Útlit fyrir að sex skammtar leynist í hverju glasi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. desember 2020 14:49 Ef rétt reynist verður hægt að bólusetja sex þúsund manns í stað fimm þúsund með bóluefninu sem kom í morgun. Vísir/Egill og Pfizer Útlit er fyrir að hægt verði að ná sex skömmtum í stað fimm úr hverju glasi af bóluefninu frá Pfizer og BioNTech sem barst hingað til lands í morgun. Einfaldur útreikningur leiðir í ljós að skammtarnir telja þá tólf þúsund í stað tíu þúsund. Vísir greindi frá því á dögunum að í ljós hefði komið þegar bólusetningar hófust í Bandaríkjunum að í lyfjaglösunum leyndust allt að sjö skammtar, í stað fimm. Þá gaf Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) heimild fyrir því að viðbótarskammtarnir yrðu nýttir. Samkvæmt heimildum Vísis leynast að minnsta kosti sex skammtar í glösunum sem bárust hingað til lands en Vísi er ekki kunnugt um hvort notkun þeirra er háð samþykki Lyfjastofnunar. Eins og fram hefur komið þarf að geyma og flytja bóluefnið frá Pfizer og BioNTech við mikið frost. Það er flutt í duftformi en í fyrramálið, þegar það hefur þiðnað, verður því blandað við saltvatnslausn svo hægt sé að hefja bólusetningar. Pfizer hefur ekki tekið afstöðu til notkunar umframskammta en það ku vera algengt að viðbót leynist í bóluefnaglösum til að mæta því að eitthvað fari til spillis. FDA mælir hins vegar ekki með því að blanda saman skömmtum milli glasa. Uppfært kl. 15.01: Vísir ræddi við Rúnu Hauksdóttur Hvannberg, forstjóra Lyfjastofnunar, sem sagði það ekki á forræði stofnunarinnar að taka ákvörðun um notkun viðbótarskammta. Hún sagði leiðbeiningar um bólusetninguna á höndum sóttvarnalæknis og heilsugæslunnar en sambærileg yfirvöld í Danmörku hefðu gefið leyfi fyrir notkun umframefnis. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Vísir greindi frá því á dögunum að í ljós hefði komið þegar bólusetningar hófust í Bandaríkjunum að í lyfjaglösunum leyndust allt að sjö skammtar, í stað fimm. Þá gaf Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) heimild fyrir því að viðbótarskammtarnir yrðu nýttir. Samkvæmt heimildum Vísis leynast að minnsta kosti sex skammtar í glösunum sem bárust hingað til lands en Vísi er ekki kunnugt um hvort notkun þeirra er háð samþykki Lyfjastofnunar. Eins og fram hefur komið þarf að geyma og flytja bóluefnið frá Pfizer og BioNTech við mikið frost. Það er flutt í duftformi en í fyrramálið, þegar það hefur þiðnað, verður því blandað við saltvatnslausn svo hægt sé að hefja bólusetningar. Pfizer hefur ekki tekið afstöðu til notkunar umframskammta en það ku vera algengt að viðbót leynist í bóluefnaglösum til að mæta því að eitthvað fari til spillis. FDA mælir hins vegar ekki með því að blanda saman skömmtum milli glasa. Uppfært kl. 15.01: Vísir ræddi við Rúnu Hauksdóttur Hvannberg, forstjóra Lyfjastofnunar, sem sagði það ekki á forræði stofnunarinnar að taka ákvörðun um notkun viðbótarskammta. Hún sagði leiðbeiningar um bólusetninguna á höndum sóttvarnalæknis og heilsugæslunnar en sambærileg yfirvöld í Danmörku hefðu gefið leyfi fyrir notkun umframefnis.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira