Jólaverslunin betri í ár en verið hefur undanfarin ár Elín Margrét Böðvarsdóttir og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 23. desember 2020 19:57 Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar. Vísir/Vilhelm Jólavertíðin hefur gengið nokkuð vel í ár, og jafnvel betur en undanfarin ár, að sögn nokkurra kaupmanna sem fréttastofa ræddi við á dögunum. Eitt er víst að jólin koma í desember, þrátt fyrir að við séum í miðjum heimsfaraldri. Kaupmenn eru ánægðir með jólavertíðina og segja söluna hærri í ár en síðustu ár. Þrátt fyrir meiri sölu er aðsóknin í Kringluna minni í ár en síðustu ár. Stafar það af því að færri úr hverri fjölskyldu versla gjafir fyrir hópinn á staðnum. „Við erum að telja færri hausa inn í hús en engu að síður skilar viðkomandi fjölskylda versluninni til kaupmanna,“ segir Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar. Kósýgalli og hrærivél meðal vinsælustu jólagjafanna Vinsælustu gjafirnar virðast meðal annars vera útivistaföt og kósýgallar. „Og svo er náttúrlega hrærivélin, hún á alltaf sinn stað í jólaversluninni,“ segir Sigurjón. Hann segir aukningu í sölu frá fyrri árum. „Ég hef verið að tala við kaupmenn og grípa svona niður og spyrja hvernig hefur árað hjá þeim í desember og almennt er það að kaupmenn svara því til að þeir eru oft að tala um tveggja stafa tölu í aukningu,“ segir Sigurjón. Verslunarstjóri í Icewear segir brjálað að gera. Honum finnist meira að gera í ár heldur en síðustu ár. „Alla veganna ég hef aldrei klárað jólaskiptimiða og annað eins fljótt og í ár. Það hefur yfirleitt verið afgangur og við erum búin með þá núna þannig að það er nóg að gera“ segir Kolbeinn Tumi Kristjánsson, verslunarstjóri hjá Icewear í Kringlunni. Hvernig eru kúnnarnir, er mikið stress? „Nei það eru allir frekar mellow hérna og einhvern veginn, mér finnst eins og covid sé búið að aðeins róa okkur svolítið niður og allir eru bara frekar þolinmóðir,“ segir Kolbeinn. Verslunarstjóri Mathilda segir neytendur ekki halda að sér höndum. „Þetta eru mjög veglegar gjafir og ég held að fólk sé að gera bara mjög vel við sig. Eins og svona kósý jogging gallar, pelsar, kjólar, fólk ætlar alveg að dressa sig. Það fer alveg í pallíettur og svona,“ segir Danfríður Árnadóttir, verslunarstjóri hjá Mathildi. Verslun Jól Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira
Þrátt fyrir meiri sölu er aðsóknin í Kringluna minni í ár en síðustu ár. Stafar það af því að færri úr hverri fjölskyldu versla gjafir fyrir hópinn á staðnum. „Við erum að telja færri hausa inn í hús en engu að síður skilar viðkomandi fjölskylda versluninni til kaupmanna,“ segir Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar. Kósýgalli og hrærivél meðal vinsælustu jólagjafanna Vinsælustu gjafirnar virðast meðal annars vera útivistaföt og kósýgallar. „Og svo er náttúrlega hrærivélin, hún á alltaf sinn stað í jólaversluninni,“ segir Sigurjón. Hann segir aukningu í sölu frá fyrri árum. „Ég hef verið að tala við kaupmenn og grípa svona niður og spyrja hvernig hefur árað hjá þeim í desember og almennt er það að kaupmenn svara því til að þeir eru oft að tala um tveggja stafa tölu í aukningu,“ segir Sigurjón. Verslunarstjóri í Icewear segir brjálað að gera. Honum finnist meira að gera í ár heldur en síðustu ár. „Alla veganna ég hef aldrei klárað jólaskiptimiða og annað eins fljótt og í ár. Það hefur yfirleitt verið afgangur og við erum búin með þá núna þannig að það er nóg að gera“ segir Kolbeinn Tumi Kristjánsson, verslunarstjóri hjá Icewear í Kringlunni. Hvernig eru kúnnarnir, er mikið stress? „Nei það eru allir frekar mellow hérna og einhvern veginn, mér finnst eins og covid sé búið að aðeins róa okkur svolítið niður og allir eru bara frekar þolinmóðir,“ segir Kolbeinn. Verslunarstjóri Mathilda segir neytendur ekki halda að sér höndum. „Þetta eru mjög veglegar gjafir og ég held að fólk sé að gera bara mjög vel við sig. Eins og svona kósý jogging gallar, pelsar, kjólar, fólk ætlar alveg að dressa sig. Það fer alveg í pallíettur og svona,“ segir Danfríður Árnadóttir, verslunarstjóri hjá Mathildi.
Verslun Jól Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira