Líkt og aðrir leikir Newcastle á leiktíðinni var leikurinn ekki mikið fyrir augað. Færin voru fá sem engin og því var staðan nokkuð óvænt markalaus í hálfleik. Síðari hálfleikur var skömminni skárri og leit sigurmark leiksins þar dagsins ljós.
Það gerði Joshua Da Silva á 66. mínútu eftir sendingu Sergi Canos. Úrvalsdeildarliði Newcastle tókst ekki að jafna metin og Brentford er því komið í undanúrslit.
Síðari leikur kvöldsins í enska deildarbikarnum hefst klukkan 20.00 en þá mætast Arsenal og Manchester City. Rúnar Alex Rúnarsson er í marki Arsenal í kvöld.

Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.