Telur kórónuveiruna ekki eiga roð í skötulyktina Birgir Olgeirsson skrifar 23. desember 2020 20:35 Boðið var upp á skötu á Múlakaffi í dag. Vísir/Egill Eigandi Múlakaffis hefur vart haft undan við að afgreiða skötu ofan í borgarbúa í aðdraganda jólanna. Gestir létu vel að skötunni í ár og nokkrir sögðust sannfærðir um að kórónuveiran ætti ekki roð í lyktina. Engar fjölmennar skötuveislur voru í ár vegna samkomutakmarkana á Íslandi. Á Múlakaffi var brugðist við því. Jóhannes Guðvarður Stefánsson, eigandi Múlakaffis, stóð sjálfur við dyrnar á veitingastað sínum í Hallarmúla í Reykjavík og taldi gesti inn sem biðu glorsólgnir eftir að komast skötu. Boðið var upp á kæsta köstu á Múlakaffi á á mánudag og þriðjudag og einnig í dag, Þorláksmessu, eins og hefðin segir til um. „Við erum búin að vera með skötu síðan á mánudaginn. Við höfum aldrei gert það áður í sögu fyrirtækisins en gerum það í ár í skjóli Covids,“ segir Jóhannes. Í venjulegu árferði hefði hann mokað skötunni út, ekki bara á veitingastaðnum í Hallarmúla heldur einnig til fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu. Hann skipti staðnum niður í þrjú hólf í ár og gat verið með 45 manns inni í einu. Hann reiknar með að geta selt um fjögur hundruð til fimm hundruð skammta af skötu í dag, sem er ekki í nánd við það sem hann selur á venjulegu ári. Gestir létu vel að skötunni. Sér í lagi Kolbrún Karlsdóttir. Faðir hennar var Vestfirðingur og ólst hún upp við að borða skötu á Þorláksmessu. Hún sýður þó aldrei skötuna heima hjá sér, því hún kann illa við lyktina. Bragðið af skötunni er þó henni að skapi. „Og ég er viss um að allar veirur steindrepast ef þeim er haldið við pott sem skata er soðin í. Ég hugsa að það þurfi ekki að kaupa lyf erlendis frá. Það er nóg að sjóða vestfirska skötu og láta fólk anda að sér lyktina. Það ætti að flytja þetta út, það yrðu miklar útflutningstekjur af því,“ segir Kolbrún. Matur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Engar fjölmennar skötuveislur voru í ár vegna samkomutakmarkana á Íslandi. Á Múlakaffi var brugðist við því. Jóhannes Guðvarður Stefánsson, eigandi Múlakaffis, stóð sjálfur við dyrnar á veitingastað sínum í Hallarmúla í Reykjavík og taldi gesti inn sem biðu glorsólgnir eftir að komast skötu. Boðið var upp á kæsta köstu á Múlakaffi á á mánudag og þriðjudag og einnig í dag, Þorláksmessu, eins og hefðin segir til um. „Við erum búin að vera með skötu síðan á mánudaginn. Við höfum aldrei gert það áður í sögu fyrirtækisins en gerum það í ár í skjóli Covids,“ segir Jóhannes. Í venjulegu árferði hefði hann mokað skötunni út, ekki bara á veitingastaðnum í Hallarmúla heldur einnig til fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu. Hann skipti staðnum niður í þrjú hólf í ár og gat verið með 45 manns inni í einu. Hann reiknar með að geta selt um fjögur hundruð til fimm hundruð skammta af skötu í dag, sem er ekki í nánd við það sem hann selur á venjulegu ári. Gestir létu vel að skötunni. Sér í lagi Kolbrún Karlsdóttir. Faðir hennar var Vestfirðingur og ólst hún upp við að borða skötu á Þorláksmessu. Hún sýður þó aldrei skötuna heima hjá sér, því hún kann illa við lyktina. Bragðið af skötunni er þó henni að skapi. „Og ég er viss um að allar veirur steindrepast ef þeim er haldið við pott sem skata er soðin í. Ég hugsa að það þurfi ekki að kaupa lyf erlendis frá. Það er nóg að sjóða vestfirska skötu og láta fólk anda að sér lyktina. Það ætti að flytja þetta út, það yrðu miklar útflutningstekjur af því,“ segir Kolbrún.
Matur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira