Segir Þórhildi Sunnu og Helgu Völu ekkert erindi eiga í pólitík Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. desember 2020 16:52 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lýsir þessari skoðun sinni í nokkrum Facebook-færslum nú um helgina. vísir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmann Pírata og Helgu Völu Helgadóttur, þingmann Samfylkingarinnar, hafa „lítið sem ekkert fram að færa í pólitík,“ og að þær „noti hvert tækifæri til að skapa upplausn.“ Þetta má ráða af færslu sem Brynjar birtir á Facebook-síðu sinni í dag þar sem hann vitnar til annarrar Facebook-færslu sem hann skrifaði í gær þar sem Helga Vala og Þórhildur Sunna komu við sögu. „Kannski þarf ég ritstjóra eins og allir betri fjölmiðlar svo ég þurfi ekki að útskýra daginn eftir hvað ég var að reyna að segja,“ skrifar Brynjar í færslunni sem hann birtir í dag. Hann hafi í færslu sinni frá því í gær ekki ætlað sér að gera lítið úr mikilvægi sóttvarna og markmiðið hafi ekki heldur verið að taka til varna fyrir Bjarna Benediksson, fjármála- og efnahagsráðherra. Í færslunni sem hann vísar til sem hann birti á Facebook í gær lýsir hann ferð sinni út í búð. Á leið sinni í búðina hafi hann mætt fjölda fólks og hann hafi reynt að passa tveggja metra regluna, „ef einhver samfylkingarmaður eða pírati skyldi vera á gægjum bak við runna,“ líkt og Brynjar skrifar, en einhverjum kynni að þykja nokkuð háðslegur bragur á ritstíl færslunnar. „Þegar í búðina kom óskaði ég eftir talningu áður en ég steig inn fyrir þröskuldinn. Var mjög stressaður og taugaveiklaður í búðinni eftir því sem gestum fjölgaði og fannst ég sjá Helgu Völu og Þórhildi Sunnu við hvern rekka,“ skrifaði Brynjar síðar í færslunni frá í gær. Báðar hafa Þórhildur Sunna og Helga Vala opinberlega gagnrýnt fjármála- og efnahagsráðherra eftir að hann var viðstaddur fjölmennt samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Í nýjustu færslunni sem hann birtir í dag ítrekar hann að þarna hafi markmiðið ekki verið að gera lítið úr sóttvörnum. „Okkur verður öllum á þegar kemur að sóttvörnum, sérstaklega við aðstæður sem við höfum ekki fulla stjórn á. Skiptir þá ekki máli hvort við erum læknar sem stjórnum öldrunardeildum, ráðherrar, þingmenn eða hluti að Þríeykinu,“ skrifar Brynjar. Líkir við „þekktustu populista sögunnar“ Síðustu tvær færslur hans, þar á meðal sú hvar Þórhildur Sunna og Helga Vala koma við sögu, séu um „stjórnmálamenn sem hafa lítið sem ekkert fram að færa í pólitík og nota því hvert tækifæri til að skapa upplausn. Sjálfir hafa þeir ekki verið tilbúnir að taka ábyrgð á gerðum sínum og orðum. Dettur ekki í hug að biðjast fyrirgefningar, ekki einu sinni velvirðingar, en alltaf fyrstir upp á dekk til að ráðast á aðra sem verður á í messunni. Og til að kóróna allt trúa að þeir séu boðberar heiðarlegra stjórnmála,“ skrifar Brynjar. Hluti vandans við íslensk stjórnmál sé að hans mati að þar taki þátt fjöldinn allur af fólki sem eigi ekkert erindi. „Það stendur ekki fyrir neitt og lítur á einstaklinga og fyrirtæki sem hlaðborð tekjustofna til að leika sér með. Nota sama málflutning og allir þekktustu populistar sögunnar um að aðrir séu vondir og óheiðarlegir. Það er bara ógagn að slíkum stjórnmálamönnum.“ Alþingi Ráðherra í Ásmundarsal Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún Sjá meira
„Kannski þarf ég ritstjóra eins og allir betri fjölmiðlar svo ég þurfi ekki að útskýra daginn eftir hvað ég var að reyna að segja,“ skrifar Brynjar í færslunni sem hann birtir í dag. Hann hafi í færslu sinni frá því í gær ekki ætlað sér að gera lítið úr mikilvægi sóttvarna og markmiðið hafi ekki heldur verið að taka til varna fyrir Bjarna Benediksson, fjármála- og efnahagsráðherra. Í færslunni sem hann vísar til sem hann birti á Facebook í gær lýsir hann ferð sinni út í búð. Á leið sinni í búðina hafi hann mætt fjölda fólks og hann hafi reynt að passa tveggja metra regluna, „ef einhver samfylkingarmaður eða pírati skyldi vera á gægjum bak við runna,“ líkt og Brynjar skrifar, en einhverjum kynni að þykja nokkuð háðslegur bragur á ritstíl færslunnar. „Þegar í búðina kom óskaði ég eftir talningu áður en ég steig inn fyrir þröskuldinn. Var mjög stressaður og taugaveiklaður í búðinni eftir því sem gestum fjölgaði og fannst ég sjá Helgu Völu og Þórhildi Sunnu við hvern rekka,“ skrifaði Brynjar síðar í færslunni frá í gær. Báðar hafa Þórhildur Sunna og Helga Vala opinberlega gagnrýnt fjármála- og efnahagsráðherra eftir að hann var viðstaddur fjölmennt samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Í nýjustu færslunni sem hann birtir í dag ítrekar hann að þarna hafi markmiðið ekki verið að gera lítið úr sóttvörnum. „Okkur verður öllum á þegar kemur að sóttvörnum, sérstaklega við aðstæður sem við höfum ekki fulla stjórn á. Skiptir þá ekki máli hvort við erum læknar sem stjórnum öldrunardeildum, ráðherrar, þingmenn eða hluti að Þríeykinu,“ skrifar Brynjar. Líkir við „þekktustu populista sögunnar“ Síðustu tvær færslur hans, þar á meðal sú hvar Þórhildur Sunna og Helga Vala koma við sögu, séu um „stjórnmálamenn sem hafa lítið sem ekkert fram að færa í pólitík og nota því hvert tækifæri til að skapa upplausn. Sjálfir hafa þeir ekki verið tilbúnir að taka ábyrgð á gerðum sínum og orðum. Dettur ekki í hug að biðjast fyrirgefningar, ekki einu sinni velvirðingar, en alltaf fyrstir upp á dekk til að ráðast á aðra sem verður á í messunni. Og til að kóróna allt trúa að þeir séu boðberar heiðarlegra stjórnmála,“ skrifar Brynjar. Hluti vandans við íslensk stjórnmál sé að hans mati að þar taki þátt fjöldinn allur af fólki sem eigi ekkert erindi. „Það stendur ekki fyrir neitt og lítur á einstaklinga og fyrirtæki sem hlaðborð tekjustofna til að leika sér með. Nota sama málflutning og allir þekktustu populistar sögunnar um að aðrir séu vondir og óheiðarlegir. Það er bara ógagn að slíkum stjórnmálamönnum.“
Alþingi Ráðherra í Ásmundarsal Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún Sjá meira