Eibar gegn Golíat: Hvernig smáliðið hefur haldið velli ár eftir ár meðal þeirra bestu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. desember 2020 12:01 Öllum brögðum beitt til hindra að Sergio Ramos skori. EPA-EFE/Juan Herrero Smálið Eibar er á sínu sjöunda tímabili í spænsku úrvalsdeildinni, La Liga, sem er ótrúlegt ef miðað er við það að dýrasti leikmaður í sögu félagsins er Edu Expósito sem kostaði fjórar milljónir evra. Náði liðið til að mynda 1-1 jafntefli gegn Barcelona nú nýverið. Sociedad Deportiva Eibar eða einfaldlega Eibar er nefnt eftir bænum þar sem það er staðsett. Bærinn er í Gipuzkoa-héraði í Baskalandi. Liðið leikur heimaleiki sína á Ipurua Municipal-vellinum. Hann tekur rúmlega átta þúsund manns í sæti en alls búa vel á tuttugu þúsund manns í bænum. Eibar play Barcelona tonight. So what? Money isn't everything' Fran Garagarza and the miracle of Eibar | Eibar | The Guardian https://t.co/3DlvT7REk8— Sid Lowe (@sidlowe) December 29, 2020 Fyrir 2014 hafði liðið aldrei spilað í efstu deild og varla látið sig dreyma um að spila í deild þeirra bestu. Þegar félagið loks vann sér inn sæti í La Liga þá var því nánast bannað að taka þátt einfaldlega vegna hversu lítið það var, og er enn. The Guardian fjallaði ítarlega um félagið og ræddi við Fran Garagarza, yfirmann knattspyrnumála hjá Eibar. Sá hefur verið hjá félaginu til fjölda ára og séð það fara úr smáliði í neðri deildum yfir í smálið í efstu deild. Garagarza ræddi til að mynda leikmennina sem liðið fylgist með og vill fá í sínar raðir. Enginn þeirra leikur í stærstu deildum Evrópu. „Það er ekki okkar markaður. Við reynum að fara varlega með það fjármagn sem við höfum, sama á hvaða sviði það er. Hugmyndin er að ef ég á fimm þá eyði ég aðeins fjórum,“ sagði Garagarza. Á síðasta ári seldi félagið Joan Jordán til Sevilla fyrir tólf milljónir evra og Rubén Peña til Villareal á átta milljónir. Peningurinn fer hins vegar ekki í leikmannakaup, hann fer í laun og að bæta innviði félagsins. Edu Expósito er dýrasti leikmaður í sögu félagsins. Hann kostaði fjórar milljónir evra en allur leikmannahópur liðsins kostar um það bil 25 miljónir evra. Fran Garagarza (til hægri) ásamt Pablo de Blasis og Amaia Gorostiza, forseta Eibar.EPA-EFE/Javier Etxezarreta Segja má að liðið sé ekki að borga há laun en besta dæmið er Raúl Albentosa sem fór frá Eibar í janúarglugganum er félagið á var sínu fyrsta tímabili í La Liga. Hann fór til Derby County í ensku B-deildinni og sjöfaldaði launatékka sinn í leiðinni. Að því sögðu hefur Eibar einnig verið heppið. Liðið hefði átt að falla á sínu fyrsta tímabili en það endaði í 18. sæti deildarinnar. Elche varð hins vegar gjaldþrota og féll í staðinn, því hélt Eibar sæti sínu í deildinni. „Við höfðum ekki byggt upp lið til að halda sæti sínu í efstu deild. Við höfðum rétt náð að smíða leikmannahóp til að halda sæti sínu í annarri deild. Fyrst við héldum sæti okkar í deildinni ákváðum við að leggja meira fjármagn í liðið. Fram að því hafði þetta aðallega verið hugsað sem skemmtiferð, gott ár í efstu deild og svo getum við byggt upp að nýju,“ sagði Garagarza. Síðan þá hefur Eibar ekki endað neðar en 14. sæti í spænsku úrvalsdeildinni. Stundum jafnvel daðrað við Evrópusæti. „Við munum ekki átta okkur á hverju Eibar hefur áorkað fyrr en við erum ekki lengur á þessu sviði,“ sagði Garagarza að lokum. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Leik lokið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Fleiri fréttir Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Sjá meira
Náði liðið til að mynda 1-1 jafntefli gegn Barcelona nú nýverið. Sociedad Deportiva Eibar eða einfaldlega Eibar er nefnt eftir bænum þar sem það er staðsett. Bærinn er í Gipuzkoa-héraði í Baskalandi. Liðið leikur heimaleiki sína á Ipurua Municipal-vellinum. Hann tekur rúmlega átta þúsund manns í sæti en alls búa vel á tuttugu þúsund manns í bænum. Eibar play Barcelona tonight. So what? Money isn't everything' Fran Garagarza and the miracle of Eibar | Eibar | The Guardian https://t.co/3DlvT7REk8— Sid Lowe (@sidlowe) December 29, 2020 Fyrir 2014 hafði liðið aldrei spilað í efstu deild og varla látið sig dreyma um að spila í deild þeirra bestu. Þegar félagið loks vann sér inn sæti í La Liga þá var því nánast bannað að taka þátt einfaldlega vegna hversu lítið það var, og er enn. The Guardian fjallaði ítarlega um félagið og ræddi við Fran Garagarza, yfirmann knattspyrnumála hjá Eibar. Sá hefur verið hjá félaginu til fjölda ára og séð það fara úr smáliði í neðri deildum yfir í smálið í efstu deild. Garagarza ræddi til að mynda leikmennina sem liðið fylgist með og vill fá í sínar raðir. Enginn þeirra leikur í stærstu deildum Evrópu. „Það er ekki okkar markaður. Við reynum að fara varlega með það fjármagn sem við höfum, sama á hvaða sviði það er. Hugmyndin er að ef ég á fimm þá eyði ég aðeins fjórum,“ sagði Garagarza. Á síðasta ári seldi félagið Joan Jordán til Sevilla fyrir tólf milljónir evra og Rubén Peña til Villareal á átta milljónir. Peningurinn fer hins vegar ekki í leikmannakaup, hann fer í laun og að bæta innviði félagsins. Edu Expósito er dýrasti leikmaður í sögu félagsins. Hann kostaði fjórar milljónir evra en allur leikmannahópur liðsins kostar um það bil 25 miljónir evra. Fran Garagarza (til hægri) ásamt Pablo de Blasis og Amaia Gorostiza, forseta Eibar.EPA-EFE/Javier Etxezarreta Segja má að liðið sé ekki að borga há laun en besta dæmið er Raúl Albentosa sem fór frá Eibar í janúarglugganum er félagið á var sínu fyrsta tímabili í La Liga. Hann fór til Derby County í ensku B-deildinni og sjöfaldaði launatékka sinn í leiðinni. Að því sögðu hefur Eibar einnig verið heppið. Liðið hefði átt að falla á sínu fyrsta tímabili en það endaði í 18. sæti deildarinnar. Elche varð hins vegar gjaldþrota og féll í staðinn, því hélt Eibar sæti sínu í deildinni. „Við höfðum ekki byggt upp lið til að halda sæti sínu í efstu deild. Við höfðum rétt náð að smíða leikmannahóp til að halda sæti sínu í annarri deild. Fyrst við héldum sæti okkar í deildinni ákváðum við að leggja meira fjármagn í liðið. Fram að því hafði þetta aðallega verið hugsað sem skemmtiferð, gott ár í efstu deild og svo getum við byggt upp að nýju,“ sagði Garagarza. Síðan þá hefur Eibar ekki endað neðar en 14. sæti í spænsku úrvalsdeildinni. Stundum jafnvel daðrað við Evrópusæti. „Við munum ekki átta okkur á hverju Eibar hefur áorkað fyrr en við erum ekki lengur á þessu sviði,“ sagði Garagarza að lokum. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Leik lokið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Fleiri fréttir Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Sjá meira