„Þetta er langþráður dagur“ Atli Ísleifsson skrifar 28. desember 2020 08:28 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm „Þetta er langþráður dagur. Að geta tekið á móti fyrstu sendingu af bóluefni. Það er bara alveg frábært.“ Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um daginn í dag en von er á fyrstu sendingu af bóluefni Pfizer til landsins í dag. Þórólfur ræddi þetta og ýmislegt fleira í samtali við Bítismenn á Bylgjunni í morgun. Sagði hann fá tilfelli hafa verið að greinast nú yfir hátíðarnar. „Ég veit ekki nákvæmlega hvað mörg sýni hafa verið tekin. Við höfum ekki verið með vaktina alveg í fullum gangi yfir jólin. Það á eftir að gera það svolítið upp. Sýnatökurnar hafa verið færri en venjulega, þannig að það þarf að skoða þetta í því ljósi. Nú byrja virku dagarnir aftur þannig að þá sjáum við aðeins betur hvernig þetta stendur.“ En miðað við það sem þú veist, ertu þá þokkalega ánægður með árangurinn? „Já, já. Þetta eru ekkert margir sem hafa greinst núna yfir hátíðarnar. Frá 22. [desember] hafa 27 einstaklingar greinst hér innanlands og þar af níu verið utan sóttkvíar,“ segir Þórólfur og bætir við að það muni svo skýrast síðar í vikunni og upp úr áramótum hvaða áhrif mögulegar samkomur og veisluhöld yfir hátíðarnar hafi haft á útbreiðslu veirunnar. Um bóluefnið sem von er á nú segir hann þetta vera 10 þúsund skammtar. „Það verður byrjað að bólusetja á morgun og samkvæmt forgangsröðuninni þá verða teknir þarna framlínustarfsmenn í heilbrigðisþjónustunni og síðan verður farið inn á hjúkrunarheimilin og elstu hóparnir bólusettir. Við munum bara vinna okkur þannig niður aldursstigann og áhættuhópa sérstaklega þegar næstu sendingar koma.“ Hlusta má á viðtalið við Þórólf í spilaranum að ofan þar sem hann ræðir einnig um óformlegar viðræður hans og Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, við Pfizer um möguleikann á að Ísland verði notað undir fjórða fasa rannsóknar bóluefnisins, sem myndi snúast um að bólusetja um 60 prósent fullorðinna einstaklinga á Íslandi og sjá hvaða áhrif það hefði á faraldur kórónuveirunnar. Sömuleiðis ræddi hann um afbrigði veirunnar sem hafi greinst í Bretlandi og víðar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bítið Tengdar fréttir Bein útsending: Flugvélin með bóluefnið lendir í Keflavík Flugvél með fyrstu skammtana af Pfizer bóluefninu lendir á Keflavíkurflugvelli í morgunsárið. Skammtarnir eru ætlaðir starfsmönnum Covid-göngudeildar Landspítalans, framlínustarfsfólki á spítölunum og íbúum á hjúkrunarheimilum. Vísir fylgist með lendingu flugvélarinnar í beinni útsendingu. 28. desember 2020 08:19 Misskilningur að óttast um þjóðina vegna Pfizer-rannsóknar Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það algjöran misskilning að óttast það að íslenska þjóðin verði notuð undir lokarannsókn á bóluefni bandaríska lyfjaframleiðandans Pfizer. 27. desember 2020 12:38 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Erlent Fleiri fréttir Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Sjá meira
Þórólfur ræddi þetta og ýmislegt fleira í samtali við Bítismenn á Bylgjunni í morgun. Sagði hann fá tilfelli hafa verið að greinast nú yfir hátíðarnar. „Ég veit ekki nákvæmlega hvað mörg sýni hafa verið tekin. Við höfum ekki verið með vaktina alveg í fullum gangi yfir jólin. Það á eftir að gera það svolítið upp. Sýnatökurnar hafa verið færri en venjulega, þannig að það þarf að skoða þetta í því ljósi. Nú byrja virku dagarnir aftur þannig að þá sjáum við aðeins betur hvernig þetta stendur.“ En miðað við það sem þú veist, ertu þá þokkalega ánægður með árangurinn? „Já, já. Þetta eru ekkert margir sem hafa greinst núna yfir hátíðarnar. Frá 22. [desember] hafa 27 einstaklingar greinst hér innanlands og þar af níu verið utan sóttkvíar,“ segir Þórólfur og bætir við að það muni svo skýrast síðar í vikunni og upp úr áramótum hvaða áhrif mögulegar samkomur og veisluhöld yfir hátíðarnar hafi haft á útbreiðslu veirunnar. Um bóluefnið sem von er á nú segir hann þetta vera 10 þúsund skammtar. „Það verður byrjað að bólusetja á morgun og samkvæmt forgangsröðuninni þá verða teknir þarna framlínustarfsmenn í heilbrigðisþjónustunni og síðan verður farið inn á hjúkrunarheimilin og elstu hóparnir bólusettir. Við munum bara vinna okkur þannig niður aldursstigann og áhættuhópa sérstaklega þegar næstu sendingar koma.“ Hlusta má á viðtalið við Þórólf í spilaranum að ofan þar sem hann ræðir einnig um óformlegar viðræður hans og Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, við Pfizer um möguleikann á að Ísland verði notað undir fjórða fasa rannsóknar bóluefnisins, sem myndi snúast um að bólusetja um 60 prósent fullorðinna einstaklinga á Íslandi og sjá hvaða áhrif það hefði á faraldur kórónuveirunnar. Sömuleiðis ræddi hann um afbrigði veirunnar sem hafi greinst í Bretlandi og víðar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bítið Tengdar fréttir Bein útsending: Flugvélin með bóluefnið lendir í Keflavík Flugvél með fyrstu skammtana af Pfizer bóluefninu lendir á Keflavíkurflugvelli í morgunsárið. Skammtarnir eru ætlaðir starfsmönnum Covid-göngudeildar Landspítalans, framlínustarfsfólki á spítölunum og íbúum á hjúkrunarheimilum. Vísir fylgist með lendingu flugvélarinnar í beinni útsendingu. 28. desember 2020 08:19 Misskilningur að óttast um þjóðina vegna Pfizer-rannsóknar Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það algjöran misskilning að óttast það að íslenska þjóðin verði notuð undir lokarannsókn á bóluefni bandaríska lyfjaframleiðandans Pfizer. 27. desember 2020 12:38 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Erlent Fleiri fréttir Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Sjá meira
Bein útsending: Flugvélin með bóluefnið lendir í Keflavík Flugvél með fyrstu skammtana af Pfizer bóluefninu lendir á Keflavíkurflugvelli í morgunsárið. Skammtarnir eru ætlaðir starfsmönnum Covid-göngudeildar Landspítalans, framlínustarfsfólki á spítölunum og íbúum á hjúkrunarheimilum. Vísir fylgist með lendingu flugvélarinnar í beinni útsendingu. 28. desember 2020 08:19
Misskilningur að óttast um þjóðina vegna Pfizer-rannsóknar Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það algjöran misskilning að óttast það að íslenska þjóðin verði notuð undir lokarannsókn á bóluefni bandaríska lyfjaframleiðandans Pfizer. 27. desember 2020 12:38