Grænland lokað næstu tvær vikur Kristján Már Unnarsson skrifar 31. desember 2020 06:12 Airbus-breiðþota Air Greenland á flugvellinum í Kangerlussuaq, sem áður hét Syðri-Straumfjörður. Bombardier-vél Flugfélags Íslands sést fyrir framan. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Grænlenska landsstjórnin hefur bannað allt farþegaflug til Grænlands næstu tvær vikur, til 12. janúar. Aðeins verður leyft farþegaflug á vegum stjórnvalda og neyðarflug. Þetta kom fram á fréttamannafundi sem Kim Kielsen forsætisráðherra og Henrik L. Hansen, landlæknir Grænlands, héldu í Nuuk í gær. Ástæðan er sögð mikil útbreiðsla kórónuveirunnar í Danmörku, að því er fram kemur í grænlensku fréttamiðlunum KNR og Sermitsiaq. Landlæknirinn segir að danska heilbrigðiskerfið sé undir miklu álagi þessa dagana. Ef mikið verði um smit á Grænlandi verði erfitt að fá hjálp frá Danmörku. „Möguleikinn á að flytja sjúklinga til Danmerkur verður mjög erfiður á næstunni. Grænland gæti lent í þeirri stöðu að það sé einfaldlega ekkert pláss í Danmörku. Við verðum að geta tryggt öryggi þegna landsins ef smit breiðist út,“ segir landlæknir Grænlands. Aðgerðunum er ætlað að hindra útbreiðslu smits á Grænlandi og tryggja að Grænlendingar sjálfir geti áfram ferðast óhindrað milli byggða innanlands. Þegar flugbanninu lýkur verða áfram í gildi strangar ferðatakmarkanir. Þannig verður að hámarki 150 manns leyft að fljúga til Grænlands á dag frá 12. janúar og út janúarmánuð. Flug með frakt og póst er þó áfram leyft. Air Iceland býður farþegum í janúar aðeins upp á að fljúga frá Grænlandi. Bombardier Q400-vélin Þórunn hyrna sést hér á flugvellinum í Kangerlussuaq haustið 2016.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Á blaðamannafundinum sagði Kim Kielsen það skýrt að farþegar sem yrðu strandaglópar í Danmörku bæru sjálfir ábyrgð á stöðunni. „Það er á þeirra ábyrgð. Við tilkynntum að það gætu orðið takmarkanir og vöruðum við ferðalögum. Ábyrgðin liggur hjá einstaklingnum,“ sagði Kielsen. Viðkomandi er þó boðið að hafa samband við Grænlandshúsið í Danmörku og leita eftir stuðningi og aðstoð um hvernig þeir geta komist aftur heim til Grænlands. Á heimasíðu Air Iceland Connect, sem annast áætlunarflug milli Íslands og Grænlands, segir að lokað sé fyrir allt farþegaflug til Grænlands en farþegaflug sé heimilt frá Grænlandi. Air Iceland Connect hafi því lokað fyrir sölu til Grænlands til 31. janúar 2021 en haldi áfram flugi frá Nuuk til Reykjavíkur. Flogið sé einu sinni í viku á fimmtudögum. Grænlendingum hefur annars tekist betur en flestum öðrum þjóðum að halda útbreiðslu sjúkdómsins í lágmarki. Þannig hafa aðeins 27 smit greinst á Grænlandi frá upphafi faraldursins og enginn hefur látist þar úr covid-19, samkvæmt tölum landlæknisembættisins. Núna eru sex virk smit í landinu en til þessa hefur ekki þurft að leggja neinn þar inn á sjúkrahús. Grænland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Íslendingar einu útlendingarnir sem mega koma óhindrað til Grænlands Grænlendingar hafa opnað land sitt gagnvart Íslendingum og eru Íslendingar núna eina þjóðin utan danska ríkjasambandsins sem leyfist að heimsækja Grænland, án strangra skilyrða. Og Íslendingar þurfa ekki að fara í tveggja vikna sóttkví, eins og Danir neyðast til. 18. júní 2020 23:41 Skrautleg áskorun Ístaks að hefja smíði stærsta skóla Grænlands í veirufaraldri Ístaksmenn glíma við einhverja skrautlegustu áskorun í sögu fyrirtækisins; að hefja smíði þrettán milljarða króna skólabyggingar á Grænlandi. Starfsmennirnir þurfa að gangast undir tvöfalt veirupróf og vinnusvæðið í Nuuk er sérstök sóttkví. 8. maí 2020 21:30 Fljúga áfram með matvæli til íbúa Austur-Grænlands Air Iceland mun áfram sinna stöku vöruflutningum til Grænlands, þótt félagið hafi tilkynnt fyrir tíu dögum að allt áætlunarflug félagsins þangað hefði verið fellt niður. 30. mars 2020 23:05 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Innlent Fleiri fréttir Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin „Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Hvar er Khamenei? Ný ráðgjafarnefnd Kennedy hyggst endurskoða bólusetningar barna Sjá meira
Ástæðan er sögð mikil útbreiðsla kórónuveirunnar í Danmörku, að því er fram kemur í grænlensku fréttamiðlunum KNR og Sermitsiaq. Landlæknirinn segir að danska heilbrigðiskerfið sé undir miklu álagi þessa dagana. Ef mikið verði um smit á Grænlandi verði erfitt að fá hjálp frá Danmörku. „Möguleikinn á að flytja sjúklinga til Danmerkur verður mjög erfiður á næstunni. Grænland gæti lent í þeirri stöðu að það sé einfaldlega ekkert pláss í Danmörku. Við verðum að geta tryggt öryggi þegna landsins ef smit breiðist út,“ segir landlæknir Grænlands. Aðgerðunum er ætlað að hindra útbreiðslu smits á Grænlandi og tryggja að Grænlendingar sjálfir geti áfram ferðast óhindrað milli byggða innanlands. Þegar flugbanninu lýkur verða áfram í gildi strangar ferðatakmarkanir. Þannig verður að hámarki 150 manns leyft að fljúga til Grænlands á dag frá 12. janúar og út janúarmánuð. Flug með frakt og póst er þó áfram leyft. Air Iceland býður farþegum í janúar aðeins upp á að fljúga frá Grænlandi. Bombardier Q400-vélin Þórunn hyrna sést hér á flugvellinum í Kangerlussuaq haustið 2016.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Á blaðamannafundinum sagði Kim Kielsen það skýrt að farþegar sem yrðu strandaglópar í Danmörku bæru sjálfir ábyrgð á stöðunni. „Það er á þeirra ábyrgð. Við tilkynntum að það gætu orðið takmarkanir og vöruðum við ferðalögum. Ábyrgðin liggur hjá einstaklingnum,“ sagði Kielsen. Viðkomandi er þó boðið að hafa samband við Grænlandshúsið í Danmörku og leita eftir stuðningi og aðstoð um hvernig þeir geta komist aftur heim til Grænlands. Á heimasíðu Air Iceland Connect, sem annast áætlunarflug milli Íslands og Grænlands, segir að lokað sé fyrir allt farþegaflug til Grænlands en farþegaflug sé heimilt frá Grænlandi. Air Iceland Connect hafi því lokað fyrir sölu til Grænlands til 31. janúar 2021 en haldi áfram flugi frá Nuuk til Reykjavíkur. Flogið sé einu sinni í viku á fimmtudögum. Grænlendingum hefur annars tekist betur en flestum öðrum þjóðum að halda útbreiðslu sjúkdómsins í lágmarki. Þannig hafa aðeins 27 smit greinst á Grænlandi frá upphafi faraldursins og enginn hefur látist þar úr covid-19, samkvæmt tölum landlæknisembættisins. Núna eru sex virk smit í landinu en til þessa hefur ekki þurft að leggja neinn þar inn á sjúkrahús.
Grænland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Íslendingar einu útlendingarnir sem mega koma óhindrað til Grænlands Grænlendingar hafa opnað land sitt gagnvart Íslendingum og eru Íslendingar núna eina þjóðin utan danska ríkjasambandsins sem leyfist að heimsækja Grænland, án strangra skilyrða. Og Íslendingar þurfa ekki að fara í tveggja vikna sóttkví, eins og Danir neyðast til. 18. júní 2020 23:41 Skrautleg áskorun Ístaks að hefja smíði stærsta skóla Grænlands í veirufaraldri Ístaksmenn glíma við einhverja skrautlegustu áskorun í sögu fyrirtækisins; að hefja smíði þrettán milljarða króna skólabyggingar á Grænlandi. Starfsmennirnir þurfa að gangast undir tvöfalt veirupróf og vinnusvæðið í Nuuk er sérstök sóttkví. 8. maí 2020 21:30 Fljúga áfram með matvæli til íbúa Austur-Grænlands Air Iceland mun áfram sinna stöku vöruflutningum til Grænlands, þótt félagið hafi tilkynnt fyrir tíu dögum að allt áætlunarflug félagsins þangað hefði verið fellt niður. 30. mars 2020 23:05 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Innlent Fleiri fréttir Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin „Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Hvar er Khamenei? Ný ráðgjafarnefnd Kennedy hyggst endurskoða bólusetningar barna Sjá meira
Íslendingar einu útlendingarnir sem mega koma óhindrað til Grænlands Grænlendingar hafa opnað land sitt gagnvart Íslendingum og eru Íslendingar núna eina þjóðin utan danska ríkjasambandsins sem leyfist að heimsækja Grænland, án strangra skilyrða. Og Íslendingar þurfa ekki að fara í tveggja vikna sóttkví, eins og Danir neyðast til. 18. júní 2020 23:41
Skrautleg áskorun Ístaks að hefja smíði stærsta skóla Grænlands í veirufaraldri Ístaksmenn glíma við einhverja skrautlegustu áskorun í sögu fyrirtækisins; að hefja smíði þrettán milljarða króna skólabyggingar á Grænlandi. Starfsmennirnir þurfa að gangast undir tvöfalt veirupróf og vinnusvæðið í Nuuk er sérstök sóttkví. 8. maí 2020 21:30
Fljúga áfram með matvæli til íbúa Austur-Grænlands Air Iceland mun áfram sinna stöku vöruflutningum til Grænlands, þótt félagið hafi tilkynnt fyrir tíu dögum að allt áætlunarflug félagsins þangað hefði verið fellt niður. 30. mars 2020 23:05