Kóbítur – tillaga að nýyrði yfir Covid-19 Arinbjörn Sigurgeirsson skrifar 24. desember 2020 14:59 Með þessari grein langar mig að kynna tillögu að nýyrði – kóbítur í stað Covid-19. Okkur Íslendingum er nauðsynlegt að koma okkur saman um íslensk nýyrði yfir margt nýtt og breytt í tilveru okkar. Sjúkdómurinn og heimsfaraldurinn Covid-19 sem nú skekur tilveru okkar er dæmi um þetta, við þurfum gott lýsandi íslenskt heiti fyrir þessa óværu, því alþjóðlega heitið Covid-19 fellur ekki vel að íslenskunni. Varnir gegn sjúkdómnum og fjölbreyttar afleiðingar hans eru alla daga í umræðunni. Svo verður fram eftir næsta ári og vafalítið næstu áratugi. Spænska veikin mannskæða, sem blessunarlega hefur íslenskt heiti, hefur ítrekað komið upp í umræðunni undanfarið, um hundrað árum eftir að hún felldi tugi milljóna manna. Það sýnir okkur að nauðsynlegt er að fá hið fyrsta skýrt og lýsandi íslenskt heiti á núverandi faraldur. Ég hugsa mikið um góða íslensku, lýsandi orð og orðasambönd, ekki síst eftir að ég birti kynningarsíðuna www.textagerd.is og fór að vinna enn meira í textagerð og prófarkalestri. Og nýlega kom fram í huga mínum þetta orð, kóbítur – sem nýyrði yfir Covid-19 sjúkdóminn. Ég hef gert rökstudda tillögu um orðið kóbít á nýyrðavef Árnastofnunar. Fallbeyging orðsins er: Hér er kóbítur, um kóbít, frá kóbít, til kóbíts. Og með greini: Kóbíturinn, kóbítinn, kóbítnum - kóbítsins. Fleirtala á ekki við kóbít, orðið stendur fyrir einn sjúkdóm og heimsfaraldur og er því bara í eintölu. Hvers vegna orðið kóbítur? Það eru líkindi í framburði orðanna, sérstaklega í upphafshljómi þeirra. Þegar við tölum um kóbít hljómar orðið svipað og erlenda heitið Covid. Þar er því ákveðin tenging. Og hvers vegna endingin -bítur? Kóbítur á sér fleiri en eina fyrirmynd eða hliðstæðu, orð með endinguna -bítur. Hér eru þrjú dæmi: Dýrbítur, sem er hundur eða tófa sem bítur lifandi sauðfé og stórslasar og dregur iðulega til dauða. Nábítur, sem er verkur í brjósti, brjóstsviði. Hælbítur, sá eða sú sem talar illa um aðra, fer með óhróður um aðra. Allt neikvæð orð. Það er margt fleira sem bítur, svo sem kuldi og frost, slöngur, snákar og fleiri dýr. Sum þessara bita eru lífshættuleg. Kóbíturinn „bítur“ fólk og efnahagslíf illa og getur valdið miklum áhrifum, til skamms og langs tíma. Líkamleg áhrif geta verið veruleg og lífshættuleg. Og skilið fólk eftir með alvarleg líkamleg og andleg eftirköst sem ekki sér fyrir endann á. Nauðsynlegar og íþyngjandi sóttvarnir og aðskilnaðar eykur alvarleika áhrifanna. Fjárhagsleg áhrif á einstaklinga, fyrirtæki og samfélög valda líka áhyggjum og kvíða. Í stað Covid-19 hef ég í töluðu máli öðru hvoru fiktað með orðið „kófið“ og það hafa fleiri gert. En ég sé í netumræðu að margir eru ósáttir við þá notkun á þessu eldra orði, það sé gott fyrir núverandi meiningu um snjófjúk og fleira. Með þessari grein kynni ég mögulegt og þarft nýyrði og geri að tillögu minni að við sameinumst um orðið kóbít í stað covid-19 í daglegri og formlegri umræðu. Höfundur er sjálfstæður textagerðarmaður og prófarkalesari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenska á tækniöld Mest lesið Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Skoðun Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Sjá meira
Með þessari grein langar mig að kynna tillögu að nýyrði – kóbítur í stað Covid-19. Okkur Íslendingum er nauðsynlegt að koma okkur saman um íslensk nýyrði yfir margt nýtt og breytt í tilveru okkar. Sjúkdómurinn og heimsfaraldurinn Covid-19 sem nú skekur tilveru okkar er dæmi um þetta, við þurfum gott lýsandi íslenskt heiti fyrir þessa óværu, því alþjóðlega heitið Covid-19 fellur ekki vel að íslenskunni. Varnir gegn sjúkdómnum og fjölbreyttar afleiðingar hans eru alla daga í umræðunni. Svo verður fram eftir næsta ári og vafalítið næstu áratugi. Spænska veikin mannskæða, sem blessunarlega hefur íslenskt heiti, hefur ítrekað komið upp í umræðunni undanfarið, um hundrað árum eftir að hún felldi tugi milljóna manna. Það sýnir okkur að nauðsynlegt er að fá hið fyrsta skýrt og lýsandi íslenskt heiti á núverandi faraldur. Ég hugsa mikið um góða íslensku, lýsandi orð og orðasambönd, ekki síst eftir að ég birti kynningarsíðuna www.textagerd.is og fór að vinna enn meira í textagerð og prófarkalestri. Og nýlega kom fram í huga mínum þetta orð, kóbítur – sem nýyrði yfir Covid-19 sjúkdóminn. Ég hef gert rökstudda tillögu um orðið kóbít á nýyrðavef Árnastofnunar. Fallbeyging orðsins er: Hér er kóbítur, um kóbít, frá kóbít, til kóbíts. Og með greini: Kóbíturinn, kóbítinn, kóbítnum - kóbítsins. Fleirtala á ekki við kóbít, orðið stendur fyrir einn sjúkdóm og heimsfaraldur og er því bara í eintölu. Hvers vegna orðið kóbítur? Það eru líkindi í framburði orðanna, sérstaklega í upphafshljómi þeirra. Þegar við tölum um kóbít hljómar orðið svipað og erlenda heitið Covid. Þar er því ákveðin tenging. Og hvers vegna endingin -bítur? Kóbítur á sér fleiri en eina fyrirmynd eða hliðstæðu, orð með endinguna -bítur. Hér eru þrjú dæmi: Dýrbítur, sem er hundur eða tófa sem bítur lifandi sauðfé og stórslasar og dregur iðulega til dauða. Nábítur, sem er verkur í brjósti, brjóstsviði. Hælbítur, sá eða sú sem talar illa um aðra, fer með óhróður um aðra. Allt neikvæð orð. Það er margt fleira sem bítur, svo sem kuldi og frost, slöngur, snákar og fleiri dýr. Sum þessara bita eru lífshættuleg. Kóbíturinn „bítur“ fólk og efnahagslíf illa og getur valdið miklum áhrifum, til skamms og langs tíma. Líkamleg áhrif geta verið veruleg og lífshættuleg. Og skilið fólk eftir með alvarleg líkamleg og andleg eftirköst sem ekki sér fyrir endann á. Nauðsynlegar og íþyngjandi sóttvarnir og aðskilnaðar eykur alvarleika áhrifanna. Fjárhagsleg áhrif á einstaklinga, fyrirtæki og samfélög valda líka áhyggjum og kvíða. Í stað Covid-19 hef ég í töluðu máli öðru hvoru fiktað með orðið „kófið“ og það hafa fleiri gert. En ég sé í netumræðu að margir eru ósáttir við þá notkun á þessu eldra orði, það sé gott fyrir núverandi meiningu um snjófjúk og fleira. Með þessari grein kynni ég mögulegt og þarft nýyrði og geri að tillögu minni að við sameinumst um orðið kóbít í stað covid-19 í daglegri og formlegri umræðu. Höfundur er sjálfstæður textagerðarmaður og prófarkalesari.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun