Gerðu húsleit í tengslum við sprenginguna í Nashville Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. desember 2020 22:30 Frá vettvangi sprengingarinnar. Thaddaeus McAdams/Getty Bandaríska alríkislögreglan, FBI, gerði húsleit hjá einstaklingi sem talinn er tengjast mikilli sprengingu sem varð í borginni Nashville í Tennessee í Bandaríkjunum í gærmorgun. Frá þessu greinir Guardian. Þrír særðust þegar húsbíll sprakk fyrir utan byggingu í eigu fjarskiptafyrirtækisins AT&T í borginni. Nú hafa lögregluyfirvöld gert húsleit í úthverfi Nashville vegna málsins. „Upplýsingar sem við höfum fengið við rannsókn málsins hafa leitt okkur að þessu heimilisfangi,“ hefur Guardian eftir Darrell DeBusk, fulltrúa FBI. Kvaðst hann ekki vita til þess að nokkur hefði verið handtekinn vegna málsins. CBS-fréttastofan hefur þá greint frá því að hinn 63 ára gamli Anthony Quinn Warner, íbúi á Nashville-svæðinu, hafi átt samskonar húsbíl og þann sem sprakk í gærmorgun. Varaði við því að bíllinn myndi springa Aðdragandi sprengingarinnar hefur vakið mikla athygli. Lögregla hafði upphaflega verið kölluð til vegna skothvella sem heyrðust á svæðinu skömmu fyrir klukkan sex að staðartíma í gærmorgun. Þegar komið var á vettvang heyrðist viðvörun úr hátalarakerfi sem var á bílnum um að hann myndi springa, sem hann svo gerði nokkrum mínútum síðar. Sprengingin olli truflunum á fjarskiptakerfum í ríkinu, auk þess sem miklar skemmdir urðu á nærliggjandi byggingum og vatn flæddi niður veggi þar sem sprengingin olli skemmdum á lögnum húsa nálægt vettvangi. Lögreglan í Nashville hefur birt myndir af bílnum á samfélagsmiðlum í von um að verða ágengt í rannsókn málsins. BREAKING: This is the RV that exploded on 2nd Ave N this morning. It arrived on 2nd Ave at 1:22 a.m. Have you seen this vehicle in our area or do you have information about it? Please contact us via Crime Stoppers at 615-742-7463 or online via https://t.co/dVGS7o0m4v. @ATFHQ pic.twitter.com/JNx9sDinAH— Metro Nashville PD (@MNPDNashville) December 25, 2020 Bandaríkin Tengdar fréttir Sprenging í Nashville talin vera viljaverk Mikil sprenging varð í borginni Nashville í Tennessee-ríki í gærmorgun þegar húsbíll sprakk fyrir utan byggingu í eigu fjarskiptafyrirtækisins AT&T. Þrír slösuðust í sprengingunni, en fólk á svæðinu hafði verið varað við og beðið um að yfirgefa svæðið. 26. desember 2020 08:11 Bjóða verðlaunafé til handa þeim sem geta gefið upplýsingar um sprenginguna Fyrirtæki og sjónvarpsstjörnur hafa boðið allt að þrjú hundruð þúsund dollara, eða sem nemur um 38,5 milljónum króna, í verðlaunafé fyrir vísbendingar um þann sem ber ábyrgð á mikilli sprengingu sem varð í Nashville í Bandaríkjunum í gærmorgun. 26. desember 2020 16:22 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Sjá meira
Frá þessu greinir Guardian. Þrír særðust þegar húsbíll sprakk fyrir utan byggingu í eigu fjarskiptafyrirtækisins AT&T í borginni. Nú hafa lögregluyfirvöld gert húsleit í úthverfi Nashville vegna málsins. „Upplýsingar sem við höfum fengið við rannsókn málsins hafa leitt okkur að þessu heimilisfangi,“ hefur Guardian eftir Darrell DeBusk, fulltrúa FBI. Kvaðst hann ekki vita til þess að nokkur hefði verið handtekinn vegna málsins. CBS-fréttastofan hefur þá greint frá því að hinn 63 ára gamli Anthony Quinn Warner, íbúi á Nashville-svæðinu, hafi átt samskonar húsbíl og þann sem sprakk í gærmorgun. Varaði við því að bíllinn myndi springa Aðdragandi sprengingarinnar hefur vakið mikla athygli. Lögregla hafði upphaflega verið kölluð til vegna skothvella sem heyrðust á svæðinu skömmu fyrir klukkan sex að staðartíma í gærmorgun. Þegar komið var á vettvang heyrðist viðvörun úr hátalarakerfi sem var á bílnum um að hann myndi springa, sem hann svo gerði nokkrum mínútum síðar. Sprengingin olli truflunum á fjarskiptakerfum í ríkinu, auk þess sem miklar skemmdir urðu á nærliggjandi byggingum og vatn flæddi niður veggi þar sem sprengingin olli skemmdum á lögnum húsa nálægt vettvangi. Lögreglan í Nashville hefur birt myndir af bílnum á samfélagsmiðlum í von um að verða ágengt í rannsókn málsins. BREAKING: This is the RV that exploded on 2nd Ave N this morning. It arrived on 2nd Ave at 1:22 a.m. Have you seen this vehicle in our area or do you have information about it? Please contact us via Crime Stoppers at 615-742-7463 or online via https://t.co/dVGS7o0m4v. @ATFHQ pic.twitter.com/JNx9sDinAH— Metro Nashville PD (@MNPDNashville) December 25, 2020
Bandaríkin Tengdar fréttir Sprenging í Nashville talin vera viljaverk Mikil sprenging varð í borginni Nashville í Tennessee-ríki í gærmorgun þegar húsbíll sprakk fyrir utan byggingu í eigu fjarskiptafyrirtækisins AT&T. Þrír slösuðust í sprengingunni, en fólk á svæðinu hafði verið varað við og beðið um að yfirgefa svæðið. 26. desember 2020 08:11 Bjóða verðlaunafé til handa þeim sem geta gefið upplýsingar um sprenginguna Fyrirtæki og sjónvarpsstjörnur hafa boðið allt að þrjú hundruð þúsund dollara, eða sem nemur um 38,5 milljónum króna, í verðlaunafé fyrir vísbendingar um þann sem ber ábyrgð á mikilli sprengingu sem varð í Nashville í Bandaríkjunum í gærmorgun. 26. desember 2020 16:22 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Sjá meira
Sprenging í Nashville talin vera viljaverk Mikil sprenging varð í borginni Nashville í Tennessee-ríki í gærmorgun þegar húsbíll sprakk fyrir utan byggingu í eigu fjarskiptafyrirtækisins AT&T. Þrír slösuðust í sprengingunni, en fólk á svæðinu hafði verið varað við og beðið um að yfirgefa svæðið. 26. desember 2020 08:11
Bjóða verðlaunafé til handa þeim sem geta gefið upplýsingar um sprenginguna Fyrirtæki og sjónvarpsstjörnur hafa boðið allt að þrjú hundruð þúsund dollara, eða sem nemur um 38,5 milljónum króna, í verðlaunafé fyrir vísbendingar um þann sem ber ábyrgð á mikilli sprengingu sem varð í Nashville í Bandaríkjunum í gærmorgun. 26. desember 2020 16:22