IKEA skiptir versluninni í sex hólf vegna samkomubannsins Atli Ísleifsson skrifar 16. mars 2020 11:08 Starfsfólk IKEA mun tryggja að ekki séu fleiri en hundrað manns í hverju hólfi á hverjum tíma. Vísir/Vilhelm Verslun IKEA í Kauptúni hefur verið skipt í sex hólf sem viðbrögð við samkomubanni yfirvalda. Er ætlunin að tryggja að að hámarki hundrað manns séu í hverju hólfi á hverjum tíma. Þetta segir Stefán R. Dagsson framkvæmdastjóri í samtali við fréttastofu. Hann segir að IKEA hafi gripið til fjölmargra ráðstafana vegna samkomubannsins og vilji leggja sitt á vogarskálarnar við að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Margir hafa velt fyrir sér framkvæmd samkomubannsins í verslunum þar sem tryggja skal að færri en 100 séu samankomnir. Sömuleiðis skal skipuleggja rými þannig að hægt sé að hafa að minnsta kosti tvo metra á milli einstaklinga. Sjöunda hólfið Stefán segir að bæði neðri og efri hluti verslunarinnar hafi verið skipt í tvö hólf og þá sé veitingasvæðið og lagerinn sömuleiðis skilgreind sem sérstök hólf. Einnig er baksvæði fyrir starfsmenn skilgreint sem sjöunda hólfið. Hann segir að til að byrja með verði talið inn og út úr versluninni og sömuleiðis verði starfsmenn látnir fylgjast með að fjöldi fólks í hverju hólfi fyrir sig verði ekki meiri en hundrað á hverjum tíma. Verklag verði breytt þyki ástæða til. Gulu pokarnir teknir úr umferð Stefán segir að gulu pokarnir, sem nýtast jafnan viðskiptavinum við að safna saman vörum, hafi verið teknir úr umferð. Handföng á innkaupakerrum verði sótthreinsaðar og þá hefur borðum á veitingasvæðinu verið fækkað til að tryggja fjarlægð milli hópa. Einhverjir starfsmenn IKEA hafa verið sendir heim til að vinna þaðan eins og hægt er og þá hafa breytingar verið gerðar á aðstöðu starfsmanna í verslun til að tryggja að farið sé að fyrirmælum yfirvalda. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) IKEA Garðabær Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Sjá meira
Verslun IKEA í Kauptúni hefur verið skipt í sex hólf sem viðbrögð við samkomubanni yfirvalda. Er ætlunin að tryggja að að hámarki hundrað manns séu í hverju hólfi á hverjum tíma. Þetta segir Stefán R. Dagsson framkvæmdastjóri í samtali við fréttastofu. Hann segir að IKEA hafi gripið til fjölmargra ráðstafana vegna samkomubannsins og vilji leggja sitt á vogarskálarnar við að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Margir hafa velt fyrir sér framkvæmd samkomubannsins í verslunum þar sem tryggja skal að færri en 100 séu samankomnir. Sömuleiðis skal skipuleggja rými þannig að hægt sé að hafa að minnsta kosti tvo metra á milli einstaklinga. Sjöunda hólfið Stefán segir að bæði neðri og efri hluti verslunarinnar hafi verið skipt í tvö hólf og þá sé veitingasvæðið og lagerinn sömuleiðis skilgreind sem sérstök hólf. Einnig er baksvæði fyrir starfsmenn skilgreint sem sjöunda hólfið. Hann segir að til að byrja með verði talið inn og út úr versluninni og sömuleiðis verði starfsmenn látnir fylgjast með að fjöldi fólks í hverju hólfi fyrir sig verði ekki meiri en hundrað á hverjum tíma. Verklag verði breytt þyki ástæða til. Gulu pokarnir teknir úr umferð Stefán segir að gulu pokarnir, sem nýtast jafnan viðskiptavinum við að safna saman vörum, hafi verið teknir úr umferð. Handföng á innkaupakerrum verði sótthreinsaðar og þá hefur borðum á veitingasvæðinu verið fækkað til að tryggja fjarlægð milli hópa. Einhverjir starfsmenn IKEA hafa verið sendir heim til að vinna þaðan eins og hægt er og þá hafa breytingar verið gerðar á aðstöðu starfsmanna í verslun til að tryggja að farið sé að fyrirmælum yfirvalda.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) IKEA Garðabær Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Sjá meira