Talið er að skothríðin hafi byrjað þegar lögreglumennirnir voru að bregðast við útkalli vegna heimilisofbeldis að því er segir í frétt á vef Guardian þar sem greint er frá málinu.
Morðinginn er 48 ára gamall og kom til átaka þegar lögreglumennirnir reyndu að bjarga konu frá manninum sem var í æðiskasti.
Hann skaut einn lögreglumann og særði annan áður en hann kveikti í húsi sínu. Þegar liðsauki barst skaut hann síðan tvo til viðbótar til bana.
Lögreglumönnum tókst að bjarga konunni en talið er að manninum hafi tekist að flýja húsarústirnar og er hans nú leitað.