Bjarna Bernharði dæmdar bætur vegna nauðungarvistunar Jakob Bjarnar skrifar 28. desember 2020 13:12 Bjarni Bernharður lagði ríkið í dómsmáli. Honum var haldið nauðungarvistuðum of lengi að mati dómarans. aðsend Listamaðurinn Bjarni Bernharður Bjarnason fær 200 þúsund krónur í bætur auk dráttarvaxta frá 27. apríl 2017 og gjafsókn í máli hans á hendur ríkinu. Þann dóm kvað Lárentsínus Kristjánsson dómari upp í héraðsdómi Reykjavíkur 4. desember. Bjarni segist, í samtali við Vísi, ánægður með dóminn þó bæturnar hafi verið rýrar en hann fór fram á milljón krónur í skaðabætur. En vissulega bólgni 200 þúsund krónurnar með dráttarvöxtum í tæp tvö ár. Bjarni veit ekki hvort þetta teljist tímamótadómur. Fram hafi komið í tali læknis að þeir mættu taka hvern sem er og skoða, eða „opserva“ eins og Bjarni orðar það, og þannig vaða yfir. En málið sé að það megi ekki standa yfir nema í sólarhring. 72 klukkustundir, eins og voru í þessu máli, væri of mikið. „Dómaranum finnst það og mér fannst það líka.“ Tildrög eru þau að 24. apríl 2017 hafði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu samband við yfirlækni Landspítala háskólasjúkrahúss (LSH) og óskaði upplýsinga um hvort stefnandi ætti sér sögu hjá geðdeild LSH og væri álitinn hættulegur vegna geðsjúkdóms? En Bjarni varð manni að bana árið 1988 en var dæmdur ósakhæfur vegna geðbilunar. Með dólg á Facebook Í samtalinu kom fram að stefnandi hefði verið mjög virkur á samfélagsmiðlum vikurnar á undan og hefði beint hótunum að meðlimum D. Þar hefðu menn haft miklar áhyggjur og endurtekið haft samband við lögreglu. Bjarni segir að þar sé verið að tala um Rithöfundasambandið en fráleitt sé að þar hafi verið um hótanir að ræða. „Þetta voru átök en ég hótaði aldrei neinum þar,“ segir Bjarni. Bjarni fór sérstaklega yfir málið eins og það horfði við sér í grein á Vísi. Í dómnum segir að einnig hafi komið fram að skilja mætti á færslum stefnanda á samfélagsmiðlum að hann væri að nota ofskynjunarlyfið LSD. Yfirlæknir á geðdeild LSH hafði samband við yfirlækni réttar- og öryggisdeildar LSH. Hann þekkti til málsins. Álit þeirra beggja var að í ljósi fyrri sögu stefnanda, hótana sem hann hefði uppi á samfélagsmiðlum og hættu á að hann væri að nota ofskynjunarlyf væri rétt að aðhafast í málinu. Fór án mótþróa með lögreglu Í dómi segir að talið hafi verið nauðsynlegt að fá stefnanda til mats á geðdeildinni. Vakthafandi lækni á héraðsvakt Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins barst þann 25. apríl 2017 barst beiðni frá yfirlækni geðdeildar LSH um að hann færi með lögreglu „til að færa stefnanda til geðlæknismats á LSH þar sem líklegt væri að ástand hans jafnaðist á við það sem lýst er í 2. mgr. 19. gr. lögræðislaga nr. 71/1998.“ Læknir á héraðsvakt heilsugæslunnar fór þá að heimili Bjarna ásamt lögreglu til að láta færa hann á geðdeild í geðmat. Þar upplýsti læknirinn Bjarna um að koma hans væri að frumkvæði lækna á geðdeildinni sem hefðu áhyggjur af heilsu hans og vildu að hann kæmi í viðtal á geðdeild til að meta heilsuna. „Þá var honum greint frá því að færslur á samfélagsmiðla undanfarið væru orsök þessa, svo og hans fyrri veikindi.“ Bjarni spurði hvort hann fengi viðtal strax ef hann færi á geðdeildina, var svarað játandi og fór Bjarni þá sjálfviljugur með lögreglu. Fyrir dómi greindi Bjarni svo frá að hann hafi farið sjálfviljugur, þótt hann teldi enga þörf á, þá að annars hefði hann verið þvingaður með valdi til þess. Geðdeild Landspítalans.vísir/vilhelm Bjarni lagðist beint inn á bráðageðdeild 32C og var niðurstaða þess læknis, að höfðu samráði við yfirlækni, að stefnandi yrði nauðungarvistaður í 72 klukkustundir á deildinni. „Nauðsynlegt þótti að fylgjast með honum m.t.t. þess að meta geðrofseinkenni og gera áhættumat. Fram kom í samtölum við stefnanda að hann hefði ekki hitt B í formlegu eftirliti lengi. Stefnandi hefði hins vegar boðið honum í mat til sín um mánuði áður og þeir hefðu talað saman í síma.“ Var nauðungarvistaður lengur en þörf var á Dómurinn er ítarlegur. En í niðurstöðu segir, með hliðsjón af öllum gögnum máls og ferli þess eru virt heildstætt sé það mat dómsins að stefnanda beri bætur á grundvelli þess að hann hafi verið nauðungarvistaður í lengri tíma en efni stóðu til umrætt sinn. Flest bendi til þess að hægt hafi verið að útskrifa stefnanda a.m.k. eigi síðar en 27. apríl. Stefnandi verður látinn njóta þessa vafa. „Engin rök hafa að mati dómsins verið færð fram fyrir því að nauðungarvistun á stefnanda umrætt sinn hafi verið framkvæmd eða að henni staðið á óþarflega hættulegan, særandi eða móðgandi hátt. Fyrir liggur t.a.m. að það hafi gengið árekstrarlaust að fá stefnanda til viðtals og skoðunar á geðdeild umrætt sinn, enda samþykkti hann að gangast undir geðlæknismat.“ Þá er ekki talið að félagsleg staða stefnanda eða tímasetning aðgerða gagnvart honum verði talin eiga að leiða sérstaklega til hækkunar bóta í málinu. „Ljóst má hins vegar vera að aðgerð sem þessi er væntanlega aldrei án afleiðinga fyrir þann er henni þarf að sæta.“ Bjarni er látinn njóta þess vafa. Dómsmál Menning Geðheilbrigði Félagsmál Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi Sjá meira
Þann dóm kvað Lárentsínus Kristjánsson dómari upp í héraðsdómi Reykjavíkur 4. desember. Bjarni segist, í samtali við Vísi, ánægður með dóminn þó bæturnar hafi verið rýrar en hann fór fram á milljón krónur í skaðabætur. En vissulega bólgni 200 þúsund krónurnar með dráttarvöxtum í tæp tvö ár. Bjarni veit ekki hvort þetta teljist tímamótadómur. Fram hafi komið í tali læknis að þeir mættu taka hvern sem er og skoða, eða „opserva“ eins og Bjarni orðar það, og þannig vaða yfir. En málið sé að það megi ekki standa yfir nema í sólarhring. 72 klukkustundir, eins og voru í þessu máli, væri of mikið. „Dómaranum finnst það og mér fannst það líka.“ Tildrög eru þau að 24. apríl 2017 hafði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu samband við yfirlækni Landspítala háskólasjúkrahúss (LSH) og óskaði upplýsinga um hvort stefnandi ætti sér sögu hjá geðdeild LSH og væri álitinn hættulegur vegna geðsjúkdóms? En Bjarni varð manni að bana árið 1988 en var dæmdur ósakhæfur vegna geðbilunar. Með dólg á Facebook Í samtalinu kom fram að stefnandi hefði verið mjög virkur á samfélagsmiðlum vikurnar á undan og hefði beint hótunum að meðlimum D. Þar hefðu menn haft miklar áhyggjur og endurtekið haft samband við lögreglu. Bjarni segir að þar sé verið að tala um Rithöfundasambandið en fráleitt sé að þar hafi verið um hótanir að ræða. „Þetta voru átök en ég hótaði aldrei neinum þar,“ segir Bjarni. Bjarni fór sérstaklega yfir málið eins og það horfði við sér í grein á Vísi. Í dómnum segir að einnig hafi komið fram að skilja mætti á færslum stefnanda á samfélagsmiðlum að hann væri að nota ofskynjunarlyfið LSD. Yfirlæknir á geðdeild LSH hafði samband við yfirlækni réttar- og öryggisdeildar LSH. Hann þekkti til málsins. Álit þeirra beggja var að í ljósi fyrri sögu stefnanda, hótana sem hann hefði uppi á samfélagsmiðlum og hættu á að hann væri að nota ofskynjunarlyf væri rétt að aðhafast í málinu. Fór án mótþróa með lögreglu Í dómi segir að talið hafi verið nauðsynlegt að fá stefnanda til mats á geðdeildinni. Vakthafandi lækni á héraðsvakt Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins barst þann 25. apríl 2017 barst beiðni frá yfirlækni geðdeildar LSH um að hann færi með lögreglu „til að færa stefnanda til geðlæknismats á LSH þar sem líklegt væri að ástand hans jafnaðist á við það sem lýst er í 2. mgr. 19. gr. lögræðislaga nr. 71/1998.“ Læknir á héraðsvakt heilsugæslunnar fór þá að heimili Bjarna ásamt lögreglu til að láta færa hann á geðdeild í geðmat. Þar upplýsti læknirinn Bjarna um að koma hans væri að frumkvæði lækna á geðdeildinni sem hefðu áhyggjur af heilsu hans og vildu að hann kæmi í viðtal á geðdeild til að meta heilsuna. „Þá var honum greint frá því að færslur á samfélagsmiðla undanfarið væru orsök þessa, svo og hans fyrri veikindi.“ Bjarni spurði hvort hann fengi viðtal strax ef hann færi á geðdeildina, var svarað játandi og fór Bjarni þá sjálfviljugur með lögreglu. Fyrir dómi greindi Bjarni svo frá að hann hafi farið sjálfviljugur, þótt hann teldi enga þörf á, þá að annars hefði hann verið þvingaður með valdi til þess. Geðdeild Landspítalans.vísir/vilhelm Bjarni lagðist beint inn á bráðageðdeild 32C og var niðurstaða þess læknis, að höfðu samráði við yfirlækni, að stefnandi yrði nauðungarvistaður í 72 klukkustundir á deildinni. „Nauðsynlegt þótti að fylgjast með honum m.t.t. þess að meta geðrofseinkenni og gera áhættumat. Fram kom í samtölum við stefnanda að hann hefði ekki hitt B í formlegu eftirliti lengi. Stefnandi hefði hins vegar boðið honum í mat til sín um mánuði áður og þeir hefðu talað saman í síma.“ Var nauðungarvistaður lengur en þörf var á Dómurinn er ítarlegur. En í niðurstöðu segir, með hliðsjón af öllum gögnum máls og ferli þess eru virt heildstætt sé það mat dómsins að stefnanda beri bætur á grundvelli þess að hann hafi verið nauðungarvistaður í lengri tíma en efni stóðu til umrætt sinn. Flest bendi til þess að hægt hafi verið að útskrifa stefnanda a.m.k. eigi síðar en 27. apríl. Stefnandi verður látinn njóta þessa vafa. „Engin rök hafa að mati dómsins verið færð fram fyrir því að nauðungarvistun á stefnanda umrætt sinn hafi verið framkvæmd eða að henni staðið á óþarflega hættulegan, særandi eða móðgandi hátt. Fyrir liggur t.a.m. að það hafi gengið árekstrarlaust að fá stefnanda til viðtals og skoðunar á geðdeild umrætt sinn, enda samþykkti hann að gangast undir geðlæknismat.“ Þá er ekki talið að félagsleg staða stefnanda eða tímasetning aðgerða gagnvart honum verði talin eiga að leiða sérstaklega til hækkunar bóta í málinu. „Ljóst má hins vegar vera að aðgerð sem þessi er væntanlega aldrei án afleiðinga fyrir þann er henni þarf að sæta.“ Bjarni er látinn njóta þess vafa.
Dómsmál Menning Geðheilbrigði Félagsmál Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu