Telur að samstarf við Pfizer geti svarað mikilvægum spurningum fyrir heimsbyggðina Tryggvi Páll Tryggvason og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 28. desember 2020 11:35 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er hóflega bjartsýnn á að það takist að koma á samstarfi við Pfizer um bólusetningu þjóðarinnar. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason telur að mögulegt rannsóknarsamstarf við bandaríska lyfjaframleiðandann Pfizer um að bólusetja stóran hluta þjóðarinnar sem fyrst, geti svarað mikilvægum spurningum um bóluefnið fyrir heimsbyggðina alla. Greint var frá því yfir hátíðisdagana að Þórólfur og Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hafi báðir rætt það við Pfizer að fá hingað til lands fleiri skammta af bóluefni fyrirtækisins gegn Covid-19 fyrr en reiknað er með. Sagðist Þórólfur hafa viðrað þá hugmynd að Ísland verði rannsóknarsetur fyrir fjórða fasa rannsókn á bóluefninu. Kári og Þórólfur munu á næstunni funda með Pfizer til þess að athuga hvort grundvöllur sé fyrir slíku samstarfi. Vilja svara ósvöruðum spurningum Fyrstu tíu þúsund skammtar bóluefnis Pfizer bárust hingað til lands í dag. Eftir afhendingu bóluefnisins var Þórólfur spurður út í þetta mögulega samstarf. „Við erum að skoða alla möguleika og reyna þannig að efla rannsóknir og svara mörgum spurningum sem eru ósvarað með bólusetningar,“ svaraði Þórólfur en viðtal fréttastofu við hann má sjá hér í spilaranum að neðan. „Hvernig verður virknin á bóluefninu á hina mismunandi stofna veirunnar, hvernig náum við hjarðónæmi, hvað gerist ef við slökum vel á eftir að hafa bólusett marga og svo framvegis. Þetta eru mjög mikilvægar spurningum fyrir okkur og mjög mikilvægar spurningar og svör fyrir aðrar þjóðir líka,“ sagði Þórólfur. Hóflega bjartsýnn Viðræðurnar eru skammt á veg komnnar. „Við höldum að við getum svarað þessum spurningum hér á Íslandi og þess vegna höfum við fært þetta í tal við Pfizer en þetta er á algjörum byrjunarreit,“ sagði Þórólfur. Sagði Þórólfur að á dagskrá í vikunni væru fundir með Pfizer til þess að svara fyrstu spurningunum sem upp koma varðandi mögulegt samstarf. Ertu bjartsýnn? „Bara hóflega eins og ég er búinn að vera allan tímann. Við tökum bara eitt skref í einu og sjáum hverju það skilar. Svo tökum við annað skref.“ Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Lyf Tengdar fréttir Nákvæmlega tíu mánuðir frá því að SARS-CoV-2 greindist fyrst hér á landi Í dag eru nákvæmlega tíu mánuðir frá því að veiran kom til landsins, sagði Alma D. Möller landlæknir við athöfnina þegar bóluefnið frá Pfizer og BioNTech kom í hús hjá Distica í morgun. 28. desember 2020 11:19 Ekki stórir kassar en sögulegir, segir heilbrigðisráðherra „Þetta er stór dagur hjá okkur öllum,“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, þegar 10 þúsund skammtar af bólefni Pfizer og BioNTech komu í hús hjá Distica rétt í þessu. 28. desember 2020 10:57 Þrír greindust með kórónuveiruna í gær Þrír greindust með kórónuveiruna í gær. Tveir voru í sóttkví við greiningu, en einn ekki. 28. desember 2020 10:51 Mest lesið Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent Fleiri fréttir Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Sjá meira
Greint var frá því yfir hátíðisdagana að Þórólfur og Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hafi báðir rætt það við Pfizer að fá hingað til lands fleiri skammta af bóluefni fyrirtækisins gegn Covid-19 fyrr en reiknað er með. Sagðist Þórólfur hafa viðrað þá hugmynd að Ísland verði rannsóknarsetur fyrir fjórða fasa rannsókn á bóluefninu. Kári og Þórólfur munu á næstunni funda með Pfizer til þess að athuga hvort grundvöllur sé fyrir slíku samstarfi. Vilja svara ósvöruðum spurningum Fyrstu tíu þúsund skammtar bóluefnis Pfizer bárust hingað til lands í dag. Eftir afhendingu bóluefnisins var Þórólfur spurður út í þetta mögulega samstarf. „Við erum að skoða alla möguleika og reyna þannig að efla rannsóknir og svara mörgum spurningum sem eru ósvarað með bólusetningar,“ svaraði Þórólfur en viðtal fréttastofu við hann má sjá hér í spilaranum að neðan. „Hvernig verður virknin á bóluefninu á hina mismunandi stofna veirunnar, hvernig náum við hjarðónæmi, hvað gerist ef við slökum vel á eftir að hafa bólusett marga og svo framvegis. Þetta eru mjög mikilvægar spurningum fyrir okkur og mjög mikilvægar spurningar og svör fyrir aðrar þjóðir líka,“ sagði Þórólfur. Hóflega bjartsýnn Viðræðurnar eru skammt á veg komnnar. „Við höldum að við getum svarað þessum spurningum hér á Íslandi og þess vegna höfum við fært þetta í tal við Pfizer en þetta er á algjörum byrjunarreit,“ sagði Þórólfur. Sagði Þórólfur að á dagskrá í vikunni væru fundir með Pfizer til þess að svara fyrstu spurningunum sem upp koma varðandi mögulegt samstarf. Ertu bjartsýnn? „Bara hóflega eins og ég er búinn að vera allan tímann. Við tökum bara eitt skref í einu og sjáum hverju það skilar. Svo tökum við annað skref.“
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Lyf Tengdar fréttir Nákvæmlega tíu mánuðir frá því að SARS-CoV-2 greindist fyrst hér á landi Í dag eru nákvæmlega tíu mánuðir frá því að veiran kom til landsins, sagði Alma D. Möller landlæknir við athöfnina þegar bóluefnið frá Pfizer og BioNTech kom í hús hjá Distica í morgun. 28. desember 2020 11:19 Ekki stórir kassar en sögulegir, segir heilbrigðisráðherra „Þetta er stór dagur hjá okkur öllum,“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, þegar 10 þúsund skammtar af bólefni Pfizer og BioNTech komu í hús hjá Distica rétt í þessu. 28. desember 2020 10:57 Þrír greindust með kórónuveiruna í gær Þrír greindust með kórónuveiruna í gær. Tveir voru í sóttkví við greiningu, en einn ekki. 28. desember 2020 10:51 Mest lesið Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent Fleiri fréttir Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Sjá meira
Nákvæmlega tíu mánuðir frá því að SARS-CoV-2 greindist fyrst hér á landi Í dag eru nákvæmlega tíu mánuðir frá því að veiran kom til landsins, sagði Alma D. Möller landlæknir við athöfnina þegar bóluefnið frá Pfizer og BioNTech kom í hús hjá Distica í morgun. 28. desember 2020 11:19
Ekki stórir kassar en sögulegir, segir heilbrigðisráðherra „Þetta er stór dagur hjá okkur öllum,“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, þegar 10 þúsund skammtar af bólefni Pfizer og BioNTech komu í hús hjá Distica rétt í þessu. 28. desember 2020 10:57
Þrír greindust með kórónuveiruna í gær Þrír greindust með kórónuveiruna í gær. Tveir voru í sóttkví við greiningu, en einn ekki. 28. desember 2020 10:51