Þurfa tvo þingmenn í viðbót til að kalla saman þing Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. desember 2020 18:03 Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir alla þingmenn stjórnarandstöðunnar styðja tillögu sína um að þing komi saman á þriðjudaginn. Vísir/Vilhelm Allir þingmenn stjórnarandstöðu hafa tekið undir kröfu Samfylkingarinnar um að Alþingi komi saman til fundar þann 29. desember. Þrjátíu þingmenn móta stjórnarandstöðu og þyrftu þannig aðeins tveir þingmenn stjórnarflokka að taka undir kröfuna svo að af þingfundi geti orðið. Þetta kemur fram í orðsendingu Oddnýjar Harðardóttur, þingflokksformanns Samfylkingarinnar, til fréttastofu. Í tilkynningu frá Samfylkingunni fyrr í dag kom fram að flokkurinn hafi óskað eftir því að þing komi saman á þriðjudaginn til að ræða við forsætisráðherra um „þá hættu sem skapast getur vegna hópamyndana um áramótin,“ og til að ræða áhrif „háttsemi fjármála- og efnahagsráðherra og skeytingarleysis hans um sóttvarnareglur. Oddný segir að Miðflokkurinn hafi tekið undir hugmyndina um að þing kæmi saman en flokkurinn vísi jafnframt í fyrri beiðni sína um að kalla þing saman til að ræða „misvísandi skilaboð um bóluefni.“ „Ég á ekki von á að fá staðfestingu frá stjórnarliðum í dag um stuðning eða ekki um að þing komi saman. En geri mér enn vonir um það,“ segir Oddný. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sagðist í samtali við Vísi fyrr í dageiga eftir að skoða erindi Samfylkingarinnar en að því erindi yrði svarað. Hann benti á að búið sé að fresta þingfundum til næsta árs með þyngsályktun. Þegar þingfundum hefur verið frestað með þessum hætti þarf annað hvort forsætisráðherra fyrir hönd meirihluta þingsins að leggja til með dagskrá að þing komi fyrr saman, eða þá að meirihluti þingmanna óski eftir því með rökstuddri dagskrá. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hafa bæði lýst vonbrigðum yfir því að Bjarni Benediktsson hafi verið viðstaddur samkomu á Þorláksmessu sem var fjölmennari en fjöldatakmarkanir gera ráð fyrir. Hvorugt þeirra hefur þó talið tilefni til að kalla eftir afsögn hans. Fleiri þingmenn úr röðum stjórnarflokkanna hafa lýst vonbrigðum sínum vegna málsins, til að mynda Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna, sem í samtali við mbl.is í dag segir málið alvarlegt. Píratar hafa sagst tilbúnir að styðja minnihlutastjórn Vinstri grænna og Framsóknarflokksins, gegn því að gengið yrði til kosninga í vor. Þeir vilji með þessum hætti rétta fram sáttarhönd í kjölfar meintra brota fjármálaráðherra á sóttvarnareglum. Alþingi Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Sjá meira
Í tilkynningu frá Samfylkingunni fyrr í dag kom fram að flokkurinn hafi óskað eftir því að þing komi saman á þriðjudaginn til að ræða við forsætisráðherra um „þá hættu sem skapast getur vegna hópamyndana um áramótin,“ og til að ræða áhrif „háttsemi fjármála- og efnahagsráðherra og skeytingarleysis hans um sóttvarnareglur. Oddný segir að Miðflokkurinn hafi tekið undir hugmyndina um að þing kæmi saman en flokkurinn vísi jafnframt í fyrri beiðni sína um að kalla þing saman til að ræða „misvísandi skilaboð um bóluefni.“ „Ég á ekki von á að fá staðfestingu frá stjórnarliðum í dag um stuðning eða ekki um að þing komi saman. En geri mér enn vonir um það,“ segir Oddný. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sagðist í samtali við Vísi fyrr í dageiga eftir að skoða erindi Samfylkingarinnar en að því erindi yrði svarað. Hann benti á að búið sé að fresta þingfundum til næsta árs með þyngsályktun. Þegar þingfundum hefur verið frestað með þessum hætti þarf annað hvort forsætisráðherra fyrir hönd meirihluta þingsins að leggja til með dagskrá að þing komi fyrr saman, eða þá að meirihluti þingmanna óski eftir því með rökstuddri dagskrá. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hafa bæði lýst vonbrigðum yfir því að Bjarni Benediktsson hafi verið viðstaddur samkomu á Þorláksmessu sem var fjölmennari en fjöldatakmarkanir gera ráð fyrir. Hvorugt þeirra hefur þó talið tilefni til að kalla eftir afsögn hans. Fleiri þingmenn úr röðum stjórnarflokkanna hafa lýst vonbrigðum sínum vegna málsins, til að mynda Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna, sem í samtali við mbl.is í dag segir málið alvarlegt. Píratar hafa sagst tilbúnir að styðja minnihlutastjórn Vinstri grænna og Framsóknarflokksins, gegn því að gengið yrði til kosninga í vor. Þeir vilji með þessum hætti rétta fram sáttarhönd í kjölfar meintra brota fjármálaráðherra á sóttvarnareglum.
Alþingi Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Sjá meira