„Bjarni hlýtur að vera að íhuga stöðu sína og jafnvel afsögn“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. desember 2020 12:35 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir fordæmið sem Bjarni hefur sett geta haft gríðarlega slæm áhrif á samfélagið. Vísir/Vilhelm Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir það mjög vond skilaboð að fulltrúar stjórnvalda sem setji sóttvarnareglur fari ekki sjálfir eftir þeim. Það sé grafalvarlegt og ráðherra þurfi að íhuga það alvarlega hvort þjóðin beri enn traust til hans. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, baðst í dag afsökunar á því að hafa verið viðstaddur, ásamt eiginkonu sinni, fjölmennu samkvæmi í gærkvöldi. Samkoman var leyst upp af lögreglu sem tilkynnti í morgun að ráðherra hafi verið viðstaddur 40-50 manna samkvæmi í miðborg Reykjavíkur. „Þetta er mjög alvarlegt. Þetta ber upp fyrir dag sem flestir Íslendingar álíta helgasta dag ársins og í þeim skilningi líka að þá hittast gjarnan fjölskyldur, ástvinir og ættingjar,“ segir Logi í samtali við fréttastofu. „Ríkisstjórnin hefur sett mjög takmarkandi en nauðsynlegar reglur sem rýra mjög lífsgæði fólks og möguleika þess til að hitta jafnvel afa sína og ömmur, pabba, mömmur og systkini. Það eru auðvitað bara mjög vond skilaboð að fulltrúar stjórnvalda sem að setja þessar reglur treysti sér ekki til að fara eftir þeim sjálfir,“ segir Logi. Telur Bjarna þurfa að íhuga stöðu sína alvarlega Logi bendir á að Bjarni sé einn af þremur oddvitum ríkisstjórnarinnar sem setti það í stjórnarsáttmála að markmið ríkisstjórnarinnar væri að efla traust hjá almenningi á stjórnvöldum. „Ábyrgð hans er þess vegna mikil. Ég minni líka á að 30. október þá setur hann inn færslu í kjölfar þess að ríkisstjórnin setur fram aðgerðir, viðspyrnustyrki fyrir atvinnulífið. Þar segir hann að við megum allt til vinna til að koma atvinnulífinu í gang og þá þurfi líka að horfa til þess að góður árangur í sóttvarnahlutanum sé lykilatriði,“ segir Logi. „Hann biðlar til fólks að fara í einu og öllu eftir þessum tilmælum þótt þau séu erfið,“ segir Logi. Hann telur að Bjarni þurfi að íhuga stöðu sína alvarlega. „Ég tel að Bjarni hljóti að vera að íhuga stöðu sína og jafnvel afsögn. Ef að hann gerir það ekki þá er alveg augljóst að aðrir ráðherrar í ríkisstjórn stjórnarliðar þurfa að ræða sín á milli hvort að hann njóti fulls trausts og hvort að þau telji að samstarfið óbreytt geti hugsanlega ekki bara grafið undan viðhorfi almennings á þessum aðgerðum og þá orðið stórskaðlegt fyrir samfélagið,“ segir Logi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Ráðherra í Ásmundarsal Tengdar fréttir Eigendur Ásmundarsalar segjast hafa misst yfirsýn Aðstandendur Ásmundarsalar, þar sem samkvæmi sem lögregla leysti upp í gærkvöldi og Bjarni Benediktsson var á meðal gesta, biðjast afsökunar á að hafa misst yfirsýn yfir fjölda gesta viðburðarins. 24. desember 2020 12:24 Segir samkvæmið geta hleypt af stað ofurdreifaraviðburði Jón Magnús Jóhannesson, deildarlæknir á Landspítalanum, kallar eftir því að Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segi af sér eftir að hafa verið viðstaddur 40 til 50 manna samkomu í gærkvöldi. 24. desember 2020 12:09 Sýnist að sóttvarnareglur hafi verið brotnar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að þær upplýsingar sem fram hafa komið um samkvæmi sem Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra var viðstaddur í gærkvöldi bendi til þess að sóttvarnareglur hafi verið brotnar. 24. desember 2020 11:18 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Erlent Fleiri fréttir Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, baðst í dag afsökunar á því að hafa verið viðstaddur, ásamt eiginkonu sinni, fjölmennu samkvæmi í gærkvöldi. Samkoman var leyst upp af lögreglu sem tilkynnti í morgun að ráðherra hafi verið viðstaddur 40-50 manna samkvæmi í miðborg Reykjavíkur. „Þetta er mjög alvarlegt. Þetta ber upp fyrir dag sem flestir Íslendingar álíta helgasta dag ársins og í þeim skilningi líka að þá hittast gjarnan fjölskyldur, ástvinir og ættingjar,“ segir Logi í samtali við fréttastofu. „Ríkisstjórnin hefur sett mjög takmarkandi en nauðsynlegar reglur sem rýra mjög lífsgæði fólks og möguleika þess til að hitta jafnvel afa sína og ömmur, pabba, mömmur og systkini. Það eru auðvitað bara mjög vond skilaboð að fulltrúar stjórnvalda sem að setja þessar reglur treysti sér ekki til að fara eftir þeim sjálfir,“ segir Logi. Telur Bjarna þurfa að íhuga stöðu sína alvarlega Logi bendir á að Bjarni sé einn af þremur oddvitum ríkisstjórnarinnar sem setti það í stjórnarsáttmála að markmið ríkisstjórnarinnar væri að efla traust hjá almenningi á stjórnvöldum. „Ábyrgð hans er þess vegna mikil. Ég minni líka á að 30. október þá setur hann inn færslu í kjölfar þess að ríkisstjórnin setur fram aðgerðir, viðspyrnustyrki fyrir atvinnulífið. Þar segir hann að við megum allt til vinna til að koma atvinnulífinu í gang og þá þurfi líka að horfa til þess að góður árangur í sóttvarnahlutanum sé lykilatriði,“ segir Logi. „Hann biðlar til fólks að fara í einu og öllu eftir þessum tilmælum þótt þau séu erfið,“ segir Logi. Hann telur að Bjarni þurfi að íhuga stöðu sína alvarlega. „Ég tel að Bjarni hljóti að vera að íhuga stöðu sína og jafnvel afsögn. Ef að hann gerir það ekki þá er alveg augljóst að aðrir ráðherrar í ríkisstjórn stjórnarliðar þurfa að ræða sín á milli hvort að hann njóti fulls trausts og hvort að þau telji að samstarfið óbreytt geti hugsanlega ekki bara grafið undan viðhorfi almennings á þessum aðgerðum og þá orðið stórskaðlegt fyrir samfélagið,“ segir Logi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Ráðherra í Ásmundarsal Tengdar fréttir Eigendur Ásmundarsalar segjast hafa misst yfirsýn Aðstandendur Ásmundarsalar, þar sem samkvæmi sem lögregla leysti upp í gærkvöldi og Bjarni Benediktsson var á meðal gesta, biðjast afsökunar á að hafa misst yfirsýn yfir fjölda gesta viðburðarins. 24. desember 2020 12:24 Segir samkvæmið geta hleypt af stað ofurdreifaraviðburði Jón Magnús Jóhannesson, deildarlæknir á Landspítalanum, kallar eftir því að Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segi af sér eftir að hafa verið viðstaddur 40 til 50 manna samkomu í gærkvöldi. 24. desember 2020 12:09 Sýnist að sóttvarnareglur hafi verið brotnar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að þær upplýsingar sem fram hafa komið um samkvæmi sem Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra var viðstaddur í gærkvöldi bendi til þess að sóttvarnareglur hafi verið brotnar. 24. desember 2020 11:18 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Erlent Fleiri fréttir Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Sjá meira
Eigendur Ásmundarsalar segjast hafa misst yfirsýn Aðstandendur Ásmundarsalar, þar sem samkvæmi sem lögregla leysti upp í gærkvöldi og Bjarni Benediktsson var á meðal gesta, biðjast afsökunar á að hafa misst yfirsýn yfir fjölda gesta viðburðarins. 24. desember 2020 12:24
Segir samkvæmið geta hleypt af stað ofurdreifaraviðburði Jón Magnús Jóhannesson, deildarlæknir á Landspítalanum, kallar eftir því að Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segi af sér eftir að hafa verið viðstaddur 40 til 50 manna samkomu í gærkvöldi. 24. desember 2020 12:09
Sýnist að sóttvarnareglur hafi verið brotnar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að þær upplýsingar sem fram hafa komið um samkvæmi sem Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra var viðstaddur í gærkvöldi bendi til þess að sóttvarnareglur hafi verið brotnar. 24. desember 2020 11:18