Sprautan gegn veirunni líklega stærsta jólagjöfin Kristján Már Unnarsson skrifar 29. desember 2020 22:36 Þorleifur Hauksson bólusettur gegn covid-19. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fylgist með þegar Brigitte Einarsson hjúkrunarfræðingur stingur nálinni í upphandlegg Þorleifs. Stöð 2/KMU. Fyrsti Íslendingurinn utan heilbrigðisstétta, sem bólusettur var hér á landi, segir þetta líklega stærstu jólagjöfina. Það hafi ekkert verið vont - bara eins og að láta sprauta sig gegn flensu. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá þegar Þorleifur Hauksson, 63 ára íbúi hjúkrunarheimilisins Seljahlíðar í Breiðholti, hlaut þann heiður að verða fyrstur almennra borgara að fá sprautuna klukkan tíu í morgun að viðstöddum heilbrigðisráðherra og forstjóra heilsugæslu höfuðborgarsvæðis. Margrét Árdís Ósvaldsdóttir, forstöðumaður Seljahlíðar, sagði þetta stóra stund og þetta væri mikil gjöf. Þorleifur hefði sjálfur sagt að þetta væri líklega stærsta jólagjöfin. „Ertu spenntur?“ spurði hún. „Mjög svo,“ svaraði Þorleifur. Bólusetningin fór fram í matsal hjúkrunarheimilisins Seljahlíðar.Stöð 2/Arnar Halldórsson Brigitte Einarsson, reyndasti hjúkrunarfræðingur Seljahlíðar, annaðist bólusetninguna og klöppuðu viðstaddir þegar búið var að sprauta Þorleif. „Nú förum við að sjá í ljósið við enda ganganna, vonandi. En það er búið að færa miklar fórnir, eins og þið vitið, á hjúkrunarheimilum síðustu tíu mánuði. Það hafa verið heimsóknartakmarkanir miklar. Íbúar farið lítið. Starfsfólkið nánast haldið sig í sóttkví til að geta sinnt störfum sínum,“ sagði Margrét. -Þorleifur, var þetta nokkuð vont? „Nei. Þetta var bara eins og að láta sprauta sig við flensu.“ Eftir að Þorleifur var búinn að fá sprautuna hélt hann úr matsalnum til íbúðar sinnar. Frammi á gangi biðu nítján aðrir hjúkrunaríbúar á Seljahlíð þess að verða næstir í röðinni til að fá bólusetningu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá útsendingu Vísis frá athöfninni í morgun: Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Bólusetningar Reykjavík Tengdar fréttir „Þetta var bara eins og að láta sprauta sig við flensu“ Þorleifur Hauksson, íbúi á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð, var í dag fyrsti Íslendingurinn utan heilbrigðisstéttar til þess að fá bóluefni gegn Covid-19. 29. desember 2020 10:45 Fyrstu Íslendingarnir bólusettir: „Þetta var bara ekkert mál“ Það tók ekki nema um þrjátíu sekúndur að bólusetja fyrstu einstaklingana gegn Covid-19 hér á landi, þegar fjórir heilbrigðisstarfsmenn í framlínunni fengu bóluefni Pfizer beint í æð. 29. desember 2020 09:40 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá þegar Þorleifur Hauksson, 63 ára íbúi hjúkrunarheimilisins Seljahlíðar í Breiðholti, hlaut þann heiður að verða fyrstur almennra borgara að fá sprautuna klukkan tíu í morgun að viðstöddum heilbrigðisráðherra og forstjóra heilsugæslu höfuðborgarsvæðis. Margrét Árdís Ósvaldsdóttir, forstöðumaður Seljahlíðar, sagði þetta stóra stund og þetta væri mikil gjöf. Þorleifur hefði sjálfur sagt að þetta væri líklega stærsta jólagjöfin. „Ertu spenntur?“ spurði hún. „Mjög svo,“ svaraði Þorleifur. Bólusetningin fór fram í matsal hjúkrunarheimilisins Seljahlíðar.Stöð 2/Arnar Halldórsson Brigitte Einarsson, reyndasti hjúkrunarfræðingur Seljahlíðar, annaðist bólusetninguna og klöppuðu viðstaddir þegar búið var að sprauta Þorleif. „Nú förum við að sjá í ljósið við enda ganganna, vonandi. En það er búið að færa miklar fórnir, eins og þið vitið, á hjúkrunarheimilum síðustu tíu mánuði. Það hafa verið heimsóknartakmarkanir miklar. Íbúar farið lítið. Starfsfólkið nánast haldið sig í sóttkví til að geta sinnt störfum sínum,“ sagði Margrét. -Þorleifur, var þetta nokkuð vont? „Nei. Þetta var bara eins og að láta sprauta sig við flensu.“ Eftir að Þorleifur var búinn að fá sprautuna hélt hann úr matsalnum til íbúðar sinnar. Frammi á gangi biðu nítján aðrir hjúkrunaríbúar á Seljahlíð þess að verða næstir í röðinni til að fá bólusetningu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá útsendingu Vísis frá athöfninni í morgun:
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Bólusetningar Reykjavík Tengdar fréttir „Þetta var bara eins og að láta sprauta sig við flensu“ Þorleifur Hauksson, íbúi á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð, var í dag fyrsti Íslendingurinn utan heilbrigðisstéttar til þess að fá bóluefni gegn Covid-19. 29. desember 2020 10:45 Fyrstu Íslendingarnir bólusettir: „Þetta var bara ekkert mál“ Það tók ekki nema um þrjátíu sekúndur að bólusetja fyrstu einstaklingana gegn Covid-19 hér á landi, þegar fjórir heilbrigðisstarfsmenn í framlínunni fengu bóluefni Pfizer beint í æð. 29. desember 2020 09:40 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Þetta var bara eins og að láta sprauta sig við flensu“ Þorleifur Hauksson, íbúi á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð, var í dag fyrsti Íslendingurinn utan heilbrigðisstéttar til þess að fá bóluefni gegn Covid-19. 29. desember 2020 10:45
Fyrstu Íslendingarnir bólusettir: „Þetta var bara ekkert mál“ Það tók ekki nema um þrjátíu sekúndur að bólusetja fyrstu einstaklingana gegn Covid-19 hér á landi, þegar fjórir heilbrigðisstarfsmenn í framlínunni fengu bóluefni Pfizer beint í æð. 29. desember 2020 09:40