„Þetta er langþráður dagur“ Atli Ísleifsson skrifar 28. desember 2020 08:28 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm „Þetta er langþráður dagur. Að geta tekið á móti fyrstu sendingu af bóluefni. Það er bara alveg frábært.“ Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um daginn í dag en von er á fyrstu sendingu af bóluefni Pfizer til landsins í dag. Þórólfur ræddi þetta og ýmislegt fleira í samtali við Bítismenn á Bylgjunni í morgun. Sagði hann fá tilfelli hafa verið að greinast nú yfir hátíðarnar. „Ég veit ekki nákvæmlega hvað mörg sýni hafa verið tekin. Við höfum ekki verið með vaktina alveg í fullum gangi yfir jólin. Það á eftir að gera það svolítið upp. Sýnatökurnar hafa verið færri en venjulega, þannig að það þarf að skoða þetta í því ljósi. Nú byrja virku dagarnir aftur þannig að þá sjáum við aðeins betur hvernig þetta stendur.“ En miðað við það sem þú veist, ertu þá þokkalega ánægður með árangurinn? „Já, já. Þetta eru ekkert margir sem hafa greinst núna yfir hátíðarnar. Frá 22. [desember] hafa 27 einstaklingar greinst hér innanlands og þar af níu verið utan sóttkvíar,“ segir Þórólfur og bætir við að það muni svo skýrast síðar í vikunni og upp úr áramótum hvaða áhrif mögulegar samkomur og veisluhöld yfir hátíðarnar hafi haft á útbreiðslu veirunnar. Um bóluefnið sem von er á nú segir hann þetta vera 10 þúsund skammtar. „Það verður byrjað að bólusetja á morgun og samkvæmt forgangsröðuninni þá verða teknir þarna framlínustarfsmenn í heilbrigðisþjónustunni og síðan verður farið inn á hjúkrunarheimilin og elstu hóparnir bólusettir. Við munum bara vinna okkur þannig niður aldursstigann og áhættuhópa sérstaklega þegar næstu sendingar koma.“ Hlusta má á viðtalið við Þórólf í spilaranum að ofan þar sem hann ræðir einnig um óformlegar viðræður hans og Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, við Pfizer um möguleikann á að Ísland verði notað undir fjórða fasa rannsóknar bóluefnisins, sem myndi snúast um að bólusetja um 60 prósent fullorðinna einstaklinga á Íslandi og sjá hvaða áhrif það hefði á faraldur kórónuveirunnar. Sömuleiðis ræddi hann um afbrigði veirunnar sem hafi greinst í Bretlandi og víðar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bítið Tengdar fréttir Bein útsending: Flugvélin með bóluefnið lendir í Keflavík Flugvél með fyrstu skammtana af Pfizer bóluefninu lendir á Keflavíkurflugvelli í morgunsárið. Skammtarnir eru ætlaðir starfsmönnum Covid-göngudeildar Landspítalans, framlínustarfsfólki á spítölunum og íbúum á hjúkrunarheimilum. Vísir fylgist með lendingu flugvélarinnar í beinni útsendingu. 28. desember 2020 08:19 Misskilningur að óttast um þjóðina vegna Pfizer-rannsóknar Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það algjöran misskilning að óttast það að íslenska þjóðin verði notuð undir lokarannsókn á bóluefni bandaríska lyfjaframleiðandans Pfizer. 27. desember 2020 12:38 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Fleiri fréttir Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Sjá meira
Þórólfur ræddi þetta og ýmislegt fleira í samtali við Bítismenn á Bylgjunni í morgun. Sagði hann fá tilfelli hafa verið að greinast nú yfir hátíðarnar. „Ég veit ekki nákvæmlega hvað mörg sýni hafa verið tekin. Við höfum ekki verið með vaktina alveg í fullum gangi yfir jólin. Það á eftir að gera það svolítið upp. Sýnatökurnar hafa verið færri en venjulega, þannig að það þarf að skoða þetta í því ljósi. Nú byrja virku dagarnir aftur þannig að þá sjáum við aðeins betur hvernig þetta stendur.“ En miðað við það sem þú veist, ertu þá þokkalega ánægður með árangurinn? „Já, já. Þetta eru ekkert margir sem hafa greinst núna yfir hátíðarnar. Frá 22. [desember] hafa 27 einstaklingar greinst hér innanlands og þar af níu verið utan sóttkvíar,“ segir Þórólfur og bætir við að það muni svo skýrast síðar í vikunni og upp úr áramótum hvaða áhrif mögulegar samkomur og veisluhöld yfir hátíðarnar hafi haft á útbreiðslu veirunnar. Um bóluefnið sem von er á nú segir hann þetta vera 10 þúsund skammtar. „Það verður byrjað að bólusetja á morgun og samkvæmt forgangsröðuninni þá verða teknir þarna framlínustarfsmenn í heilbrigðisþjónustunni og síðan verður farið inn á hjúkrunarheimilin og elstu hóparnir bólusettir. Við munum bara vinna okkur þannig niður aldursstigann og áhættuhópa sérstaklega þegar næstu sendingar koma.“ Hlusta má á viðtalið við Þórólf í spilaranum að ofan þar sem hann ræðir einnig um óformlegar viðræður hans og Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, við Pfizer um möguleikann á að Ísland verði notað undir fjórða fasa rannsóknar bóluefnisins, sem myndi snúast um að bólusetja um 60 prósent fullorðinna einstaklinga á Íslandi og sjá hvaða áhrif það hefði á faraldur kórónuveirunnar. Sömuleiðis ræddi hann um afbrigði veirunnar sem hafi greinst í Bretlandi og víðar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bítið Tengdar fréttir Bein útsending: Flugvélin með bóluefnið lendir í Keflavík Flugvél með fyrstu skammtana af Pfizer bóluefninu lendir á Keflavíkurflugvelli í morgunsárið. Skammtarnir eru ætlaðir starfsmönnum Covid-göngudeildar Landspítalans, framlínustarfsfólki á spítölunum og íbúum á hjúkrunarheimilum. Vísir fylgist með lendingu flugvélarinnar í beinni útsendingu. 28. desember 2020 08:19 Misskilningur að óttast um þjóðina vegna Pfizer-rannsóknar Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það algjöran misskilning að óttast það að íslenska þjóðin verði notuð undir lokarannsókn á bóluefni bandaríska lyfjaframleiðandans Pfizer. 27. desember 2020 12:38 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Fleiri fréttir Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Sjá meira
Bein útsending: Flugvélin með bóluefnið lendir í Keflavík Flugvél með fyrstu skammtana af Pfizer bóluefninu lendir á Keflavíkurflugvelli í morgunsárið. Skammtarnir eru ætlaðir starfsmönnum Covid-göngudeildar Landspítalans, framlínustarfsfólki á spítölunum og íbúum á hjúkrunarheimilum. Vísir fylgist með lendingu flugvélarinnar í beinni útsendingu. 28. desember 2020 08:19
Misskilningur að óttast um þjóðina vegna Pfizer-rannsóknar Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það algjöran misskilning að óttast það að íslenska þjóðin verði notuð undir lokarannsókn á bóluefni bandaríska lyfjaframleiðandans Pfizer. 27. desember 2020 12:38
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent