Rússnesk skúffufyrirtæki vilja 50 milljarða dala frá Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 17. mars 2020 15:19 Yevgeniy Viktorovich Prigozhin, sem kallaður er „kokkur Pútín“ á fyrirtækin sem um ræðir. Gety/Mikhail Metzel Forsvarsmenn rússnesku skúffufyrirtækjanna Concord Management og Concord Consulting segjast ætla að höfða mál gegn bandaríska ríkinu og fara fram á 50 milljarða dala í skaðabætur. Það vilja þeir gera eftir að bandarískir saksóknarar lögðu til að fella niður mál gegn fyrirtækjunum fyrir að fjármagna afskipta- og áróðursherferð Rússa í tengslum við forsetakosningarnar 2016. Saksóknarar drógu í efa að réttarhöldin, sem áttu að hefjast í næsta mánuði, myndu skila nokkrum árangri. Þeir segja fyrirtækin hafa reynt að nota gögn málsins til að grafa undan Rússarannsókninni svokölluðu, neitað að framfylgja skipunum dómskerfis Bandaríkjanna og þar að auki væru hluti sönnunargagnanna gegn fyrirtækinu skilgreindur sem ríkisleyndarmál. Óttast var að fyrirtækin myndu birta viðkvæm gögn sem kæmu að málinu á netinu og því væri í hag bandaríska ríkisins að fella málið niður. Í tillögunni um að málið yrði fellt niður skrifuðu saksóknarar að starfsmenn fyrirtækjanna hafi notað gögn málsins og dómskerfi Bandaríkjanna til að fræðast um það hvernig yfirvöld greini og komi í veg fyrir afskipti annarra ríkja af kosningum í Bandaríkjunum. Þeir segja að með þessu sé ekki verið að gera lítið úr Rússarannsókninni og enn sé verið að eltast við aðra sem voru einnig ákærðir. Fyrirtækin tvö voru ákærð í Rússarannsókn Robert Mueller. Auk þeirra voru ákærður lagðar fram gegn Internet Research Agency og tólf starfsmönnum þess fyrirtækis, sem gengur einnig undir nafninu „Tröllaverksmiðjan“. Concord-fyrirtækin eru í eigu auðjöfursins Yevgeniy Viktorovich Prigozhin, sem kallaður er „Kokkur“ Vladimir Putin, forseta Rússlands. Hann hefur fjármagnað Tröllaverksmiðjuna í gegnum fyrirtækin og var einnig ákærður í Rússarannsókninni. Skúffufyrirtækin skilgreindu greiðslur til IRA sem greiðslur til hugbúnaðarþjónustu og þróunar. Greiðslurnar voru færðar í gegnum fjórtán mismunandi bankareikninga í mismunandi bönkum. Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Prigozhin sjálfur er veitingamaður sem fæddist í Pétursborg og ólst þar upp. Hann sat í fangelsi í níu ár fyrir rán, svik og vændi. Á tíunda áratug síðustu aldar opnaði hann veitingastaði í Pétursborg og þar á meðal veitingastaðinn New Island Reustaurant, sem er á báti. Þar hefur Vladimir Putin snætt með erlendum erindrekum og stjórnmálamönnum eins og Jacques Chirac, fyrrverandi forseta Frakklands, og George W. Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Minnst einu sinni hefur Putin haldið upp á afmæli sitt á veitingastaðnum. Undanfarin ár hefur hann gert stærðarinnar samninga við rússneska ríkið og fæðir meðal annars öll skólabörn í Moskvu og rússneska hermenn. Prigozhin fjármagnar einnig fyrirtækið Wagner PMC sem gerir út rússneska hermenn sem málaliða í Úkraínu, Sýrlandi, Afríku og víðar. Í yfirlýsingu frá skúffufyrirtækjum Prigozhin segir að undirbúningur lögsóknar gegn Bandaríkjunum standi nú yfir. Enn fremur segir að það að málið hafi verið fellt niður sé til marks um að málið hafi verið „byggt á lygum ætlað að koma sökinni á Rússa fyrir innanríkisvandamál Bandaríkjanna,“ samkvæmt frétt Reuters. Bandaríkin Rússland Rússarannsóknin Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Fleiri fréttir Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Sjá meira
Forsvarsmenn rússnesku skúffufyrirtækjanna Concord Management og Concord Consulting segjast ætla að höfða mál gegn bandaríska ríkinu og fara fram á 50 milljarða dala í skaðabætur. Það vilja þeir gera eftir að bandarískir saksóknarar lögðu til að fella niður mál gegn fyrirtækjunum fyrir að fjármagna afskipta- og áróðursherferð Rússa í tengslum við forsetakosningarnar 2016. Saksóknarar drógu í efa að réttarhöldin, sem áttu að hefjast í næsta mánuði, myndu skila nokkrum árangri. Þeir segja fyrirtækin hafa reynt að nota gögn málsins til að grafa undan Rússarannsókninni svokölluðu, neitað að framfylgja skipunum dómskerfis Bandaríkjanna og þar að auki væru hluti sönnunargagnanna gegn fyrirtækinu skilgreindur sem ríkisleyndarmál. Óttast var að fyrirtækin myndu birta viðkvæm gögn sem kæmu að málinu á netinu og því væri í hag bandaríska ríkisins að fella málið niður. Í tillögunni um að málið yrði fellt niður skrifuðu saksóknarar að starfsmenn fyrirtækjanna hafi notað gögn málsins og dómskerfi Bandaríkjanna til að fræðast um það hvernig yfirvöld greini og komi í veg fyrir afskipti annarra ríkja af kosningum í Bandaríkjunum. Þeir segja að með þessu sé ekki verið að gera lítið úr Rússarannsókninni og enn sé verið að eltast við aðra sem voru einnig ákærðir. Fyrirtækin tvö voru ákærð í Rússarannsókn Robert Mueller. Auk þeirra voru ákærður lagðar fram gegn Internet Research Agency og tólf starfsmönnum þess fyrirtækis, sem gengur einnig undir nafninu „Tröllaverksmiðjan“. Concord-fyrirtækin eru í eigu auðjöfursins Yevgeniy Viktorovich Prigozhin, sem kallaður er „Kokkur“ Vladimir Putin, forseta Rússlands. Hann hefur fjármagnað Tröllaverksmiðjuna í gegnum fyrirtækin og var einnig ákærður í Rússarannsókninni. Skúffufyrirtækin skilgreindu greiðslur til IRA sem greiðslur til hugbúnaðarþjónustu og þróunar. Greiðslurnar voru færðar í gegnum fjórtán mismunandi bankareikninga í mismunandi bönkum. Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Prigozhin sjálfur er veitingamaður sem fæddist í Pétursborg og ólst þar upp. Hann sat í fangelsi í níu ár fyrir rán, svik og vændi. Á tíunda áratug síðustu aldar opnaði hann veitingastaði í Pétursborg og þar á meðal veitingastaðinn New Island Reustaurant, sem er á báti. Þar hefur Vladimir Putin snætt með erlendum erindrekum og stjórnmálamönnum eins og Jacques Chirac, fyrrverandi forseta Frakklands, og George W. Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Minnst einu sinni hefur Putin haldið upp á afmæli sitt á veitingastaðnum. Undanfarin ár hefur hann gert stærðarinnar samninga við rússneska ríkið og fæðir meðal annars öll skólabörn í Moskvu og rússneska hermenn. Prigozhin fjármagnar einnig fyrirtækið Wagner PMC sem gerir út rússneska hermenn sem málaliða í Úkraínu, Sýrlandi, Afríku og víðar. Í yfirlýsingu frá skúffufyrirtækjum Prigozhin segir að undirbúningur lögsóknar gegn Bandaríkjunum standi nú yfir. Enn fremur segir að það að málið hafi verið fellt niður sé til marks um að málið hafi verið „byggt á lygum ætlað að koma sökinni á Rússa fyrir innanríkisvandamál Bandaríkjanna,“ samkvæmt frétt Reuters.
Bandaríkin Rússland Rússarannsóknin Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Fleiri fréttir Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Sjá meira