Kunni að reynast Vinstri grænum erfiðara en Sjálfstæðisflokknum Birgir Olgeirsson skrifar 25. desember 2020 13:01 Formenn stjórnarflokkanna. Vísir/Vilhelm Sóttvarnahliðarspor fjármálaráðherra eykur erfiðleika í samstarfi flokkanna í ríkisstjórn Íslands, sem mátti einfaldlega ekki við miklu, að mati stjórnmálafræðiprófessors. Málið kunni að reynast Vinstri grænum erfiðara en Sjálfstæðisflokknum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra baðst í gær afsökunar á að hafa verið í samkvæmi sem lögreglan leysti upp í Ásmundarsal á Þorláksmessu vegna brota á sóttvarnarreglum. Hvorki forsætisráðherra né fjármálaráðherra hafa svarað fyrirspurnum fréttastofu vegna málsins. Heilbrigðisráðherra sagði í gær að sóttvarnaráðstafanir væru til að fara eftir þeim. Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor, segir þetta mál eiga eftir að reynast ríkisstjórninni erfitt. „Þetta er auðvitað mjög erfitt fyrir samstarfið. Málið er fyrst og fremst allnokkuð vandræðalegt og það auðvitað veldur töluverðum titringi innan ríkisstjórnar samstarfsins. Þetta kemur líka á tíma þar sem er fari að gæta töluverðrar þreytu varðandi sóttvarnaráðstafanir. Helsti forystumaður ríkisins fer á sveig við þær reglur. Það verður til þess að draga þróttinn að mörgu leyti úr þessum ráðstöfunum, og eykur erfiðleikana í samstarfinu, sem mátti ekki einfaldlega við mjög miklu,“ segir Eiríkur Bergmann. Líkur séu á að málið muni reynast Vinstri grænum erfiðara en Sjálfstæðisflokknum. „Það er ýmislegt sem bendir til að kjósendur Sjálfstæðisflokksins séu ekki jafn fylgjandi sóttvarnareglum og kjósendur Vinstri grænna. Eigi að síður er það þannig að við erum að tala um forystumann í ríkisstjórn sem setur þessar reglur. Mér finnst þetta lýsa því hversu íþyngjandi margt af þessu er. Ráðamenn eru að setja reglur sem þeir treysta sér ekki fyllilega til að fara eftir sjálfir. Það er auðvitað líka rétt að það er ekki víst að þetta komi harðar niður á Sjálfstæðisflokknum en samstarfsflokkunum þegar upp er staðið,“ segir Eiríkur. Fjármálaráðherra hafi staðið ýmislegt af sér á löngum ferli og eigi talsvert inni í stjórnmálum. Lögreglan er þó enn með málefni Ásmundasalar til rannsóknar. „Og það er í sjálfu sér ekkert endilega sem bendir til að hann verði neyddur til afsagnar alveg í bráð,“ segir Eiríkur og telur ekki fráleitt að halda að Bjarni muni standa þessa hríð af sér. Formaður Sjálfstæðisflokksins sé þó laskaður, í það minnsta til skamms tíma, svo eigi eftir að koma í ljós hvort eitthvað muni eima af málinu síðar meir. Hann segir marga þætti ráða því hvort ríkisstjórnarsamstarf lifi af svona atvik. Lítið sé þó að sjá í yfirlýsingum stjórnmálamanna sem gefi til kynna að svo stöddu að ríkisstjórnin falli út af þessu máli. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Ráðherra í Ásmundarsal Tengdar fréttir Erlendir miðlar fjalla um veisluna í Ásmundarsal: „Harkaleg gagnrýni á íslenskan ráðherra“ „Það er ekki bara kuldinn sem hefur látið íslenska fjármála- og efnahagsráðherrann roðna um eyrun.“ Svo hefst frétt danska miðilsins B.T. þar sem fjallað er um veru Bjarna Benediktssonar í fjölmennu samkvæmi á Þorláksmessu sem lögregla leysti upp. „Harkaleg gagnrýni á íslenskan ráðherra: Var gripinn í stóru partýi af lögreglu,“ en svo hljóðar fyrirsögn fréttarinnar. 25. desember 2020 11:48 Sögulegur tölvupóstur lögreglu kom upp um ráðherra Bjarni Benediktsson efnahags- og fjármálaráðherra sætir töluverðri gagnrýni fyrir veru sína í opnu húsi í Ásmundarsal við Freyjugötu í miðborg Reykjavíkur. Bjarni hefur beðist afsökunar á að hafa ekki yfirgefið listasafnið þegar hann áttaði sig á því að fjöldinn væri umfram takmarkanir. Hann hefur ekki svarað símtölum fjölmiðla það sem af er degi. 24. desember 2020 15:17 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Erlent Fleiri fréttir Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra baðst í gær afsökunar á að hafa verið í samkvæmi sem lögreglan leysti upp í Ásmundarsal á Þorláksmessu vegna brota á sóttvarnarreglum. Hvorki forsætisráðherra né fjármálaráðherra hafa svarað fyrirspurnum fréttastofu vegna málsins. Heilbrigðisráðherra sagði í gær að sóttvarnaráðstafanir væru til að fara eftir þeim. Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor, segir þetta mál eiga eftir að reynast ríkisstjórninni erfitt. „Þetta er auðvitað mjög erfitt fyrir samstarfið. Málið er fyrst og fremst allnokkuð vandræðalegt og það auðvitað veldur töluverðum titringi innan ríkisstjórnar samstarfsins. Þetta kemur líka á tíma þar sem er fari að gæta töluverðrar þreytu varðandi sóttvarnaráðstafanir. Helsti forystumaður ríkisins fer á sveig við þær reglur. Það verður til þess að draga þróttinn að mörgu leyti úr þessum ráðstöfunum, og eykur erfiðleikana í samstarfinu, sem mátti ekki einfaldlega við mjög miklu,“ segir Eiríkur Bergmann. Líkur séu á að málið muni reynast Vinstri grænum erfiðara en Sjálfstæðisflokknum. „Það er ýmislegt sem bendir til að kjósendur Sjálfstæðisflokksins séu ekki jafn fylgjandi sóttvarnareglum og kjósendur Vinstri grænna. Eigi að síður er það þannig að við erum að tala um forystumann í ríkisstjórn sem setur þessar reglur. Mér finnst þetta lýsa því hversu íþyngjandi margt af þessu er. Ráðamenn eru að setja reglur sem þeir treysta sér ekki fyllilega til að fara eftir sjálfir. Það er auðvitað líka rétt að það er ekki víst að þetta komi harðar niður á Sjálfstæðisflokknum en samstarfsflokkunum þegar upp er staðið,“ segir Eiríkur. Fjármálaráðherra hafi staðið ýmislegt af sér á löngum ferli og eigi talsvert inni í stjórnmálum. Lögreglan er þó enn með málefni Ásmundasalar til rannsóknar. „Og það er í sjálfu sér ekkert endilega sem bendir til að hann verði neyddur til afsagnar alveg í bráð,“ segir Eiríkur og telur ekki fráleitt að halda að Bjarni muni standa þessa hríð af sér. Formaður Sjálfstæðisflokksins sé þó laskaður, í það minnsta til skamms tíma, svo eigi eftir að koma í ljós hvort eitthvað muni eima af málinu síðar meir. Hann segir marga þætti ráða því hvort ríkisstjórnarsamstarf lifi af svona atvik. Lítið sé þó að sjá í yfirlýsingum stjórnmálamanna sem gefi til kynna að svo stöddu að ríkisstjórnin falli út af þessu máli.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Ráðherra í Ásmundarsal Tengdar fréttir Erlendir miðlar fjalla um veisluna í Ásmundarsal: „Harkaleg gagnrýni á íslenskan ráðherra“ „Það er ekki bara kuldinn sem hefur látið íslenska fjármála- og efnahagsráðherrann roðna um eyrun.“ Svo hefst frétt danska miðilsins B.T. þar sem fjallað er um veru Bjarna Benediktssonar í fjölmennu samkvæmi á Þorláksmessu sem lögregla leysti upp. „Harkaleg gagnrýni á íslenskan ráðherra: Var gripinn í stóru partýi af lögreglu,“ en svo hljóðar fyrirsögn fréttarinnar. 25. desember 2020 11:48 Sögulegur tölvupóstur lögreglu kom upp um ráðherra Bjarni Benediktsson efnahags- og fjármálaráðherra sætir töluverðri gagnrýni fyrir veru sína í opnu húsi í Ásmundarsal við Freyjugötu í miðborg Reykjavíkur. Bjarni hefur beðist afsökunar á að hafa ekki yfirgefið listasafnið þegar hann áttaði sig á því að fjöldinn væri umfram takmarkanir. Hann hefur ekki svarað símtölum fjölmiðla það sem af er degi. 24. desember 2020 15:17 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Erlent Fleiri fréttir Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Sjá meira
Erlendir miðlar fjalla um veisluna í Ásmundarsal: „Harkaleg gagnrýni á íslenskan ráðherra“ „Það er ekki bara kuldinn sem hefur látið íslenska fjármála- og efnahagsráðherrann roðna um eyrun.“ Svo hefst frétt danska miðilsins B.T. þar sem fjallað er um veru Bjarna Benediktssonar í fjölmennu samkvæmi á Þorláksmessu sem lögregla leysti upp. „Harkaleg gagnrýni á íslenskan ráðherra: Var gripinn í stóru partýi af lögreglu,“ en svo hljóðar fyrirsögn fréttarinnar. 25. desember 2020 11:48
Sögulegur tölvupóstur lögreglu kom upp um ráðherra Bjarni Benediktsson efnahags- og fjármálaráðherra sætir töluverðri gagnrýni fyrir veru sína í opnu húsi í Ásmundarsal við Freyjugötu í miðborg Reykjavíkur. Bjarni hefur beðist afsökunar á að hafa ekki yfirgefið listasafnið þegar hann áttaði sig á því að fjöldinn væri umfram takmarkanir. Hann hefur ekki svarað símtölum fjölmiðla það sem af er degi. 24. desember 2020 15:17