Ákveðið hefur verið að fresta öllum leikjum í rússnesku úrvalsdeildinni í fótbolta til 10. apríl, hið minnsta, vegna kórónuveirunnar.
Leikið var í rússnesku deildinni um helgina en keppni hefur nú verið frestað eins og í flestum deildum Evrópu.
Þrír Íslendingar leika í Rússlandi. Arnór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon leika með CSKA Moskvu og Jón Guðni Fjóluson með Krasnodar.
CSKA Moskva hefur ekki enn unnið leik eftir að keppni í rússnesku deildinni hófst á ný í lok febrúar eftir vetrarfrí. Liðið er í 5. sæti deildarinnar, tveimur sætum á eftir Krasnodar.