Seyðfirðingar fleyta kertum í stað þess að skjóta upp flugeldum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 26. desember 2020 18:28 Seyðfirðingar koma saman við Lónið og fleyta kertum þegar nýtt ár gengur í garð. Vísir/Vilhelm Seyðfirðingar hyggjast koma saman við Lónið á áramótunum og fleyta þar kertum í stað þess að skjóta upp flugeldum. Margir eru hvekktir eftir drunurnar sem heyrðust í fjallinu eftir aurskriðurnar sem féllu á bæinn í síðustu viku og óttast að þeir muni endurupplifa áfallið. „Það var gríðarlegur hávaði sem fylgdi skriðunum og þá sérstaklega þessari stærstu þannig að fólk er enn þá, eðlilega, mjög hvekkt, og svona ekki alveg til í að heyra flugeldaskotin,“ segir Hildur Þórisdóttir, fulltrúi í sveitarstjórn Múlaþings. Íbúi á Seyðisfirði sem fréttastofa ræddi við orðaði það þannig að varla mætti draga stól eftir gólfi án þess að hjartað taki kipp. Hildur segir marga eiga um sárt að binda og að því hafi komið upp hugmyndir um að sleppa óþarfa hávaða um áramótin. „Það eru uppi hugmyndir um að það verði bara kertafleyting á Lóninu, en skipulagning er ekki komin af stað,“ segir hún. Hún segir suma þó eiga erfitt með að snúa aftur í bæinn. „Það mun líða langur tími þangað til að íbúar hér muni treysta fjöllunum aftur.“ Áfram er óvíst hvenær íbúar geta snúið aftur til síns heima. Endurskoðun á rýmingarsvæðinu á Seyðisfirði mun ekki fara fram á morgun líkt og vonir stóðu til, vegna veðurs. Talsverðri úrkomu er spáð á Austurlandi á morgun. Engar tilkynningar hafa borist um skriður eða drunur á svæðinu og mælingar í morgun sýna að lítil sem engin hreyfing hafi orðið á upptakasvæðum skriðufalla frá því í gær. Frostið var kærkomin sjón í bænum fyrir jól eftir gríðarlegt úrhelli sem leiddi til stærstu aurskriða sem fallið hafa á byggð á Íslandi. Fyrirhugað var að hægt yrði að endurskoða rýmingaráætlun á morgun en veðurspáin varð verri en búist var við og gul veðurviðvörun hefur verið gefin út, sem tekur gildi á miðnætti. Talsverðri úrkomu er spáð sem þýðir að ekki verður hægt að endurskoða áætlunina fyrr en í fyrsta lagi á mánudag. Þá má búast við að færð spillist á Fjarðarheiði og fólk beðið um að fylgjast vel með færð á vegum. Veður verður þó skaplegra eftir helgi og þá er vonast til að hægt verði að hefja frekara hreinsunarstarf og skoða rýmingaráætlun. Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Áramót Flugeldar Tengdar fréttir Héraðsbúar gerðu heimagerðan jólaís handa Seyðfirðingum Íbúar Múlaþings hafa margir hverjir tekið sig til að búið til heimagerðan jólaís og gefið Seyðfirðingum. Heldur óvenjuleg jól blasa við fjölmörgum Seyðfirðingum í ár í kjölfar náttúruhamfarananna sem þar hafa riðið yfir. 23. desember 2020 21:53 Fyrir/eftir myndband sýnir gapandi sárið í fjallinu Þrívíddarmyndband sem starfsfólk verkfræðistofunnar Eflu sýnir glögglega hversu stór hluti fjallsins féll niður er stóra skriðan féll á þéttbýlið í Seyðisfirði síðastliðinn föstudag. 23. desember 2020 18:40 Seyðisfjörður kominn í vetrarbúning eftir hörmungar síðustu viku Það er búið að snjóa á Seyðisfirði og bærinn allt annar að sjá í dag heldur en síðustu daga. Skriður féllu á bæinn fyrir helgi, sú stærsta á föstudag, með miklu tjóni. Tekin var ákvörðun um að rýma bæinn vegna hættu á frekari skriðum. 21. desember 2020 22:25 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
„Það var gríðarlegur hávaði sem fylgdi skriðunum og þá sérstaklega þessari stærstu þannig að fólk er enn þá, eðlilega, mjög hvekkt, og svona ekki alveg til í að heyra flugeldaskotin,“ segir Hildur Þórisdóttir, fulltrúi í sveitarstjórn Múlaþings. Íbúi á Seyðisfirði sem fréttastofa ræddi við orðaði það þannig að varla mætti draga stól eftir gólfi án þess að hjartað taki kipp. Hildur segir marga eiga um sárt að binda og að því hafi komið upp hugmyndir um að sleppa óþarfa hávaða um áramótin. „Það eru uppi hugmyndir um að það verði bara kertafleyting á Lóninu, en skipulagning er ekki komin af stað,“ segir hún. Hún segir suma þó eiga erfitt með að snúa aftur í bæinn. „Það mun líða langur tími þangað til að íbúar hér muni treysta fjöllunum aftur.“ Áfram er óvíst hvenær íbúar geta snúið aftur til síns heima. Endurskoðun á rýmingarsvæðinu á Seyðisfirði mun ekki fara fram á morgun líkt og vonir stóðu til, vegna veðurs. Talsverðri úrkomu er spáð á Austurlandi á morgun. Engar tilkynningar hafa borist um skriður eða drunur á svæðinu og mælingar í morgun sýna að lítil sem engin hreyfing hafi orðið á upptakasvæðum skriðufalla frá því í gær. Frostið var kærkomin sjón í bænum fyrir jól eftir gríðarlegt úrhelli sem leiddi til stærstu aurskriða sem fallið hafa á byggð á Íslandi. Fyrirhugað var að hægt yrði að endurskoða rýmingaráætlun á morgun en veðurspáin varð verri en búist var við og gul veðurviðvörun hefur verið gefin út, sem tekur gildi á miðnætti. Talsverðri úrkomu er spáð sem þýðir að ekki verður hægt að endurskoða áætlunina fyrr en í fyrsta lagi á mánudag. Þá má búast við að færð spillist á Fjarðarheiði og fólk beðið um að fylgjast vel með færð á vegum. Veður verður þó skaplegra eftir helgi og þá er vonast til að hægt verði að hefja frekara hreinsunarstarf og skoða rýmingaráætlun.
Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Áramót Flugeldar Tengdar fréttir Héraðsbúar gerðu heimagerðan jólaís handa Seyðfirðingum Íbúar Múlaþings hafa margir hverjir tekið sig til að búið til heimagerðan jólaís og gefið Seyðfirðingum. Heldur óvenjuleg jól blasa við fjölmörgum Seyðfirðingum í ár í kjölfar náttúruhamfarananna sem þar hafa riðið yfir. 23. desember 2020 21:53 Fyrir/eftir myndband sýnir gapandi sárið í fjallinu Þrívíddarmyndband sem starfsfólk verkfræðistofunnar Eflu sýnir glögglega hversu stór hluti fjallsins féll niður er stóra skriðan féll á þéttbýlið í Seyðisfirði síðastliðinn föstudag. 23. desember 2020 18:40 Seyðisfjörður kominn í vetrarbúning eftir hörmungar síðustu viku Það er búið að snjóa á Seyðisfirði og bærinn allt annar að sjá í dag heldur en síðustu daga. Skriður féllu á bæinn fyrir helgi, sú stærsta á föstudag, með miklu tjóni. Tekin var ákvörðun um að rýma bæinn vegna hættu á frekari skriðum. 21. desember 2020 22:25 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Héraðsbúar gerðu heimagerðan jólaís handa Seyðfirðingum Íbúar Múlaþings hafa margir hverjir tekið sig til að búið til heimagerðan jólaís og gefið Seyðfirðingum. Heldur óvenjuleg jól blasa við fjölmörgum Seyðfirðingum í ár í kjölfar náttúruhamfarananna sem þar hafa riðið yfir. 23. desember 2020 21:53
Fyrir/eftir myndband sýnir gapandi sárið í fjallinu Þrívíddarmyndband sem starfsfólk verkfræðistofunnar Eflu sýnir glögglega hversu stór hluti fjallsins féll niður er stóra skriðan féll á þéttbýlið í Seyðisfirði síðastliðinn föstudag. 23. desember 2020 18:40
Seyðisfjörður kominn í vetrarbúning eftir hörmungar síðustu viku Það er búið að snjóa á Seyðisfirði og bærinn allt annar að sjá í dag heldur en síðustu daga. Skriður féllu á bæinn fyrir helgi, sú stærsta á föstudag, með miklu tjóni. Tekin var ákvörðun um að rýma bæinn vegna hættu á frekari skriðum. 21. desember 2020 22:25