Þurfa tvo þingmenn í viðbót til að kalla saman þing Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. desember 2020 18:03 Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir alla þingmenn stjórnarandstöðunnar styðja tillögu sína um að þing komi saman á þriðjudaginn. Vísir/Vilhelm Allir þingmenn stjórnarandstöðu hafa tekið undir kröfu Samfylkingarinnar um að Alþingi komi saman til fundar þann 29. desember. Þrjátíu þingmenn móta stjórnarandstöðu og þyrftu þannig aðeins tveir þingmenn stjórnarflokka að taka undir kröfuna svo að af þingfundi geti orðið. Þetta kemur fram í orðsendingu Oddnýjar Harðardóttur, þingflokksformanns Samfylkingarinnar, til fréttastofu. Í tilkynningu frá Samfylkingunni fyrr í dag kom fram að flokkurinn hafi óskað eftir því að þing komi saman á þriðjudaginn til að ræða við forsætisráðherra um „þá hættu sem skapast getur vegna hópamyndana um áramótin,“ og til að ræða áhrif „háttsemi fjármála- og efnahagsráðherra og skeytingarleysis hans um sóttvarnareglur. Oddný segir að Miðflokkurinn hafi tekið undir hugmyndina um að þing kæmi saman en flokkurinn vísi jafnframt í fyrri beiðni sína um að kalla þing saman til að ræða „misvísandi skilaboð um bóluefni.“ „Ég á ekki von á að fá staðfestingu frá stjórnarliðum í dag um stuðning eða ekki um að þing komi saman. En geri mér enn vonir um það,“ segir Oddný. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sagðist í samtali við Vísi fyrr í dageiga eftir að skoða erindi Samfylkingarinnar en að því erindi yrði svarað. Hann benti á að búið sé að fresta þingfundum til næsta árs með þyngsályktun. Þegar þingfundum hefur verið frestað með þessum hætti þarf annað hvort forsætisráðherra fyrir hönd meirihluta þingsins að leggja til með dagskrá að þing komi fyrr saman, eða þá að meirihluti þingmanna óski eftir því með rökstuddri dagskrá. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hafa bæði lýst vonbrigðum yfir því að Bjarni Benediktsson hafi verið viðstaddur samkomu á Þorláksmessu sem var fjölmennari en fjöldatakmarkanir gera ráð fyrir. Hvorugt þeirra hefur þó talið tilefni til að kalla eftir afsögn hans. Fleiri þingmenn úr röðum stjórnarflokkanna hafa lýst vonbrigðum sínum vegna málsins, til að mynda Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna, sem í samtali við mbl.is í dag segir málið alvarlegt. Píratar hafa sagst tilbúnir að styðja minnihlutastjórn Vinstri grænna og Framsóknarflokksins, gegn því að gengið yrði til kosninga í vor. Þeir vilji með þessum hætti rétta fram sáttarhönd í kjölfar meintra brota fjármálaráðherra á sóttvarnareglum. Alþingi Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira
Í tilkynningu frá Samfylkingunni fyrr í dag kom fram að flokkurinn hafi óskað eftir því að þing komi saman á þriðjudaginn til að ræða við forsætisráðherra um „þá hættu sem skapast getur vegna hópamyndana um áramótin,“ og til að ræða áhrif „háttsemi fjármála- og efnahagsráðherra og skeytingarleysis hans um sóttvarnareglur. Oddný segir að Miðflokkurinn hafi tekið undir hugmyndina um að þing kæmi saman en flokkurinn vísi jafnframt í fyrri beiðni sína um að kalla þing saman til að ræða „misvísandi skilaboð um bóluefni.“ „Ég á ekki von á að fá staðfestingu frá stjórnarliðum í dag um stuðning eða ekki um að þing komi saman. En geri mér enn vonir um það,“ segir Oddný. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sagðist í samtali við Vísi fyrr í dageiga eftir að skoða erindi Samfylkingarinnar en að því erindi yrði svarað. Hann benti á að búið sé að fresta þingfundum til næsta árs með þyngsályktun. Þegar þingfundum hefur verið frestað með þessum hætti þarf annað hvort forsætisráðherra fyrir hönd meirihluta þingsins að leggja til með dagskrá að þing komi fyrr saman, eða þá að meirihluti þingmanna óski eftir því með rökstuddri dagskrá. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hafa bæði lýst vonbrigðum yfir því að Bjarni Benediktsson hafi verið viðstaddur samkomu á Þorláksmessu sem var fjölmennari en fjöldatakmarkanir gera ráð fyrir. Hvorugt þeirra hefur þó talið tilefni til að kalla eftir afsögn hans. Fleiri þingmenn úr röðum stjórnarflokkanna hafa lýst vonbrigðum sínum vegna málsins, til að mynda Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna, sem í samtali við mbl.is í dag segir málið alvarlegt. Píratar hafa sagst tilbúnir að styðja minnihlutastjórn Vinstri grænna og Framsóknarflokksins, gegn því að gengið yrði til kosninga í vor. Þeir vilji með þessum hætti rétta fram sáttarhönd í kjölfar meintra brota fjármálaráðherra á sóttvarnareglum.
Alþingi Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira