Þurfa tvo þingmenn í viðbót til að kalla saman þing Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. desember 2020 18:03 Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir alla þingmenn stjórnarandstöðunnar styðja tillögu sína um að þing komi saman á þriðjudaginn. Vísir/Vilhelm Allir þingmenn stjórnarandstöðu hafa tekið undir kröfu Samfylkingarinnar um að Alþingi komi saman til fundar þann 29. desember. Þrjátíu þingmenn móta stjórnarandstöðu og þyrftu þannig aðeins tveir þingmenn stjórnarflokka að taka undir kröfuna svo að af þingfundi geti orðið. Þetta kemur fram í orðsendingu Oddnýjar Harðardóttur, þingflokksformanns Samfylkingarinnar, til fréttastofu. Í tilkynningu frá Samfylkingunni fyrr í dag kom fram að flokkurinn hafi óskað eftir því að þing komi saman á þriðjudaginn til að ræða við forsætisráðherra um „þá hættu sem skapast getur vegna hópamyndana um áramótin,“ og til að ræða áhrif „háttsemi fjármála- og efnahagsráðherra og skeytingarleysis hans um sóttvarnareglur. Oddný segir að Miðflokkurinn hafi tekið undir hugmyndina um að þing kæmi saman en flokkurinn vísi jafnframt í fyrri beiðni sína um að kalla þing saman til að ræða „misvísandi skilaboð um bóluefni.“ „Ég á ekki von á að fá staðfestingu frá stjórnarliðum í dag um stuðning eða ekki um að þing komi saman. En geri mér enn vonir um það,“ segir Oddný. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sagðist í samtali við Vísi fyrr í dageiga eftir að skoða erindi Samfylkingarinnar en að því erindi yrði svarað. Hann benti á að búið sé að fresta þingfundum til næsta árs með þyngsályktun. Þegar þingfundum hefur verið frestað með þessum hætti þarf annað hvort forsætisráðherra fyrir hönd meirihluta þingsins að leggja til með dagskrá að þing komi fyrr saman, eða þá að meirihluti þingmanna óski eftir því með rökstuddri dagskrá. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hafa bæði lýst vonbrigðum yfir því að Bjarni Benediktsson hafi verið viðstaddur samkomu á Þorláksmessu sem var fjölmennari en fjöldatakmarkanir gera ráð fyrir. Hvorugt þeirra hefur þó talið tilefni til að kalla eftir afsögn hans. Fleiri þingmenn úr röðum stjórnarflokkanna hafa lýst vonbrigðum sínum vegna málsins, til að mynda Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna, sem í samtali við mbl.is í dag segir málið alvarlegt. Píratar hafa sagst tilbúnir að styðja minnihlutastjórn Vinstri grænna og Framsóknarflokksins, gegn því að gengið yrði til kosninga í vor. Þeir vilji með þessum hætti rétta fram sáttarhönd í kjölfar meintra brota fjármálaráðherra á sóttvarnareglum. Alþingi Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sjá meira
Í tilkynningu frá Samfylkingunni fyrr í dag kom fram að flokkurinn hafi óskað eftir því að þing komi saman á þriðjudaginn til að ræða við forsætisráðherra um „þá hættu sem skapast getur vegna hópamyndana um áramótin,“ og til að ræða áhrif „háttsemi fjármála- og efnahagsráðherra og skeytingarleysis hans um sóttvarnareglur. Oddný segir að Miðflokkurinn hafi tekið undir hugmyndina um að þing kæmi saman en flokkurinn vísi jafnframt í fyrri beiðni sína um að kalla þing saman til að ræða „misvísandi skilaboð um bóluefni.“ „Ég á ekki von á að fá staðfestingu frá stjórnarliðum í dag um stuðning eða ekki um að þing komi saman. En geri mér enn vonir um það,“ segir Oddný. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sagðist í samtali við Vísi fyrr í dageiga eftir að skoða erindi Samfylkingarinnar en að því erindi yrði svarað. Hann benti á að búið sé að fresta þingfundum til næsta árs með þyngsályktun. Þegar þingfundum hefur verið frestað með þessum hætti þarf annað hvort forsætisráðherra fyrir hönd meirihluta þingsins að leggja til með dagskrá að þing komi fyrr saman, eða þá að meirihluti þingmanna óski eftir því með rökstuddri dagskrá. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hafa bæði lýst vonbrigðum yfir því að Bjarni Benediktsson hafi verið viðstaddur samkomu á Þorláksmessu sem var fjölmennari en fjöldatakmarkanir gera ráð fyrir. Hvorugt þeirra hefur þó talið tilefni til að kalla eftir afsögn hans. Fleiri þingmenn úr röðum stjórnarflokkanna hafa lýst vonbrigðum sínum vegna málsins, til að mynda Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna, sem í samtali við mbl.is í dag segir málið alvarlegt. Píratar hafa sagst tilbúnir að styðja minnihlutastjórn Vinstri grænna og Framsóknarflokksins, gegn því að gengið yrði til kosninga í vor. Þeir vilji með þessum hætti rétta fram sáttarhönd í kjölfar meintra brota fjármálaráðherra á sóttvarnareglum.
Alþingi Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sjá meira