað og lauk nú fyrr í kvöld. „Það hafa þegar ýmis landamæri verið lokuð víða, ekki bara innan Schengen-landanna heldur mun víðar og þetta mun ekki hafa áhrif á þær lokanir. Þær munu áfram halda þó að það sé verið að beina til þess að ytri landamæri Schengen muni einnig loka. En við getum þá áfram ferðast innan landa sem ekki ennþá hafa lokað sínum eigin landamærum," sagði Áslaug. Ekki stefnan að grípa inn í rekstur Icelandair Til viðbótar við þær ferðatakmarkanir sem þegar hafa tekið gildi er ljóst er að slíkt ferðabann myndi hafa veruleg áhrif á Icelandair. „Við erum ekki með nein áform um það en það er langbest að spyrja forsvarsmenn fyrirtækisins um það hver staðan er og ég skil það þannig að þeir séu að reyna að laga sig að aðstæðum og þetta nýjasta sem er að gerast á schengen svæðinu er kannski ekki til að hjálpa," sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi. Rætt var við Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld en hann ræddi meðal annars við utanríkisráðherra Bandaríkjanna í dag. Lengra viðtal við Guðlaug Þór má sjá í spilaranum hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Ferðamennska á Íslandi Utanríkismál Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira
Ferðaskrifstofur hafa í samvinnu við Icelandair skipulagt loftbrú til að flytja Íslendinga heim frá Kanaríeyjum í fimmtán flugferðum á fjórum dögum. Íslensk stjórnvöld hafa mótmælt hugmyndum innan Evrópusambandsins um ferðabann innan Schengen svæðisins. Það hefur verið nokkuð rólegt yfir í flugstöðinni Keflavík. Margir þeirra örfáu ferðamanna sem komu til landsins um klukkan tíu í morgun voru með andlitsgrímur. Minnst sautján af þrjátíu og einni fyrirhugaðri brottför hefur til að mynda verið aflýst á tímabilinu frá því um klukkan eitt í nótt til klukkan tíu í kvöld. Ferðaskrifstofa Íslands, Vita og Heimsferðir í samstarfi við Icelandair hafa aftur á móti skipulagt loftbrú frá Kanaríeyjum til Íslands þar sem nú er útgöngubann. Icelandair hyggst fljúga fimmtán ferðir þangað næstu fjóra daga. Reiknað er með að þeir á milli tvö og þrjú þúsund Íslendingar sem staddir eru á Kanaríeyjum á vegum ferðaskrifstofa verði komnir heim á föstudag. Einnig er hafin almenn sala flugferða sem áætlaðar eru á föstudaginn frá Tenerife og Kanarí. Ferðabannið rætt á leiðtogafundi ESB Tillaga framkvæmdastjórnar ESB um tímabundið bann við óþarfa ferðalögum á Scengen-svæðinu var rædd á fundi ríkisstjórnar í Ráðherrabústaðnum í morgun. „Við höfum komið á framfæri ákveðnum mótmælum enda höfum við fylgt vísindalegum sjónarmiðum í öllum okkar ákvörðunum varðandi veiruna til þessa," sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi. „Það kemur ákvörðun sem verður borin undir leiðtogafund í dag og henni verður beint til Íslands," sagði Áslaug en leiðtogafundi Evrópusambandsríkjanna sem fram fór í gegnum fjarfundabúnað og lauk nú fyrr í kvöld. „Það hafa þegar ýmis landamæri verið lokuð víða, ekki bara innan Schengen-landanna heldur mun víðar og þetta mun ekki hafa áhrif á þær lokanir. Þær munu áfram halda þó að það sé verið að beina til þess að ytri landamæri Schengen muni einnig loka. En við getum þá áfram ferðast innan landa sem ekki ennþá hafa lokað sínum eigin landamærum," sagði Áslaug. Ekki stefnan að grípa inn í rekstur Icelandair Til viðbótar við þær ferðatakmarkanir sem þegar hafa tekið gildi er ljóst er að slíkt ferðabann myndi hafa veruleg áhrif á Icelandair. „Við erum ekki með nein áform um það en það er langbest að spyrja forsvarsmenn fyrirtækisins um það hver staðan er og ég skil það þannig að þeir séu að reyna að laga sig að aðstæðum og þetta nýjasta sem er að gerast á schengen svæðinu er kannski ekki til að hjálpa," sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi. Rætt var við Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld en hann ræddi meðal annars við utanríkisráðherra Bandaríkjanna í dag. Lengra viðtal við Guðlaug Þór má sjá í spilaranum hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Ferðamennska á Íslandi Utanríkismál Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira