Píratar íhuga vantrauststillögu á hendur Bjarna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. desember 2020 13:27 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnhagsráðherra. Vísir/Egill Þingflokkur Pírata hefur til skoðunar að leggja fram vantrauststillögu á hendur Bjarna Benedikssyni, fjármála- og efnahagsráðherra. Þetta kom fram í hádegisfréttum Rúv í dag þar sem haft var eftir Jóni Þór Ólafssyni, þingmanni Pírata og formanni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, að vera Bjarna í of fjölmennu samkvæmi á Þorlásmessu sé til þess fallið að rýra traust í garð stjórnmálamanna. Líkt og kunnugt er var Bjarni meðal gesta í Ásmundarsal á Þorláksmessukvöld þar sem of margir voru saman komnir og sóttvörnum ábótavant. Bjarni segist hafa stoppað þar við ásamt eiginkonu sinni til að heilsa upp á vinahjón, þau hafi verið þar í um 15 mínútur en á Facebook í gær baðst hann afsökunar vegna málsins. Bjarni hefur að öðru leyti ekki tjáð sig vegna málsins eða svarað fyrirspurnum fjölmiðla. Jón Þór Ólafsson er þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm „Við vantreystum fjármálaráðherra, við treystum honum ekki til að fara með völd. Hvort að hann gerir eitthvað sjálfur eða hvort að við leggjum hana fram, við erum ekki búin að klára það samtal í þingflokknum, Það bara voru hátíðleg jól, en við munum ræða það í framhaldinu hvernig við munum nálgast það,“ sagði Jón Þór í samtali við Rúv. Uppfært kl. 13:45 Í samtali við Vísi segir Jón Þór að hugmyndin um að leggja fram vantrauststillögu sé ekki langt á veg komin. Ekki sé þó útilokað að brot ráðherra á sóttvarnareglum eigi erindi við stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd eða aðrar nefndir þingsins. Það sé hlutverk nefndarinnar og þingsins að hafa eftirlit með því hvort framkvæmdavaldið fari að lögum og reglum. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Píratar Ráðherra í Ásmundarsal Tengdar fréttir Kunni að reynast Vinstri grænum erfiðara en Sjálfstæðisflokknum Sóttvarnahliðarspor fjármálaráðherra eykur erfiðleika í samstarfi flokkanna í ríkisstjórn Íslands, sem mátti einfaldlega ekki við miklu, að mati stjórnmálafræðiprófessors. Málið kunni að reynast Vinstri grænum erfiðara en Sjálfstæðisflokknum. 25. desember 2020 13:01 Erlendir miðlar fjalla um veisluna í Ásmundarsal: „Harkaleg gagnrýni á íslenskan ráðherra“ „Það er ekki bara kuldinn sem hefur látið íslenska fjármála- og efnahagsráðherrann roðna um eyrun.“ Svo hefst frétt danska miðilsins B.T. þar sem fjallað er um veru Bjarna Benediktssonar í fjölmennu samkvæmi á Þorláksmessu sem lögregla leysti upp. „Harkaleg gagnrýni á íslenskan ráðherra: Var gripinn í stóru partýi af lögreglu,“ en svo hljóðar fyrirsögn fréttarinnar. 25. desember 2020 11:48 Sögulegur tölvupóstur lögreglu kom upp um ráðherra Bjarni Benediktsson efnahags- og fjármálaráðherra sætir töluverðri gagnrýni fyrir veru sína í opnu húsi í Ásmundarsal við Freyjugötu í miðborg Reykjavíkur. Bjarni hefur beðist afsökunar á að hafa ekki yfirgefið listasafnið þegar hann áttaði sig á því að fjöldinn væri umfram takmarkanir. Hann hefur ekki svarað símtölum fjölmiðla það sem af er degi. 24. desember 2020 15:17 „Bjarni hlýtur að vera að íhuga stöðu sína og jafnvel afsögn“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir það mjög vond skilaboð að fulltrúar stjórnvalda sem setji sóttvarnareglur fari ekki sjálfir eftir þeim. Það sé grafalvarlegt og ráðherra þurfi að íhuga það alvarlega hvort þjóðin beri enn traust til hans. 24. desember 2020 12:35 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira
Líkt og kunnugt er var Bjarni meðal gesta í Ásmundarsal á Þorláksmessukvöld þar sem of margir voru saman komnir og sóttvörnum ábótavant. Bjarni segist hafa stoppað þar við ásamt eiginkonu sinni til að heilsa upp á vinahjón, þau hafi verið þar í um 15 mínútur en á Facebook í gær baðst hann afsökunar vegna málsins. Bjarni hefur að öðru leyti ekki tjáð sig vegna málsins eða svarað fyrirspurnum fjölmiðla. Jón Þór Ólafsson er þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm „Við vantreystum fjármálaráðherra, við treystum honum ekki til að fara með völd. Hvort að hann gerir eitthvað sjálfur eða hvort að við leggjum hana fram, við erum ekki búin að klára það samtal í þingflokknum, Það bara voru hátíðleg jól, en við munum ræða það í framhaldinu hvernig við munum nálgast það,“ sagði Jón Þór í samtali við Rúv. Uppfært kl. 13:45 Í samtali við Vísi segir Jón Þór að hugmyndin um að leggja fram vantrauststillögu sé ekki langt á veg komin. Ekki sé þó útilokað að brot ráðherra á sóttvarnareglum eigi erindi við stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd eða aðrar nefndir þingsins. Það sé hlutverk nefndarinnar og þingsins að hafa eftirlit með því hvort framkvæmdavaldið fari að lögum og reglum.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Píratar Ráðherra í Ásmundarsal Tengdar fréttir Kunni að reynast Vinstri grænum erfiðara en Sjálfstæðisflokknum Sóttvarnahliðarspor fjármálaráðherra eykur erfiðleika í samstarfi flokkanna í ríkisstjórn Íslands, sem mátti einfaldlega ekki við miklu, að mati stjórnmálafræðiprófessors. Málið kunni að reynast Vinstri grænum erfiðara en Sjálfstæðisflokknum. 25. desember 2020 13:01 Erlendir miðlar fjalla um veisluna í Ásmundarsal: „Harkaleg gagnrýni á íslenskan ráðherra“ „Það er ekki bara kuldinn sem hefur látið íslenska fjármála- og efnahagsráðherrann roðna um eyrun.“ Svo hefst frétt danska miðilsins B.T. þar sem fjallað er um veru Bjarna Benediktssonar í fjölmennu samkvæmi á Þorláksmessu sem lögregla leysti upp. „Harkaleg gagnrýni á íslenskan ráðherra: Var gripinn í stóru partýi af lögreglu,“ en svo hljóðar fyrirsögn fréttarinnar. 25. desember 2020 11:48 Sögulegur tölvupóstur lögreglu kom upp um ráðherra Bjarni Benediktsson efnahags- og fjármálaráðherra sætir töluverðri gagnrýni fyrir veru sína í opnu húsi í Ásmundarsal við Freyjugötu í miðborg Reykjavíkur. Bjarni hefur beðist afsökunar á að hafa ekki yfirgefið listasafnið þegar hann áttaði sig á því að fjöldinn væri umfram takmarkanir. Hann hefur ekki svarað símtölum fjölmiðla það sem af er degi. 24. desember 2020 15:17 „Bjarni hlýtur að vera að íhuga stöðu sína og jafnvel afsögn“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir það mjög vond skilaboð að fulltrúar stjórnvalda sem setji sóttvarnareglur fari ekki sjálfir eftir þeim. Það sé grafalvarlegt og ráðherra þurfi að íhuga það alvarlega hvort þjóðin beri enn traust til hans. 24. desember 2020 12:35 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira
Kunni að reynast Vinstri grænum erfiðara en Sjálfstæðisflokknum Sóttvarnahliðarspor fjármálaráðherra eykur erfiðleika í samstarfi flokkanna í ríkisstjórn Íslands, sem mátti einfaldlega ekki við miklu, að mati stjórnmálafræðiprófessors. Málið kunni að reynast Vinstri grænum erfiðara en Sjálfstæðisflokknum. 25. desember 2020 13:01
Erlendir miðlar fjalla um veisluna í Ásmundarsal: „Harkaleg gagnrýni á íslenskan ráðherra“ „Það er ekki bara kuldinn sem hefur látið íslenska fjármála- og efnahagsráðherrann roðna um eyrun.“ Svo hefst frétt danska miðilsins B.T. þar sem fjallað er um veru Bjarna Benediktssonar í fjölmennu samkvæmi á Þorláksmessu sem lögregla leysti upp. „Harkaleg gagnrýni á íslenskan ráðherra: Var gripinn í stóru partýi af lögreglu,“ en svo hljóðar fyrirsögn fréttarinnar. 25. desember 2020 11:48
Sögulegur tölvupóstur lögreglu kom upp um ráðherra Bjarni Benediktsson efnahags- og fjármálaráðherra sætir töluverðri gagnrýni fyrir veru sína í opnu húsi í Ásmundarsal við Freyjugötu í miðborg Reykjavíkur. Bjarni hefur beðist afsökunar á að hafa ekki yfirgefið listasafnið þegar hann áttaði sig á því að fjöldinn væri umfram takmarkanir. Hann hefur ekki svarað símtölum fjölmiðla það sem af er degi. 24. desember 2020 15:17
„Bjarni hlýtur að vera að íhuga stöðu sína og jafnvel afsögn“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir það mjög vond skilaboð að fulltrúar stjórnvalda sem setji sóttvarnareglur fari ekki sjálfir eftir þeim. Það sé grafalvarlegt og ráðherra þurfi að íhuga það alvarlega hvort þjóðin beri enn traust til hans. 24. desember 2020 12:35