WHO: Munum þurfa að lifa með SARS-CoV-2 og megum vænta verra Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. desember 2020 22:43 Vísindamenn WHO virðast á einu máli um að litlar líkur séu á því að okkur takist að útrýma SARS-CoV-2. epa/Jagadeesh Bólusetning á heimsvísu mun ekki marka endalok Covid-19, segja vísindamenn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Þeir gera ráð fyrir að SARS-CoV-2 muni áfram fara um samfélagið, líkt og árstíðabundnar flensuveirur, og segja menn þurfa að læra að lifa með henni. Þá segja þeir að þrátt fyrir að faraldurinn hafi verið alvarlegur, sé hann ekki endilega „sá stóri“. David Heymann, sem fer fyrir ráðgjafahóp WHO í smitsjúkdómum, segir það „örlög“ SARS-CoV-2 að verða landlæg (e. endemic) þrátt fyrir bólusetningar. Veiran muni halda áfram að stökkbreytast, sérstaklega þar sem mikið er um smit. „Sem betur fer búum við að úrræðum til að bjarga lífum og það í bland við almennt heilbrigði mun gera okkur kleift að læra að lifa með Covid-19,“ sagði Heymann á blaðamannafundi í dag. Ekki trygging fyrir útrýmingu veirunnar Mark Ryan, sem fer fyrir viðbragðshóp WHO, sagði að veiran yrði áfram ógn en hófleg ógn ef nógu margir yrðu bólusettir. Hann sagði að koma þyrfti í ljós hversu margir myndu þiggja bólusetningu, áður en hægt væri að leggja mat á hvort það væri raunhæft að freista þess að útrýma veirunni. „Tilvist bóluefnis, jafnvel bóluefnis sem virkar vel, er ekki trygging fyrir útrýmingu smitsjúkdóms. Það er mjög hátt mark að ætla að ná.“ Covid-19 faraldurinn virðist hafa farið algjörlega úr böndunum í Bretlandi, þar sem stjórnvöld íhuga nú afar íþyngjandi takmarkanir.epa/Andy Rain Ryan sagði tilgang bóluefnis fyrst og fremst að bjarga lífum og vernda viðkvæma en útrýming væri fjarlægur draumur. Þá varaði hann við því að næsti faraldur gæti orðið alvarlegri. „Þessi heimsfaraldur hefur verið alvarlegur ... hann hefur haft áhrif á öllum svæðum þessarar plánetu. En þetta er ekki endilega sá stóri,“ sagði Ryan. SARS-CoV-2 hefði verið vakning. „Við erum læra, núna, hvernig við getum gert betur,“ sagði hann. „Við búum í síflóknara alþjóðasamfélagi. Ef það er eitthvað sem við verðum að læra af þessum faraldri, öllum harmleiknum og missinum, þá er það að taka okkur saman í andlitinu. Við þurfum að heiðra þá sem við höfum misst með því að verða betri í því sem við gerum á hverjum degi.“ Ekki víst að bóluefnin komi í veg fyrir smit Yfirvísindamaður WHO, Soumya Swaminathan, sagði að bólusetning ætti ekki að verða til þess að fólk hætti að huga að persónubundnum sóttvörnum. Bóluefnin myndu koma í veg fyrir einkenni, alvarleg veikindi og dauðsföll en það væri óvíst hvort þau myndu stöðva smit. „Ég tel okkur ekki hafa sönnunargögn þess efnis að neitt bóluefnanna komi í veg fyrir sýkingu og að fólk smiti aðra,“ sagði hún. „Þannig að við verðum að gera ráð fyrir að fólk sem hefur verið bólusett þurfi að gera sömu varúðarráðstafanir.“ Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri WHO, sagði nýju ári fylgja nýjar áskoranir. „Til dæmis ný afbrigði Covid-19 og að aðstoða þá sem eru orðnir þreyttir á faraldrinum að halda áfram að berjast við hann,“ sagði hann. Hann sagðist fagna þeim stórkostlega árangri sem hefði náðst en starfsmenn WHO myndu ekki hvílast fyrr en allir hefðu aðgang að bóluefnunum gegn Covid-19. Guardian sagði frá. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Sjá meira
Þá segja þeir að þrátt fyrir að faraldurinn hafi verið alvarlegur, sé hann ekki endilega „sá stóri“. David Heymann, sem fer fyrir ráðgjafahóp WHO í smitsjúkdómum, segir það „örlög“ SARS-CoV-2 að verða landlæg (e. endemic) þrátt fyrir bólusetningar. Veiran muni halda áfram að stökkbreytast, sérstaklega þar sem mikið er um smit. „Sem betur fer búum við að úrræðum til að bjarga lífum og það í bland við almennt heilbrigði mun gera okkur kleift að læra að lifa með Covid-19,“ sagði Heymann á blaðamannafundi í dag. Ekki trygging fyrir útrýmingu veirunnar Mark Ryan, sem fer fyrir viðbragðshóp WHO, sagði að veiran yrði áfram ógn en hófleg ógn ef nógu margir yrðu bólusettir. Hann sagði að koma þyrfti í ljós hversu margir myndu þiggja bólusetningu, áður en hægt væri að leggja mat á hvort það væri raunhæft að freista þess að útrýma veirunni. „Tilvist bóluefnis, jafnvel bóluefnis sem virkar vel, er ekki trygging fyrir útrýmingu smitsjúkdóms. Það er mjög hátt mark að ætla að ná.“ Covid-19 faraldurinn virðist hafa farið algjörlega úr böndunum í Bretlandi, þar sem stjórnvöld íhuga nú afar íþyngjandi takmarkanir.epa/Andy Rain Ryan sagði tilgang bóluefnis fyrst og fremst að bjarga lífum og vernda viðkvæma en útrýming væri fjarlægur draumur. Þá varaði hann við því að næsti faraldur gæti orðið alvarlegri. „Þessi heimsfaraldur hefur verið alvarlegur ... hann hefur haft áhrif á öllum svæðum þessarar plánetu. En þetta er ekki endilega sá stóri,“ sagði Ryan. SARS-CoV-2 hefði verið vakning. „Við erum læra, núna, hvernig við getum gert betur,“ sagði hann. „Við búum í síflóknara alþjóðasamfélagi. Ef það er eitthvað sem við verðum að læra af þessum faraldri, öllum harmleiknum og missinum, þá er það að taka okkur saman í andlitinu. Við þurfum að heiðra þá sem við höfum misst með því að verða betri í því sem við gerum á hverjum degi.“ Ekki víst að bóluefnin komi í veg fyrir smit Yfirvísindamaður WHO, Soumya Swaminathan, sagði að bólusetning ætti ekki að verða til þess að fólk hætti að huga að persónubundnum sóttvörnum. Bóluefnin myndu koma í veg fyrir einkenni, alvarleg veikindi og dauðsföll en það væri óvíst hvort þau myndu stöðva smit. „Ég tel okkur ekki hafa sönnunargögn þess efnis að neitt bóluefnanna komi í veg fyrir sýkingu og að fólk smiti aðra,“ sagði hún. „Þannig að við verðum að gera ráð fyrir að fólk sem hefur verið bólusett þurfi að gera sömu varúðarráðstafanir.“ Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri WHO, sagði nýju ári fylgja nýjar áskoranir. „Til dæmis ný afbrigði Covid-19 og að aðstoða þá sem eru orðnir þreyttir á faraldrinum að halda áfram að berjast við hann,“ sagði hann. Hann sagðist fagna þeim stórkostlega árangri sem hefði náðst en starfsmenn WHO myndu ekki hvílast fyrr en allir hefðu aðgang að bóluefnunum gegn Covid-19. Guardian sagði frá.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Sjá meira