Costa vill rifta samningi sínum hjá Atlético Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. desember 2020 22:01 Costa vill fara frá Atlético í janúar. EPA-EFE/RODRIGO JIMENEZ Diego Costa, framherji Atlético Madrid, vill rifta samningi sínum nú í janúar en samningurinn á að renna út næsta sumar. Hinn 32 ára gamli spænski framherji – sem ættaður er frá Brasilíu - rennur út á samning hjá Atlético Madrid næsta sumar. Hann hefur hins vegar ekki áhuga á að vera hjá félaginu svo lengi. Costa gekk aftur í raðir Atlético árið 2018 eftir þrjú ár hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Chelsea en hann er goðsögn í Madríd eftir veru sína hjá félaginu frá 2010 til 2014. Síðan hann gekk aftur í raðir Atlético hefur hann ekki náð að sýna sitt rétta andlit og hefur nú óskað eftir því að fá samningi sínum rift svo hann geti fundið sér nýtt félag í janúar. Frá þessu er greint á knattspyrnuvefnum Goal.com í dag. Costa hefur aðeins komið við sögu í sjö leikjum hjá Atlético í spænsku úrvalsdeildinni í vetur og skorað tvö mörk. Liðinu hefur gengið vel og því hefur hann ekki átt upp á pallborðið hjá Diego Simeone, þjálfara liðsins. Þá hefur framherjinn einnig verið að glíma við meiðsli. Diego Costa has asked Atletico Madrid to terminate his contract in January, Goal can confirm.Costa's deal expires in the summer but he has been given permission to miss training and could be allowed to leave for free.Who should sign him? pic.twitter.com/KYSmM1INm3— Goal (@goal) December 28, 2020 Þar sem Evrópumótið er handan við hornið vill Costa eflaust reyna spila sig inn í landsliðshóp Spánar og því hefur hann óskað eftir því að samningi sínum verði rift. Hver nákvæmlega hann myndi fara er óvíst en hann hefur til að mynda leikið með Real Valladolid, Rayo Vallecano og Celta Vigo á Spáni sem og Braga í Portúgal. Alls hefur Costa leikið 24 landsleiki fyrir A-landslið Spánar og skorað í þeim tíu mörk. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Fleiri fréttir „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Sjá meira
Hinn 32 ára gamli spænski framherji – sem ættaður er frá Brasilíu - rennur út á samning hjá Atlético Madrid næsta sumar. Hann hefur hins vegar ekki áhuga á að vera hjá félaginu svo lengi. Costa gekk aftur í raðir Atlético árið 2018 eftir þrjú ár hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Chelsea en hann er goðsögn í Madríd eftir veru sína hjá félaginu frá 2010 til 2014. Síðan hann gekk aftur í raðir Atlético hefur hann ekki náð að sýna sitt rétta andlit og hefur nú óskað eftir því að fá samningi sínum rift svo hann geti fundið sér nýtt félag í janúar. Frá þessu er greint á knattspyrnuvefnum Goal.com í dag. Costa hefur aðeins komið við sögu í sjö leikjum hjá Atlético í spænsku úrvalsdeildinni í vetur og skorað tvö mörk. Liðinu hefur gengið vel og því hefur hann ekki átt upp á pallborðið hjá Diego Simeone, þjálfara liðsins. Þá hefur framherjinn einnig verið að glíma við meiðsli. Diego Costa has asked Atletico Madrid to terminate his contract in January, Goal can confirm.Costa's deal expires in the summer but he has been given permission to miss training and could be allowed to leave for free.Who should sign him? pic.twitter.com/KYSmM1INm3— Goal (@goal) December 28, 2020 Þar sem Evrópumótið er handan við hornið vill Costa eflaust reyna spila sig inn í landsliðshóp Spánar og því hefur hann óskað eftir því að samningi sínum verði rift. Hver nákvæmlega hann myndi fara er óvíst en hann hefur til að mynda leikið með Real Valladolid, Rayo Vallecano og Celta Vigo á Spáni sem og Braga í Portúgal. Alls hefur Costa leikið 24 landsleiki fyrir A-landslið Spánar og skorað í þeim tíu mörk. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Fleiri fréttir „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Sjá meira